Byggðaráð

1137. fundur 16. janúar 2025 kl. 13:15 - 14:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Formaður óskaði eftir breytingu á dagskrá, þannig að 1.liður mál nr. 202411012 er frestað um viku. Í stað þess er settur á dagskrá mál nr. 202411069 sem 1.tl.
Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

1.Sjávarstígur 2 - umsókn um byggingu brimvarnargarðs

Málsnúmer 202411069Vakta málsnúmer

Á 30.fundi skipulagsráðs þann 15.janúar sl., var lagt fram minnisblað frá Ocean Eco Farm ehf. varðandi áform um uppbyggingu seiðastöðvar á Hauganesi. Eftirfarandi var bókað:
Lagt fram til kynningar.

María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi kom til fundar kl. 13:15
Lagt fram til kynningar.
María vék af fundi kl. 13:30

2.Vinnuhópur um brunamál

Málsnúmer 202110061Vakta málsnúmer

Vilhelm Anton Hallgrímsson, slökkviliðsstjóri mætti til fundar kl. 13:30

Slökkviliðsstjóri gerði grein fyrir fundi sínum með slökkviliði Dalvíkur sl. mánudagskvöld og niðurstöðu HMS eftir yfirferð á teikningum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að fela vinnuhópi um brunamál að skoða kosti þess að byggja nýja slökkvistöð.
Vilhelm vék af fundi kl. 14:00

3.Selárland - uppbyggingarsvæði

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu nýjustu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Ektabaða ehf. um uppbyggingu á landsvæði ofan Hauganess.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samningi við Ektaböð ehf. og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Endurskoðun húsnæðisáætlunar; stafræn húsnæðisáætlun

Málsnúmer 202112032Vakta málsnúmer

Á 1136.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2025.
Áætlunin hefur farið til umfjöllunar í umhverfis- og dreifbýlisráði, félagsmálaráði, fræðsluráði, veitu- og hafnaráði og skipulagsráði.

Skipulagsráð vísar til þeirra deiliskipulagsverkefna sem eru í gangi. Umhverfis- og dreifbýlisráð telur að þörf sé á uppbyggingu á leiguíbúðum fyrir eldri borgara og ætti sú þörf að koma fram í húsnæðisáætlunni. Önnur fagráð sem hafa fjallað um áætlunina leggja hana fram til kynningar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestaði frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar.

Sveitarstjóri fór yfir húsnæðisáætlun Dalvíkurbyggðar og upplýsti um að hún er í yfirferð hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi húsnæðisáætlun og vísar henni til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

5.Vinnuhópur um húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins

Málsnúmer 202301094Vakta málsnúmer

Á 1136.fundi byggðaráðs þann 9.janúar sl., var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi skýrsla og tillögur vinnuhóps Dalvíkurbyggðar um húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins, drög #4. Vinnuhópinn skipa: Sveitarstjóri, forseti sveitarstjórnar,sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar.
Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar.

Fyrir fundinum liggur skýrsla og tillögur vinnuhóps Dalvíkurbyggðar um húsnæðismál stofnana sveitarfélagsins, drög nr.5.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög nr. 5 að skýrslu og tillögum vinnuhópsins og vísar þeim til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

6.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202501032Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

7.Stöðumat stjórnenda janúar - október 2024

Málsnúmer 202412008Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri gerði grein fyrir stöðumati deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar janúar-október 2024 vegna rekstur; mat á stöðu bókhalds í samanburði við heimildir í fjárhagsáætl
Lagt fram til kynningar.

8.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra: Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Málsnúmer 202501070Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, tölvupóstur dagsettur 14.janúar sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um veitingaleyfi í flokki III-A Veitingahús.
Fyrir liggur jákvæð umsögn frá skipulagsfulltrúa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að kalla eftir frekari gögnum fyrir sveitarstjórnarfund.

9.Frá sviðstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Ósk um viðauka vegna breytingu á loftræstingu í Eldhúsi í Bergi

Málsnúmer 202501071Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett 14.1.2025, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2025 að fjárhæð kr. 1.660.000 til hækkunar á lið 31700-4610 til þess að lagfæra loftræstingu í eldhúsi í Menningarhúsinu Bergi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðuaukabeiðni, viðauki nr.1 við fjárhagsáætlun 2025 þannig að liður 31700-4610 hækkar um kr. 1.660.000.- og honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

10.Íslandsmeistaramót í snocrossi 2025

Málsnúmer 202501045Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Frey Antonssyni, dagsett þann 9.janúar sl, þar sem sótt er um í nafni Miðgarðs Aktursíþróttafélags og MSÍ Mótorhjóla- og snjósleðasambands Íslands um formlegt leyfi til að halda Íslandsmeistarmót í Snocross á Dalvík 22. mars fyrir norðan fiskvinnsluhús Samherja. Svæðið er á hafnarsvæðinu og er merkt með grænu á meðfylgjandi mynd. Í undirbúningi og meðan á keppni stendur verður snjó safnað á svæðið og úr honum dreift til að mynda keppnishring. Áhorfendasvæði verða sett upp og öryggissvæði skilgreint samkvæmt Snocross reglum MSÍ sem eru meðfylgjandi. Leitað verður samráðs og sótt um leyfi til lóðarhafa á svæðinu. Samherji hefur þegar samþykkt staðsetningu fyrir sitt leyti.

Skipulagsráð tók erindið fyrir á 30.fundi sínum þann 15.janúar sl, og var eftirfarandi bókað:
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs Dalvíkurbyggðar, hafnarstjóra og lóðarhafa á svæðinu auk leyfis lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Byggðaráð tekur undir bókun skipulagsráðs og samþykkir erindið samhljóða með 3 atkvæðum, með fyrirvara um jákvæða umsögn slökkviliðs Dalvíkurbyggðar, hafnastjóra og lóðarhafa á svæðinu, auk leyfis lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að umbeðið leyfi sé veitt að þessum skilyrðum uppfylltum og með því skilyrði að mótshaldarar gangi vel um og gangi frá svæðinu að móti loknu.

Fundi slitið - kl. 14:40.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri