Byggðaráð

1025. fundur 19. apríl 2022 kl. 13:00 - 15:31 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður boðaði forföll og Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Ársreikningur Dalvíkurbyggðar 2021

Málsnúmer 202110026Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Þorsteinn G. Þorsteinsson, löggiltur endurskoðandi hjá KPMG, sviðsstjórarnir Bjarni Daníel Daníelsson, Eyrún Rafnsdóttir og Gísli Bjarnason, og Þórhalla Karlsdóttir, aðalmaður í sveitarstjórn, kl. 13:00. Þórunn Andrésdóttir boðaði forföll.

Endurskoðandi sveitarfélagsins, Þorsteinn G. Þorsteinsson, kynnti helstu niðurstöður ársreiknings Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021.

Gísli vék af fundi kl. 14:12.
Eyrún og Þórhalla viku af fundi kl. 14:29.
Þorsteinn vék af fundi kl. 14:31.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ársreikningi Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn, sem er þriðjudaginn 26. apríl nk.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202204032Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

Málsnúmer 202111007Vakta málsnúmer

Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir tölvupóstur, dagsettur 28. febrúar 2022, þar sem Eygerður Margrétardóttir, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, vekur athygli sveitarfélaga á verkefninu ,,Samtaka um hringrásarhagkerfið" sem er hugsað til þess að aðstoða sveitarfélög við að innleiða fyrirhugaðar breytingar á úrgangsstjórnun sinni. Vekefninu er skipt í þrjá verkefnahluta og hægt er að skrá sveitarfélög til þátttöku til 11. mars nk. Umhverfisráð leggur til að Dalvíkurbyggð nýti tækifærið og taki þátt í verkefninu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og að Dalvíkurbyggð taki þátt í þessu verkefni, "Samtaka um hringrásarhagkerfið"."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 30. mars sl. þar sem kynnt er bókun stjórnar Sambandsins;

"Stjórn sambandsins fagnar því að átak um Hringrásarhagkerfið sé farið af stað og hvetur sveitarfélög til að nýta sér þá aðstoð sem í því felst. Það er skammur tími til stefnu til að innleiða nýjar kröfur um úrgangsstjórnun sveitarfélaga og mikilvægt að sveitarfélög horfi til frekara samstarfs um þau verkefni sem framundan eru."

Einnig fylgdi með fundarboði byggðaráðs rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 8. apríl sl., þar sem SSNE ásamt SSNV í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga boða til rafræns fundar og vinnustofu um framtíðarstefnu Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.

Fundurinn er opinn öllum en sérstaklega er óskað er eftir þátttöku kjörinna fulltrúa og lykilstarfsmanna sveitarfélaga í úrgangsstjórnunþ
Fundurinn, sem er rafrænn, verður haldinn 25.apríl kl. 14:00 - kl. 17:00.
Lagt fram til kynningar.

4.Samtal viðbragðsaðila vegna útkalla og slysa á Tröllaskaga

Málsnúmer 202204056Vakta málsnúmer

Tekin fyrir samantekt sveitarstjóra Dalvíkurbyggðar, dagsett þann 13. apríl sl., er varðar álag á viðbragðsaðila undanfarnar vikur vegna slysa á Tröllaskaga og samráðsfundi því tengdu.
Í dag verður fundur sem aðalvarðstjóri almannavarna er að boða til. Þar eiga að fara yfir málin forsvarsmenn björgunarsveitanna á Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði, svæðisstjórnarfólk á Tröllaskaga, forsvarsmenn sjúkraflutninga á Tröllaskaga, lögreglan á Tröllaskaga og sveitarstjórar Dalvíkurbyggðar og Fjallabyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að færðar séu til bókar sérstakar þakkir til björgunarfólksins sem og byggðaráð ítrekar mikilvægi þess að þyrla Landhelgisgæslunnar sé staðsett hér fyrir norðan yfir fjallaskíðavertíðina.

5.Frá Eignaahaldsfélagi Brunabótafélags Íslands; Styrktarsjóður EBÍ 2022

Málsnúmer 202203147Vakta málsnúmer

Á 1023. fundi byggðaráðs þann 31. mar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands, dagsett þann 24. mars 2022, er varðar Styrktarsjóð EBÍ. Umsóknarfrestur er til loka apríl. Hver aðildarsveitarfélag getur sent inn eina umsókn. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela framkvæmdastjórn að koma með tillögu að verkefni sem sækja á um fyrir í sjóðinn."

Á fundi framkvæmdastjórnar þann 11. apríl sl. var ofangreint til umfjöllunar og tillaga er um að ítreka umsóknina frá því í fyrra um styrk til hönnunar og uppsetningu á skilti sem vísar vegfarendum á útivistarsvæðið "austur á sandi".
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu.

6.Leigusamningur um tjaldsvæði

Málsnúmer 202204062Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu fyrstu drög að leigusamningi vegna reksturs og umsjónar með tjaldsvæðinu á Hauganesi við Ektafisk ehf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindum drögum til sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs til skoðunar.

7.Kauptilboð í Lokastíg 2, íbúð 0203 - til upplýsinagar

Málsnúmer 202204017Vakta málsnúmer

Á fundinum var til umfjöllunar kauptilboð í fasteignina við Lokastíg 2, ibúð 0203.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna ofangreindu kauptilboði og að eignin verði tekin tímabundið af söluskrá.

8.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál.

Málsnúmer 202204052Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis, dagsettur þann 11. apríl sl., þar sem fram kemur að Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð), 590. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 25. apríl nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:31.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson, aðalmaður boðaði forföll og Dagbjört Sigurpálsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs