Frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun; Endurskoðun húsnæðisáætlunar 2021

Málsnúmer 202112032

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1009. fundur - 09.12.2021

Tekinn fyrir rafpóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsettur þann 30. nóvember sl., þar sem fram kemur að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð mikil áhersla á húsnæðismál en þar segir orðrétt "Við tökum fast utan um húsnæðismálin með því að tryggja aukna samþættingu húsnæðis-, skipulags- og samgöngumála. Við munum beita okkur fyrir stöðugri uppbyggingu húsnæðis um land allt með einföldun regluverks, félagslegum aðgerðum í gegnum almenna íbúðakerfið, samvinnu við sveitarfélög og áherslu á að nauðsynlegar upplýsingar um húsnæðismarkað séu aðgengilegar hverju sinni."

Fram kemur að Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru gríðarlega mikilvægar og hafa stórt hlutverk í því að auka yfirsýn allra aðila á húsnæðismarkaði. Horft er til þeirra tækifæra sem eru til aukins samstarfs og samfélagslegs árangurs sem næst með þessu verkefni.

HMS hóf samstarf með sveitarfélögunum um gerð stafrænna húsnæðisáætlana í október sl. Frá þeim tíma hefur HMS fengið upplýsingar um tengiliði nær allra sveitarfélaga landsins og hefur áætlanagerð farið af stað í þeim flestum. HMS hefur fram til þessa fundað með 39 sveitarfélögum og leiðbeint með vinnslu í nýju áætlanakerfi stafrænna húsnæðisáætlana en borist hafa upplýsingar um tengiliði sem munu vinna í áætlanakerfinu fyrir 62 sveitarfélög.

Stefnt er að því að áætlanagerð ljúki 15. desember nk. og að niðurstöður verði kynntar á húsnæðisþingi í janúar nk.

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í vinnu húsnæðisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1018. fundur - 24.02.2022

Á 1009. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:

"Tekinn fyrir rafpóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsettur þann 30. nóvember sl., þar sem fram kemur að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð mikil áhersla á húsnæðismál en þar segir orðrétt "Við tökum fast utan um húsnæðismálin með því að tryggja aukna samþættingu húsnæðis-, skipulags- og samgöngumála. Við munum beita okkur fyrir stöðugri uppbyggingu húsnæðis um land allt með einföldun regluverks, félagslegum aðgerðum í gegnum almenna íbúðakerfið, samvinnu við sveitarfélög og áherslu á að nauðsynlegar upplýsingar um húsnæðismarkað séu aðgengilegar hverju sinni." Fram kemur að Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru gríðarlega mikilvægar og hafa stórt hlutverk í því að auka yfirsýn allra aðila á húsnæðismarkaði. Horft er til þeirra tækifæra sem eru til aukins samstarfs og samfélagslegs árangurs sem næst með þessu verkefni. HMS hóf samstarf með sveitarfélögunum um gerð stafrænna húsnæðisáætlana í október sl. Frá þeim tíma hefur HMS fengið upplýsingar um tengiliði nær allra sveitarfélaga landsins og hefur áætlanagerð farið af stað í þeim flestum. HMS hefur fram til þessa fundað með 39 sveitarfélögum og leiðbeint með vinnslu í nýju áætlanakerfi stafrænna húsnæðisáætlana en borist hafa upplýsingar um tengiliði sem munu vinna í áætlanakerfinu fyrir 62 sveitarfélög. Stefnt er að því að áætlanagerð ljúki 15. desember nk. og að niðurstöður verði kynntar á húsnæðisþingi í janúar nk. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í vinnu húsnæðisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar."


Samkvæmt reglugerð um húsnæðisáætlanir þá segir að uppfærðum húsnæðisáætlunum skal skila til Íbúðalánasjóðs eigi síðar en 1. mars ár hvert.

Meðfylgjandi fundarboði byggðaráðs eru drög að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar 2022.

Helga Íris vék af fundi kl. 13:34.
Byggðaráð þakkar Helgu Írisi og vinnuhópnum fyrir vinnuna við húsnæðisáætlunina og samþykkir áætlunina samhljóða með 3 atkvæðum eins og hún liggur fyrir með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Sveitarstjórn - 343. fundur - 22.03.2022

Á 1018. fundi byggðaráðs þann 24. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1009. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað: Tekinn fyrir rafpóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsettur þann 30. nóvember sl., þar sem fram kemur að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð mikil áhersla á húsnæðismál en þar segir orðrétt "Við tökum fast utan um húsnæðismálin með því að tryggja aukna samþættingu húsnæðis-, skipulags- og samgöngumála. Við munum beita okkur fyrir stöðugri uppbyggingu húsnæðis um land allt með einföldun regluverks, félagslegum aðgerðum í gegnum almenna íbúðakerfið, samvinnu við sveitarfélög og áherslu á að nauðsynlegar upplýsingar um húsnæðismarkað séu aðgengilegar hverju sinni." Fram kemur að Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru gríðarlega mikilvægar og hafa stórt hlutverk í því að auka yfirsýn allra aðila á húsnæðismarkaði. Horft er til þeirra tækifæra sem eru til aukins samstarfs og samfélagslegs árangurs sem næst með þessu verkefni. HMS hóf samstarf með sveitarfélögunum um gerð stafrænna húsnæðisáætlana í október sl. Frá þeim tíma hefur HMS fengið upplýsingar um tengiliði nær allra sveitarfélaga landsins og hefur áætlanagerð farið af stað í þeim flestum. HMS hefur fram til þessa fundað með 39 sveitarfélögum og leiðbeint með vinnslu í nýju áætlanakerfi stafrænna húsnæðisáætlana en borist hafa upplýsingar um tengiliði sem munu vinna í áætlanakerfinu fyrir 62 sveitarfélög. Stefnt er að því að áætlanagerð ljúki 15. desember nk. og að niðurstöður verði kynntar á húsnæðisþingi í janúar nk. Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í vinnu húsnæðisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð. Lagt fram til kynningar." Samkvæmt reglugerð um húsnæðisáætlanir þá segir að uppfærðum húsnæðisáætlunum skal skila til Íbúðalánasjóðs eigi síðar en 1. mars ár hvert. Meðfylgjandi fundarboði byggðaráðs eru drög að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar 2022. Helga Íris vék af fundi kl. 13:34. Byggðaráð þakkar Helgu Írisi og vinnuhópnum fyrir vinnuna við húsnæðisáætlunina og samþykkir áætlunina samhljóða með 3 atkvæðum eins og hún liggur fyrir með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum."
Til máls tók:
Katrín Sigurjónsdóttir.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og fyrirliggjandi húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar með áorðnum breytingum frá fundi byggðaráðs.

Byggðaráð - 1058. fundur - 09.02.2023

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 355. fundur - 14.02.2023

Á 1058. fundi byggðaráðs þann 9. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2023.Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu að húsnæðisáætlun sveitarfélagsins og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og fyrirliggjandi tillögu að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar.

Byggðaráð - 1093. fundur - 18.01.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps að endurskoðun Húsnæðisáætlunar Dalvíkurbyggðar .
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi húsnæðisáætlun, með þeim fyrirvara að sveitarstjóra er falið að kanna 2 atriði sem rædd voru á fundinum, og vísar henni til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

Sveitarstjórn - 365. fundur - 23.01.2024

Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps að endurskoðun Húsnæðisáætlunar Dalvíkurbyggðar .Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi húsnæðisáætlun, með þeim fyrirvara að sveitarstjóra er falið að kanna 2 atriði sem rædd voru á fundinum, og vísar henni til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu."
Til máls tóku:

Monika Margrét Stefánsdóttir.
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir.
Freyr Antonsson sem leggur fram eftirfarandi tillögu:
"Sveitarstjórn óskar eftir að öll ráð og nefndir Dalvíkurbyggðar taki fyrir húsnæðisáætlun 2025 í september og komi með tillögur eða viðbætur fyrir lok nóvember 2024."

Fleiri tóku ekki til máls.


Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar með þeim breytingum sem gerðar hafa verið frá fundi byggðaráðs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar um að öll ráð og nefndir Dalvíkurbyggðar taki fyrir húsnæðisáætlun 2025 í september og komi með tillögur eða viðbætur fyrir lok nóvember 2024.

Skipulagsráð - 29. fundur - 11.12.2024

Á 365.fundi sveitarstjórnar í janúar sl. var óskað eftir því að öll ráð og nefndir Dalvíkurbyggðar tækju fyrir húsnæðisáætlun 2025 og kæmu með tillögur eða viðbætur fyrir lok nóvember 2024.
Skipulagsráð vísar til þeirra deiliskipulagsverkefna sem eru í gangi.

Veitu- og hafnaráð - 142. fundur - 12.12.2024

HMS hefur undanfarin ár verið í samstarfi við sveitarfélögin um endurskoðun og uppfærslu stafrænna húsnæðisáætlana, nú er komið að endurskoðun fyrir árið 2025.
Lagt fram til kynningar.
Björgvin Páll Hauksson, yfirhafnavörður kom til fundar kl. 9:30