Á 343. fundi sveitarstjórnar þann 22. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 369. fundi umhverfisráðs þann 4. mars 2022 var eftirfarandi bókað: "Tekinn fyrir tölvupóstur, dagsettur 28. febrúar 2022, þar sem Eygerður Margrétardóttir, fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga, vekur athygli sveitarfélaga á verkefninu ,,Samtaka um hringrásarhagkerfið" sem er hugsað til þess að aðstoða sveitarfélög við að innleiða fyrirhugaðar breytingar á úrgangsstjórnun sinni. Vekefninu er skipt í þrjá verkefnahluta og hægt er að skrá sveitarfélög til þátttöku til 11. mars nk. Umhverfisráð leggur til að Dalvíkurbyggð nýti tækifærið og taki þátt í verkefninu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfisráðs og að Dalvíkurbyggð taki þátt í þessu verkefni, "Samtaka um hringrásarhagkerfið"."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 30. mars sl. þar sem kynnt er bókun stjórnar Sambandsins;
"Stjórn sambandsins fagnar því að átak um Hringrásarhagkerfið sé farið af stað og hvetur sveitarfélög til að nýta sér þá aðstoð sem í því felst. Það er skammur tími til stefnu til að innleiða nýjar kröfur um úrgangsstjórnun sveitarfélaga og mikilvægt að sveitarfélög horfi til frekara samstarfs um þau verkefni sem framundan eru."
Einnig fylgdi með fundarboði byggðaráðs rafpóstur frá SSNE, dagsettur þann 8. apríl sl., þar sem SSNE ásamt SSNV í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga boða til rafræns fundar og vinnustofu um framtíðarstefnu Norðurlands í sameiginlegri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi.
Fundurinn er opinn öllum en sérstaklega er óskað er eftir þátttöku kjörinna fulltrúa og lykilstarfsmanna sveitarfélaga í úrgangsstjórnunþ
Fundurinn, sem er rafrænn, verður haldinn 25.apríl kl. 14:00 - kl. 17:00.