Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Bjargi íbúðafélagi Björn Traustason, framkvæmdastjóri, kl. 15:00 í gegnum TEAMS.
Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Bjarg íbúðafélagi hses, rafpóstur dagsettur þann 2. febrúar 2022, þar sem kynnt er starfsemi félagsins og kallað eftir hvort áhugi sé á samstarfi um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við ósk um kynningu á starfsemi Bjargs íbúðafélags hses á fundi byggðaráðs."
Framkvæmdastjóri Bjargs kynnti starfsemi félagsins.
Björn vék af fundi kl. 15:30.