Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúast sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Haukur Guðjónsson, verkstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Jón Bjarni Hjaltason, starfsmaður Eigna- og framkvæmdadeildar, Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, og Rúnar Helgi Óskarsson, verkstjóri veitna, kl. 13:15. Við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 þá kom beiðni frá starfsmönnum Framkvæmdasviðs um að settur verði á fjárhagsáætlun kaup á skotbómulyftara en það er mat starfsmanna Veitna, Eigna- og framkvæmdadeildar og Hafnasjóðs að slíkur lyftari myndi nýtast öllum deildum mjög vel. Beiðni um skotbómulyftara á fjárhagsáætlun var hafnað í byggðaráði og sveitarstjórn. Til umræðu ofangreint og almennt hver stefnan á að vera hvað varðar véla-, tækja- og búnaðarkaup fyrir Framkvæmdasviðið vegna starfa og verkefna starfsmanna. Starfsmenn Framkvæmdasviðs leggja áherslu á að keypt verði 6hjól og skotbómulyftari fyrir Framkvæmdasviðið.Niðurstaða:Jón Bjarni, Halla Dögg og Rúnar Helgi viku af fundi kl. 14:01. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela veitustjóra og verkstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að koma með í byrjun næsta árs tillögur ásamt rökstuðningi vegna kaupa á 6hjóli og skotbómulyftara þar sem fram kemur hvaða deildir og/eða málaflokkar framkvæmdasviðsins kæmu til með að kaupa tækin og reka þau. " Með fundarboði fylgdi umbeðinn rökstuðningar, dagsettur þann 9. janúar sl., frá veitustjóra. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi rökstuðning og felur stjórnendum Framkvæmdasviðs að leggja fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2024." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi viðaukabeiðni vegna skotbómulyftara að upphæð kr. 11.816.000 þannig að kr. 6.541.000 fari á lið 32200-11505, kr. 3.165.000 fari á lið 42200-11506 og kr. 2.110.000 fari á lið 482300-11506. Skiptingin er því 50% á Eignasjóð, 30% á Hafnasjóð og 20% á Hitaveitu fyrir hönd veitna. Einnig er óskað eftir kr. 5.058.202 vegna kaupa á sexhjóli fyrir veitur og óskað er eftir viðauka vegna þess á lið 48200-11506. Alls kr. 16.874.202. Halla Dögg vék af fundi kl. 14:41.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð samtals kr. 16.874.202 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela veitustjóra og verkstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að koma með í byrjun næsta árs tillögur ásamt rökstuðningi vegna kaupa á 6hjóli og skotbómulyftara þar sem fram kemur hvaða deildir og/eða málaflokkar framkvæmdasviðsins kæmu til með að kaupa tækin og reka þau.