Tekinn fyrir rafpóstur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, dagsettur þann 30. nóvember sl., þar sem fram kemur að í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er lögð mikil áhersla á húsnæðismál en þar segir orðrétt "Við tökum fast utan um húsnæðismálin með því að tryggja aukna samþættingu húsnæðis-, skipulags- og samgöngumála. Við munum beita okkur fyrir stöðugri uppbyggingu húsnæðis um land allt með einföldun regluverks, félagslegum aðgerðum í gegnum almenna íbúðakerfið, samvinnu við sveitarfélög og áherslu á að nauðsynlegar upplýsingar um húsnæðismarkað séu aðgengilegar hverju sinni."
Fram kemur að Húsnæðisáætlanir sveitarfélaga eru gríðarlega mikilvægar og hafa stórt hlutverk í því að auka yfirsýn allra aðila á húsnæðismarkaði. Horft er til þeirra tækifæra sem eru til aukins samstarfs og samfélagslegs árangurs sem næst með þessu verkefni.
HMS hóf samstarf með sveitarfélögunum um gerð stafrænna húsnæðisáætlana í október sl. Frá þeim tíma hefur HMS fengið upplýsingar um tengiliði nær allra sveitarfélaga landsins og hefur áætlanagerð farið af stað í þeim flestum. HMS hefur fram til þessa fundað með 39 sveitarfélögum og leiðbeint með vinnslu í nýju áætlanakerfi stafrænna húsnæðisáætlana en borist hafa upplýsingar um tengiliði sem munu vinna í áætlanakerfinu fyrir 62 sveitarfélög.
Stefnt er að því að áætlanagerð ljúki 15. desember nk. og að niðurstöður verði kynntar á húsnæðisþingi í janúar nk.
Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála í vinnu húsnæðisáætlunar fyrir Dalvíkurbyggð.