Byggðaráð

1093. fundur 18. janúar 2024 kl. 13:15 - 15:59 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Arctic Hydro hf.; Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal

Málsnúmer 202401017Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Snævar Örn Georgsson frá EFLU, Skírnir Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Skírnisson og Eiður Pétursson frá Artic Hydro hf., kl. 13.15, og sveitarstjórnarfulltrúarnir Freyr Antonsson í gegnum TEAMS, Gunnar Guðmundsson, Katrín Sif Ingvarsdóttir, Monika Margrét Sigurðardóttir. Ennig sat fundinn Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri.


Tekið fyrir erindi frá Arctic Hydro hf., dagsett þann 21. desember 2023, þar sem óskað er eftir því að fá kynningarfund með Dalvíkurbyggð þar sem kynnt verða áform um fyrirhugaða Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal.
Í kynningunni verður farið yfir tilhögun virkjunarinnar, þá forhönnun og samráð sem hefur átt sér stað, skipulagsmál, framkvæmdaraðila, reynslu af sambærilegum verkum og helstu umhverfisáhrif.

Forsvarsmenn Arctic Hydro hf. kynntu ofangreind áform.

Gunnar Guðmundsson vék af fundi kl. 14:10.
Snævar Örn, Skírnir, Sigurbjörn og Eiður viku af fundi kl. 14:30.
Katrín Sif, Monika og Freyr viku af fundi kl. 14:35.
Lagt fram til kynningar.
Byggðaráð þakkar fyrir góða kynningu og yfirferð.

2.Frá Framkvæmdasviði; beiðni um viðauka vegna skotbómulyftara og sexhjóls

Málsnúmer 202312018Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Haukur Guðjónsson, verkstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Jón Bjarni Hjaltason, starfsmaður Eigna- og framkvæmdadeildar, Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, og Rúnar Helgi Óskarsson, verkstjóri veitna, kl. 13:15. Við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 þá kom beiðni frá starfsmönnum Framkvæmdasviðs um að settur verði á fjárhagsáætlun kaup á skotbómulyftara en það er mat starfsmanna Veitna, Eigna- og framkvæmdadeildar og Hafnasjóðs að slíkur lyftari myndi nýtast öllum deildum mjög vel. Beiðni um skotbómulyftara á fjárhagsáætlun var hafnað í byggðaráði og sveitarstjórn. Til umræðu ofangreint og almennt hver stefnan á að vera hvað varðar véla-, tækja- og búnaðarkaup fyrir Framkvæmdasviðið vegna starfa og verkefna starfsmanna. Starfsmenn Framkvæmdasviðs leggja áherslu á að keypt verði 6hjól og skotbómulyftari fyrir Framkvæmdasviðið.Niðurstaða:Jón Bjarni, Halla Dögg og Rúnar Helgi viku af fundi kl. 14:01. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela veitustjóra og verkstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að koma með í byrjun næsta árs tillögur ásamt rökstuðningi vegna kaupa á 6hjóli og skotbómulyftara þar sem fram kemur hvaða deildir og/eða málaflokkar framkvæmdasviðsins kæmu til með að kaupa tækin og reka þau. "

Með fundarboði fylgdi umbeðinn rökstuðningar, dagsettur þann 9. janúar sl., frá veitustjóra.

Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi rökstuðning og felur stjórnendum Framkvæmdasviðs að leggja fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2024."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni vegna skotbómulyftara að upphæð kr. 11.816.000 þannig að kr. 6.541.000 fari á lið 32200-11505, kr. 3.165.000 fari á lið 42200-11506 og kr. 2.110.000 fari á lið 482300-11506. Skiptingin er því 50% á Eignasjóð, 30% á Hafnasjóð og 20% á Hitaveitu fyrir hönd veitna. Einnig er óskað eftir kr. 5.058.202 vegna kaupa á sexhjóli fyrir veitur og óskað er eftir viðauka vegna þess á lið 48200-11506. Alls kr. 16.874.202.

Halla Dögg vék af fundi kl. 14:41.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð samtals kr. 16.874.202 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202401070Vakta málsnúmer

a) Viðaukabeiðni vegna veikindalauna. Trúnaðarmál.

Bókað í trúnaðarmálabók.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni að upphæð kr. 4.963.285 vegna veikindalauna, viðauki nr. 4 við fjárhagsáætlun 2024, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

b) Viðaukabeiðni vegna aðkeyptrar vinnu frá félagsráðgjafa.
Tekið fyrir erindi frá skólastjóra Dalvíkurskóla, dagsett þann 15. janúar 2024, þar sem óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.792.000 á lið 04210-4390 vegna aðkeyptrar þjónustu frá félagsráðgjafa. Félagsráðgjafi hefur verið starfandi við skólann frá 1. október sl. sem verktaki í um 20% starfshlutfalli. Samningur um þjónustu félagráðgjafa hefur þegar verið endurnýjaður út janúar og rúmast sú upphæð innan ramma um þjónustukaup.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni frá skólastjóra Dalvíkurskóla, viðauki nr. 5 við fjárhagáætlun 2024, að upphæð kr. 1.792.000 á lið 04210-4390 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Fiskidagurinn mikli 2023 - samkomulag um styrk

Málsnúmer 202309017Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Til umræðu samskipti við framkvæmdastjóra og stjórn Fiskidagsins mikla eftir að það lá fyrir að Fiskidagurinn mikli heyrir sögunni til varðandi uppgjör og frágang félagsins.Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og leggja fyrir næsta fund byggðaráðs drög að samkomulagi við stjórn Fiskidagsins mikla um uppgjör og frágang á félaginu."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og Fiskidagsins mikla þar sem fram kmeur að gert er samkomulag um að Dalvíkurbyggð styrki félagið um kr. 5.500.000 árið 2024. Styrkurinn verður nýttur til þess að ganga frá og leggja niður félagið Fiskidagurinn mikli kt. 530605-1670. Í samningsdrögunum eru listuð upp þau verkefni sem þarf að sinna. Þessari vinnu skal lokið fyrir 1. júní 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa styrkfjárhæðinni að upphæð kr. 5.500.000 á lið 05710-9145 í fjárhagsáætlun 2024. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Snjómokstursreglur og heimareiðamokstur

Málsnúmer 202312040Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu snjómokstur í Svarfaðardal og Skíðadal, samningar og fyrirkomulag. Einnig til umræðu reynslan af heimreiðamokstri og gildandi reglum þar um sem eru hluti af gildandandi viðmiðunarreglum um snjómokstur. Haukur vék af fundi kl. 14:26.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og byggðaráð óskar eftir að viðmiðunarreglur um snjómokstur verði kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins í upphafi næsta árs."

Á 16. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1091.fundi byggðaráðs þann 14.desember 2023 var til umræðu snjómokstur í Svarfaðardal og Skíðadal, samningar og fyrirkomulag. Einnig til umræðu reynslan af heimreiðamokstri og gildandi reglum sem eru hluti af gildandi viðmiðunarreglum um snjómokstur. Niðurstaða: Lagt fram til kynningar og byggðaráð óskar eftir að viðmiðunarreglur um snjómokstur verði kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins í upphafi næsta árs.Niðurstaða:Til umræðu reglur um snjómokstur sem settar voru í febrúar 2023 samkvæmt minnisblaði frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar. Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sveitarstjóra að fara yfir reglurnar með deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og vísar þeim til afgreiðslu í byggðaráði. Jafnframt leggur umhverfis- og dreifbýlisráð áherslu á að viðmiðunarreglur um snjómokstur verði aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins og auglýstar á samfélagsmiðlum. Samþykkt samhljóð með 4 atkvæðum. "

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum gildandi reglur óbreyttar og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Viðauki við samning við Í Tröllahöndum ehf. um Rima, Sundskála og tjaldsvæði

Málsnúmer 202304074Vakta málsnúmer

Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hildigunnur Jóhannesdóttir, formaður Kvenfélagsins Tilraunar og Jón Haraldur Sölvason, formaður Ungmennafélagsins Þorsteins Svörfuðar kl. 14:27. EKki var mætt frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár. Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1088. fundi byggðaráðs þann 16. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Á 359. fundi sveitarstjórnar þann 6.júní sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1068.fundi byggðaráðs var eftirfarandi bókað: Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Helga Íris Ingólfsdóttir, deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, og Börkur Þór Ottósson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að samningi við Í Tröllahöndum ehf. um leigu á félags- og íþróttahúsinu Rimum, Sundskála Svarfdæla og tjaldsvæðinu við Rima ásamt fylgigögnum. Samningstímabilið er 3 ár og framlengjanlegt um eitt ár í senn allt að tvisvar sinnum. Til umræðu ofangreint. Helga Íris og Börkur Þór viku af fundi kl. 15:15. Niðurstaða: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og verkefnastjóra framkvæmdasviðs að útfæra samninginn í samræmi við umræður á fundi þannig að hann liggi fyrir klár fyrir fund sveitarstjórnar. Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að samningurinn verði gerður til áramóta.Niðurstaða:Til máls tóku: Monika Margrét Stefánsdóttir Sigríður Jódís Gunnarsdóttir Helgi Einarsson Felix R. Felixson Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi samning við Í Tröllahöndum ehf. með breytingu á 7.gr. samningsins sem hljóði svo: leigutími þessa samnings er til 31.12.2023. Sveitarstjóra er falið að undirrita samninginn svo breyttum." Til umræðu áframhaldandi útleiga á ofangreindum eignum þar sem leigusamningur við Í Tröllahöndum ehf. endar 31.12.2023.Niðurstaða:Frestað til næsta fundar."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með aðildarfélögum Rima í desember nk." Til umræðu ofangreint. Hildigunnur og Jón Haraldur viku af fundi kl. 15:05.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að núgildandi samningur við Í Tröllahöndum verði framlengdur um 10 mánuði, ef leigutakinn samþykkir það. Jafnframt leggur byggðaráð til að hafin verði vinna við gerð útboðsgagna vegna útboðs á rekstri á Rimum, Tjaldsvæðinu við Rima og Sundskála Svarfdæla miðað við gildistöku 1. nóvember 2024."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um að núgildandi samningur við Í Tröllahöndum verði framlengdur um 10 mánuði, ef leigutakinn samþykkir það. Jafnframt verði hafin vinna við gerð útboðsgagna vegna útboðs á rekstri á Rimum, Tjaldsvæðinu við Rima og Sundskála Svarfdæla með gildistöku 1. nóvember 2024."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðauki við ofangreindan samning á milli Dalvíkurbyggðar og Í Tröllahöndum ehf. þar sem gert er samkomulag um að framlengja leigusamninginn um 10 mánuði, þ.e. frá 1. janúar 2024 og til og með 31. október 2024. Fyrir liggur samþykki á viðaukanum frá Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni, sbr. rafpóstur frá 27. desember sl.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðauka við samninginn við Í Tröllahöndum og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Frá Innviðaráðuneytinu; Til allra sveitarstjórna - Vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og dóms Héraðsdóms Reykjavíkur

Málsnúmer 202401054Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett þann 9. janúar 2024, þar sem fram kemur að þann 20. desember sl. kvað Héraðsdómur Reykavíkur upp dóm í máli Reykavíkurborgar á hendur íslenska ríkinu vegna Jöfnuanrsjóðs sveitarfélaga. Með dómnum var ríkinu vegna Jöfnunarsjóðs gert að greiða Reykjavíkurborg kr. 3.370.162.909 með vöxtum og dráttarvöxtum. Í stuttu máli taldi Héraðsdómur að gamalt reglugerðarákvæði sem mælti fyrir um að Reykjavíkurborg fengi ekki úthlutað framlögum úr Jöfnunarsjóði vegna reksturs gunnskóla vegna nemenda með íslensku sem annað tungumál uppfyllti ekki lagaáskilnaðarkröfu 2. mgr. 78. gr. stjórnarskrárinnar sem kveður á um að tekjustofnar sveitarfélaga skulu ákveðnir með lögum. Fram kemur að ráðherra hefur að höfðu samráði við ríkislögmann ákveðið að óska eftir því að málinu verði áfrýjað. Í þessu ljósi mun ráðherra ekki beita sér fyrir því að frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga verði afgreitt frá Alþingi á yfirstandandi löggjafarþingi heludr verði beðið með heildarendurskoðunina þar til óvissunni hefur veri eytt. Ráðherra mun hins vegar gaumgæfa öll tilefni til breytingar á núverandi regluverki sem miða að því að styrkja skilvirkni og markvissa framkvæmda úthlutungar í samræmi við lögundið hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

8.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Boðun XXXIX. landsþings sambandsins

Málsnúmer 202401060Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 10. janúar 2024, þar sem boðað er til XXXIX. landsþing sambandsins 14. mars nk. Landsþingið verður haldið í Silfurbergi í Hörpu. að þingingu loknu er áformað að halda aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. á sama stað kl. 16:00.

Landsþingsfulltrúar Dalvíkurbyggðar eru:
Aðalmenn:
Helgi Einarsson (K) helgi.einars@dalvikurbyggd.is
Lilja Guðnadóttir (B) lilja.gudna@dalvikurbyggd.is

Varamenn:
Freyr Antonsson (D) freyr.antonsson@dalvikurbyggd.is
Monika Margrét Stefánsdóttir (B) monika.margret@dalvikurbyggd.is
Lagt fram til kynningar.

9.Frá vinnuhópi; Endurskoðun húsnæðisáætlunar 2024

Málsnúmer 202112032Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga vinnuhóps að endurskoðun Húsnæðisáætlunar Dalvíkurbyggðar .
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi húsnæðisáætlun, með þeim fyrirvara að sveitarstjóra er falið að kanna 2 atriði sem rædd voru á fundinum, og vísar henni til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu.

10.Frá Evanger sf.; Erindi vegna reksturs rafskúta

Málsnúmer 202401012Vakta málsnúmer

Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Evanger sf., dagsett þann 2. janúar sl., er varðar umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrri rafskútur í Dalvíkurbyggð. Þjónustan væri rekin sem sérleyfi undir formerkjum Hopp. Óskað er eftir að gerður sé þjónustusamningur milli Dalvíkurbyggðar og sérleyfishafa um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafskútur á svæðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og umsagna."

Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeim upplýsingum og umsögnum sem hún hefur aflað á milli funda.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði samstarfsyfirlýsing um rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Dalvíkurbyggð við Evanger ehf.

11.Hjarðarslóð 2d- sala á eign

Málsnúmer 202401068Vakta málsnúmer

Til umræðu íbúðir í eigu Dalvíkurbyggðar og sú tillaga að setja Hjarðarslóð 2d á söluskrá.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að Hjarðarslóð 2d verði sett á söluskrá og leitað verði sem fyrr til fasteignasölunnar Hvammur á Akureyri. Eignin verði seld í því ástandi sem hún er.

12.Frá 364. fundi sveitarstjórnar þann 19.12.2023; Heimsókn til Danmerkur á vegum SSNE fyrir kjörna fulltrúa.

Málsnúmer 202311097Vakta málsnúmer

Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1089. fundi byggðaráðs þann 23. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá SSNE; dagsett þann 17. nóvember sl., þar sem fram kemur að í samráði við stjórn SSNE er starfsfólk að skoða möguleikann á að bjóða sveitarfélögunum að senda kjörna fulltrúa sína í kynnisferð á vegum SSNE til Danmerkur 4. - 7. mars 2024. Tilgangur ferðarinnar er að kynnast því hvernig sveitarfélög í Danmörku hafa tekist á við ýmis verkefni sem brenna á sveitarfélögum á Norðurlandi eystra s.s. íbúasamráð, samvinnu sveitarfélaga, samgöngumál og græna umbreytingu, svo dæmi séu tekin. Þessi póstur er til að kanna áhuga sveitarfélaga á þátttöku í slíkri ferð.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu frekari upplýsingar um ferðina, sbr. rafpóstur frá SSNE dagsettur þann 7. desember sl. Á þessu stigi þarf SSNE að fara að greiða staðfestingargjald fyrir flug og festa gistingu og því þarf SSNE að fá fjölda þátttakenda á hreint. Gert er ráð fyrir kostnaði per mann að upphæð kr. 170.000 - kr. 190.000 - þ.e. flug frá Keflavík, gisting og rútuferðir. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að vísa umfjöllun og afgreiðslu til sveitarstjórnar.
Til máls tók:
Freyr Antonsson, sem leggur til að þessum lið verði vísað til frekari umræðu í byggðaráði.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."
Á 59.stjórnarfundi SSNE þann 5.janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Framkvæmdastjóri greindi frá því að sveitarfélögin hefðu almennt tekið jákvætt í hugmyndina um- slíka ferð. Flest mæli þó með því að fresta ferðinni og skoða með beint flug frá Akureyri í huga. Stjórn felur framkvæmdastjóra að vinna málið áfram."

Lagt fram til kynningar.

13.Frá Veiðifélagi Svarfaðardalsár; Athugasemd frá stjórn veiðifélags Svarfaðardalsár

Málsnúmer 202401071Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ákvörðun stjórnar Veiðifélags Svarfaðardalsár að gerð verði atkvæðaskrá fyrir félagið. Bréfið kallar ekki á viðbrögð frá sveitarfélaginu þar sem fulltrúi Dalvíkurbyggðar er formlega valinn hverju sinni og fer þá með atkvæðisrétt sveitarfélagins og umboð til að sitja fundi félagsins fyrir hönd Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að kosinn verði fulltrúi og annar til vara til að sækja fundi Veiðifélags Svarfaðardalsár út kjörtímabilið.

14.Ársreikningur 2022; Samtök sjávarútvegssveitarfélaga

Málsnúmer 202401066Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga fyrir árið 2022.
Lagt fram til kynningar.

15.Fundargerðir Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga 2023; nr.78

Málsnúmer 202301097Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 78 frá 28. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:59.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigríður Jódís Gunnarsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs