Málsnúmer 202111007Vakta málsnúmer
Sveitarstjóri vék af fundi kl. 14:47 til annarra starfa.
Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS fjarfund Bjarni Daníel DAníelsson, sviðstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:48.
Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 2. nóvember 2021, þar sem gert er grein fyrir hvatningu frá stjórn Sambandsins til sveitarstjórna um allt land til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem taka gildi 1. janúar 2023. Ljóst er að öll sveitarfélög munu þurfa að endurskoða þau stjórntæki sem þau hafa á grundvelli laga um meðhöndlun úrgangs, þ.e. svæðisáætlanir, samþykktir og gjaldskrár. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert samning við VSÓ Ráðgjöf um gerð handbókar um úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem verður tilbúin á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Einnig hefur Sambandið gert samning við EFLU verkfræðistofu um leiðir til að innleiða svonefnda "Borgaðu þegar þú hendir" aðferðafræði við gjaldtöku í málaflokknum.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til sviðsstjóra framkvæmdasviðs og umhverfisráðs til eftirfylgni og skoðunar."
Á fundinum var gert grein fyrir stöðu mála hvaða þetta verkefni varðar; fundi, aðkomu SSNE, hvað er framundan og hvernig þarf að bregðast við fyrir 1.1.2023.
Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar og gögn um þessar umfangsmiklu breytingar sem eru fram undan.
https://www.samband.is/verkefnin/umhverfis-og-urgangsmal/urgangsmal/Bjarní vék af fundi kl. 15:07.