Málsnúmer 202401017Vakta málsnúmer
Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Snævar Örn Georgsson frá EFLU, Skírnir Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Skírnisson og Eiður Pétursson frá Artic Hydro hf., kl. 13.15, og sveitarstjórnarfulltrúarnir Freyr Antonsson í gegnum TEAMS, Gunnar Guðmundsson, Katrín Sif Ingvarsdóttir, Monika Margrét Sigurðardóttir. Ennig sat fundinn Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri.
Tekið fyrir erindi frá Arctic Hydro hf., dagsett þann 21. desember 2023, þar sem óskað er eftir því að fá kynningarfund með Dalvíkurbyggð þar sem kynnt verða áform um fyrirhugaða Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal.
Í kynningunni verður farið yfir tilhögun virkjunarinnar, þá forhönnun og samráð sem hefur átt sér stað, skipulagsmál, framkvæmdaraðila, reynslu af sambærilegum verkum og helstu umhverfisáhrif.
Forsvarsmenn Arctic Hydro hf. kynntu ofangreind áform.
Gunnar Guðmundsson vék af fundi kl. 14:10.
Snævar Örn, Skírnir, Sigurbjörn og Eiður viku af fundi kl. 14:30.
Katrín Sif, Monika og Freyr viku af fundi kl. 14:35.
Byggðaráð þakkar fyrir góða kynningu og yfirferð.