Byggðaráð

1017. fundur 17. febrúar 2022 kl. 13:00 - 16:26 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201902143Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

2.Eignarhlutur í Norðurböðum hf., áður Tækifæri hf. - Tilboð

Málsnúmer 202112089Vakta málsnúmer

Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað;
"Á 1015. fundi byggðaráðs þann 3. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir erindi til stjórnar Norðurbaða hf. (áður Tækifæri hf.) þar sem gert er grein fyrir áhuga sveitarfélagsins á sölu á sínum eignarhluta og þá hvort áhugi sé fyrir hjá stjórn félagsins á kaupum. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi til upplýsingar rafpóstur frá Norðurböðum ehf. (áður Tækifæri ehf.) þar sem fram kemur að stjórn Norðurbaða ehf. tók mjög jákvætt í erindið og mun stjórn fá ráðgjafa stjórnar til að vinna málið áfram og hafa samband við Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Norðurböðum hf., rafpóstur dagsettur þann 14. febrúar 2022, þar sem fram kemur staðfesting á því að það er gagnkvæmur áhugi hjá félaginu að kaupa hlut Dalvíkurbyggðar. Dalvíkurbyggð á að nafnvirði kr. 6.897.040 í félaginu eða 0,92%. Norðurböð hf. eru tilbúin að leggja fram kauptilboð í alla hluti Dalvíkurbyggðar og er kaupverðið tilgreint í erindinu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og óska eftir verði og tímaáætlun frá KPMG í vinnu við óháð mat á verðmæti eignarhluta sveitarfélagsins í Norðurböðum ehf.

3.Skíðafélag Dalvíkur - beiðni um fjárfestingastyrk

Málsnúmer 202109122Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:45:
Í gegnum TEAMS;
Frá Skíðafélagi Dalvíkur; Óskar Óskarsson, varaformaður, Hjörleifur Einarsson,formaður, Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri.
Frá íþrótta- og æskulýðsráði; Magni Óskarsson og Þórunn Andrésdóttir.
Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskuýðsfulltrúi.

Á staðnum:
Frá íþrótta- og æskulýðsráði; Eydís Arna Hilmarsdóttir.
Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs.


Á 132. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 28. september 2021 var bókað:
"Íþrótta- og æskulýðsráð fór yfir beiðni Skíðafélags Dalvíkur vegna uppbyggingar næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi lagði fram drög að uppbyggingaráætlun íþróttafélaga til næstu ára. Íþrótta- og æskulýðsráð vann í skjalinu á fundinum og vísar heildar tillögu sinni til sveitarstjórnar við gerð fjárhagsætlunar 2022-2025."

Til umræðu ofangreind uppbyggingaráætlun.

Fulltrúar Skíðafélagsins, fulltrúar úr íþrótta- og æskulýðsráði, Gísli Rúnar og Gísli viku af fundi kl. 14:48.
Lagt fram til kynningar.

4.Frá Bjargi, íbúðafélagi hses.; Kynning á starfsemi fyrirtækisins

Málsnúmer 202202007Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Bjargi íbúðafélagi Björn Traustason, framkvæmdastjóri, kl. 15:00 í gegnum TEAMS.

Á 1016. fundi byggðaráðs þann 10. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Bjarg íbúðafélagi hses, rafpóstur dagsettur þann 2. febrúar 2022, þar sem kynnt er starfsemi félagsins og kallað eftir hvort áhugi sé á samstarfi um uppbyggingu hagkvæmra leiguíbúða.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að verða við ósk um kynningu á starfsemi Bjargs íbúðafélags hses á fundi byggðaráðs."

Framkvæmdastjóri Bjargs kynnti starfsemi félagsins.

Björn vék af fundi kl. 15:30.
Lagt fram til kynningar.

5.Endurskoðun húsnæðisáætlunar; stafræn húsnæðisáætlun

Málsnúmer 202112032Vakta málsnúmer

Frestað.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202112043Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Vegna sölu á gangi á 2. hæð Ráðhúss

Málsnúmer 202202066Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 11. febrúar sl., þar sem fram kemur að embættinu hefur borist tilkynning Dalvíkurbyggðar, sbr. fundargerðir Byggðaráðs frá 20. janúar og 3. febrúar 2022, varðandi áform um sölu hluta Ráðhúss Dalvíkurbyggðar, sbr. málið "Gangur á 2. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur; fyrirhuguð sala - Málsnúmer 202201048".

Fram kemur að í gildi er ótímabundinn leigusamningur frá 27. janúar 2016 milli sveitarfélagsins og sýslumannsembættisins vegna starfrækslu starfsstöðvar embættisins í Dalvíkurbyggð.
Komi áform sveitarfélagsins um sölu húnæðisins til einkaaðila til framkvæmda teljast forsendur húsaleigusamningsins sjálfkrafa brostnar. Ekki stendur til að taka slíkt fyrirkomulag upp nú enda tíðkast það ekki.

Af ofangreindu tilefni er minnt á ósk embættisins um samstarf sveitarfélagsins og sýslumannsembættisins, sem Byggðaráð hafnaði á fundi sínum þann 6. maí 2021. Fram kemur að Dómsmálaráðuneytinu er sent afrit af þessu erindi.
Lagt fram til kynningar.

8.Frá SSNE; Ósk um fulltrúa í starfshóp um samgöngu- og innviðastefnu.

Málsnúmer 202202068Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 13. febrúar sl., þar sem óskað er eftir fulltrúa frá Dalvíkurbyggð í starfshóp vegna vinnu við gerð samgöngustefnu SSNE sem hófst á síðasta ári en það er eitt áhersluverkefna SSNE. Hlutverk fulltrúa sveitarfélaga verður að sitja nokkra fundi með þeim sem halda utan um verkefnið, þar sem áskoranir og tækifæri varðandi innviði verða ræddar, upplýsinga aflað frá fulltrúunum og sjónarmið dregin fram. Óskað er eftir að bæði karl og kona verði tilnefnd að teknu lagaákvæðis 28. gr. laga nr. 150/2020 um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að tilnefna Jón Ingi Sveinsson og Katrín Sigurjónsdóttir í starfshópinn, en tilnefna þarf bæði karl og konu.

9.Frá Lánasjóði sveitarfélaga ohf.; Bréf til allra sveitarstjórna frá Kjörnefnd Lánasjóðsins

Málsnúmer 202202070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga, dagsett þann 11. febrúar 2022, þar sem fram kemur að kjörnefnd óskar eftir tilnefningum og/eða framboði til kjörs stjórnar og varastjórnar á aðalfundi sjóðsins, í síðasta lagi á hádegi 12:00, miðvikudaginn 9. mars nk. Kjörnefnd óskar eftir að sveitarstjórnarmönnum sé kynnt innihald bréfs þessa eins fljótt og unnt er til að áhugasömum gefist tími til að skila inn tilnefningum og/eða framboðum.
Lagt fram til kynningar.

10.Frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga; Framlög vegna samþættingar í þjónustu við börn

Málsnúmer 202110004Vakta málsnúmer

Tekin fyrir frétt af heimasíðu Innviðaráðuneytis, dagsett þann 14. febrúar 2022, þar sem gert er grein fyrir framlögum Jöfnunarsjóðs til að samþætta þjónustu sveitarfélaga í þágu barna. Framlag til Dalvíkurbyggðar er kr. 5.087.244 vegna farsældar barna.
Lagt fram til kynningar.

11.Frá SSNE; Fundargerðir 2022, nr. 35.

Málsnúmer 202202069Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórn SSNE nr. 35 frá 9. febrúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

12.Fréttabréf SSNE 2022

Málsnúmer 202202049Vakta málsnúmer

Til kynningar fréttabréf SSNE í janúar 2022.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:26.

Nefndarmenn
  • Jón Ingi Sveinsson varaformaður
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson formaður
  • Guðmundur St. Jónsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Katrín Sigurjónsdóttir sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs