Byggðaráð

1016. fundur 10. febrúar 2022 kl. 13:00 - 15:25 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson tók þátt í fundinum í gegnum TEAMS fjarfund.

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202202041Vakta málsnúmer

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum launaviðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 6.580.836 og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

2.Beiðni um launaviðauka 2022 v. ytri áhrifa - tryggingargjald og fæðisfé

Málsnúmer 202202042Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 10. febrúar 2022, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2022 vegna launa. Um er að ræða breytingar á ytri forsendum sem komi til eftir að gengið var frá launaáætlun 2022 vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2022. Umræddar ytri forsendur eru hækkanir á tryggingargjaldi og fæðisfé. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna þessa er kr. 3.829.097 og hefur áhrif heilt yfir málaflokka og deildir þar sem laun reiknast. Lagt er til að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka nr. 1 við fjárhagsáætlun 2022 að upphæð kr. 3.829.097. Byggðaráð samþykkir jafnframt að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Hlutur Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum ehf. (áður Tækifæri).

Málsnúmer 202112089Vakta málsnúmer

Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir erindi til stjórnar Norðurbaða hf. (áður Tækifæri hf.) þar sem gert er grein fyrir áhuga sveitarfélagsins á sölu á sínum eignarhluta og þá hvort áhugi sé fyrir hjá stjórn félagsins á kaupum. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar rafpóstur frá Norðurböðum ehf. (áður Tækifæri ehf.) þar sem fram kemur að stjórn Norðurbaða ehf. tók mjög jákvætt í erindið og mun stjórn fá ráðgjafa stjórnar til að vinna málið áfram og hafa samband við Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

4.Samstarf 11 sveitarfélaga á Nl.eystra og N4 2022

Málsnúmer 202112090Vakta málsnúmer

Á 342. fundi sveitarstjórnar þann 18. janúar sl. var ofangreint til umfjöllunar og samþykkti sveitarstjórn þá tillögu að sveitarstjórn taki fremur jákvætt í erindið fyrir sitt leyfi, en að því gefnu að önnur sveitarfélög séu sama sinnis og að stuðningi verði deild niður miðað við íbúafjölda sveitarfélaganna. Endanlegri afgreiðslu var frestað þar sem afstaða sveitarfélaganna er enn óljós.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað sveitarstjóra um framvindu málsins sem sveitarstjóri gerði grein fyrir ásamt þeim fundum sem haldnir hafa verið um málið.
Lagt fram til kynningar.

5.Frá Bjarg íbúðafélagi hses; Kynning á starfsemi fyrirtækisins

Málsnúmer 202202007Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Bjarg íbúðafélagi hses, rafpóstur dagsettur þann 2. febrúar 2022, þar sem kynnt er starfsemi félagsins og kallað eftir hvort áhugi sé á samstarfi um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við ósk um kynningu á starfsemi Bjargs íbúðafélags hses á fundi byggðaráðs.

6.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Húsnæðissjálfseignarstofnun á landsbyggðinni

Málsnúmer 202110009Vakta málsnúmer

Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 339. fundi sveitarstjórnar þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1000. fundi byggðaráðs þann 14. október sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, sbr. rafpóstur dagsettur þann 1. október sl. og minnisblað 30. september sl., þar sem fram kemur að á fundi stjórnar Sambandsins þann 24. september sl. var fjallað um verkefni sem snúa að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Kynnt var hugmynd sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur mótað og felur í sér að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun er starfi á landsbyggðinni. Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga óskar eftir að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.Til máls tók forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi tillögu að bókun og afgreiðslu: Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hefur áhuga á samtali, án allra skuldbindinga, við HMS til að kynna sér nánar hugmynd að nýrri húsnæðissjálfseignarstofnun sem starfi á landbyggðinni með það að markmiði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða. Ef af verður þá verði stofnunin samstarfsverkefni sveitarfélaga sem geti þannig náð stærðarhagkvæmni með því að sameinast um uppbyggingu og rekstur íbúðanna. Í þessu samhengi er rétt að geta þess að Leiguíbúðir Dalvíkurbyggðar hses. er eitt af þeim átta hses. á vegum sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins sem eru starfandi í dag, eins og fram kemur í minnisblaði HMS frá 17.09.2021. Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar kom Leiguíbúðum Dalvíkurbyggðar hses á laggirnar. Félagið hefur byggt 7 íbúða þjónustukjarna á Dalvík fyrir fatlað fólk og voru íbúðirnar teknar í notkun á árinu 2019. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu að bókun og afgreiðslu. " Með fundarboði byggðaráðs fylgdi fundargerð umræðufundar frá 26. janúar sl. um stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar sem þjóni sveitarfélögum á landsbyggðinni. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sat fundinn frá Dalvíkurbyggð. Einnig fylgdu með eftirfarandi gögn af heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga: Spurt og svarað- til undirbúnings fyrir fund 26.01.2022. Drög að samþykktum fyrir xx hses.Lagt fram til kynningar. Málið verður tekið upp aftur þegar erindi og frekari gögn berast frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þnn 31. janúar sl. þar sem fram kemur að boðað er til stofnfundar húsnæðissjalfseignarstofnunar (HSES). Forsendur fyrir þessu samstarfi sveitarfélaga er að stuðla að uppbyggingu og framboði á almennum íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir því að öll sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins geti lagt íbúðir inn í félagið eða tekið þátt í uppbyggingu. Markmiðið er að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum hses. félögum sem eiga aðeins fáar íbúðir.

Ráðgert er að stofnfundurinn verði þriðjudaginn 15. febrúar nk. kl. 13:00. Sveitarfélög eru beðin að fylla út könnun um afstöðu sveitarfélagsins.

Einnig fylgir með fundarboði byggðaráðs rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. febrúar sl. þar sem leiðbeint er um nokkur atriði er varðar ofangreint.
Byggðaráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að afla frekari upplýsinga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og taka saman í minnisblað fyrir sveitastjórn.

7.Frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu; Fyrirmyndar sveitarfélag - könnun

Málsnúmer 202202034Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Kili, stéttarfélagi starfsmanna í almannaþjónustu, móttekið þann 1. febrúar sl., þar sem kynnt er könnun sem Kjölur stéttarfélags ásamt öðrum bæjarstarfsmannafélögum innan BSRB mun leggja fyrir félagsmenn með aðstoð Gallup. Með bréfinu er sveitarfélaginu boðið að taka þátt fyrir aðra starfsmenn en félagsmenn Kjalar stéttarfélags.
Byggðaráð þakkar gott boð en samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna að taka þátt, a.m.k. í þetta skiptið.

8.Fjarvinnustefna Dalvíkurbyggðar; drög að erindisbréfi.

Málsnúmer 202202035Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög, frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, að erindisbréfi fyrir vinnuhóp um gerð Fjarvinnustefnu Dalvíkurbyggðar. Fram kemur að á fundi UT_teymis þann 3. febrúar sl. var samþykkt að beina því til framkvæmdastjórnar hvort Dalvíkurbyggð ætti að setja sér Fjarvinnustefnu. Framkvæmdastjórn fjallaði um málið þann 7. febrúar sl. og niðurstaðan var að vísa erindinu til byggðaráðs. Gert er ráð fyrir að fjarvinnustefnan verði hluti af Mannauðsstefnu sveitarfélagsins, stjórnendahandbók og starfsmannahandbók.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fulltrúum UT-teymis að skipa vinnuhópinn.
Byggðaráð samþykkir erindisbréfið samhljóða með 3 atkvæðum eins og það liggur fyrir.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201902143Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

10.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Verkefni vegna innleiðingar hringrásarkerfis

Málsnúmer 202111007Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri vék af fundi kl. 14:47 til annarra starfa.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs í gegnum TEAMS fjarfund Bjarni Daníel DAníelsson, sviðstjóri framkvæmdasviðs, kl. 14:48.

Á 1004. fundi byggðaráðs þann 4. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 2. nóvember 2021, þar sem gert er grein fyrir hvatningu frá stjórn Sambandsins til sveitarstjórna um allt land til að hefja nú þegar undirbúning fyrir gildistöku lagabreytinga um hringrásarhagkerfi sem taka gildi 1. janúar 2023. Ljóst er að öll sveitarfélög munu þurfa að endurskoða þau stjórntæki sem þau hafa á grundvelli laga um meðhöndlun úrgangs, þ.e. svæðisáætlanir, samþykktir og gjaldskrár. Samband íslenskra sveitarfélaga hefur gert samning við VSÓ Ráðgjöf um gerð handbókar um úrgangsstjórnun sveitarfélaga sem verður tilbúin á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Einnig hefur Sambandið gert samning við EFLU verkfræðistofu um leiðir til að innleiða svonefnda "Borgaðu þegar þú hendir" aðferðafræði við gjaldtöku í málaflokknum.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til sviðsstjóra framkvæmdasviðs og umhverfisráðs til eftirfylgni og skoðunar."

Á fundinum var gert grein fyrir stöðu mála hvaða þetta verkefni varðar; fundi, aðkomu SSNE, hvað er framundan og hvernig þarf að bregðast við fyrir 1.1.2023.
Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga er hægt að nálgast ýmsar upplýsingar og gögn um þessar umfangsmiklu breytingar sem eru fram undan.
https://www.samband.is/verkefnin/umhverfis-og-urgangsmal/urgangsmal/

Bjarní vék af fundi kl. 15:07.





Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:25.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og sjtórnsýslusviðs