Byggðaráð

1092. fundur 11. janúar 2024 kl. 13:15 - 17:06 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Helgi Einarsson Formaður byggðaráðs
Dagskrá

1.Gott að eldast - staða mála

Málsnúmer 202310036Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:19.

Í fréttatilkynningu frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Heilbrigðisráðuneytinu þann 10. október sl. kom fram að Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) og Dalvíkurbyggð voru valin til þátttöku í þróunarverkefninu "Gott að eldast" um samþætta heimaþjónustu. Markmið aðgerðarinnar verði að eldra fólk fái markvissa og samfellda þjónustu heim samkvæmt faglegu mati.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/10/10/-Gott-ad-eldast-Sex-heilbrigdisstofnanir-og-22-sveitarfelog-taka-thatt-i-throunarverkefnum/


Sviðsstjóri félagsmálasvið gerði grein fyrir framvindu verkefnisins í samstarfi við HSN og Dalbæ.

Eyrún vék af fundi kl. 13:49.
Byggðaráð þakkar sviðsstjóra fyrir yfirferðina.
Lagt fram til kynningar.

2.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Viðaukabeiðni vegna viðhalds á Krílakoti fyrir fjárhagsárið 2024

Málsnúmer 202312058Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:50.

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 19. desember sl. þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna viðhalds á leikskólanum Krílakoti þar sem ekki náðist að klára viðhald á árinu 2023 samkvæmt samningsupphæð. Óskað er eftir kr. 10.669.000 til að klára verkið og kr. 1.000.000 til viðbótar til að klára vinnu við málningar- og rafvirkjavinnu sem tengjast þessari framkvæmd og voru ekki í samningi. Óskað er því eftir að liður 31120-4610 hækki úr kr. 6.550.000 um kr. 11.669.0000 og verði kr. 18.219.000.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 11.669.000 á lið 31120-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Leikskólalóð á Krílakoti - vinnuhópur- drög að erindisbréfi.

Málsnúmer 202304046Vakta málsnúmer

Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Guðrún Halldóra Jóhannsdóttir, leikskólastjóri á Krílakoti og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fóru yfir stöðuna á verkefninu.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að stýrihópur sem var stofnaður vegna hönnunar á leikskólalóð verði lagður niður og nýr stýrihópur um framkvæmdina verði stofnaður. Lagt er til að hann verði skipaður, sviðsstjóra,leikskólastjóra á Krílakoti,einum starfsmanni Krílakots, Benedikt Snær Magnússon úr fræðsluráði, einn úr byggðaráði og verkstjóri á framkvæmdasviði."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að stýrihópur vegna hönnunar á leikskólalóðinni verði lagður niður og nýr stýrihópur stofnaður um framkvæmdina. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að gert verði erindisbréf fyrir vinnuhópinn sem verði lagt fyrir fræðsluráð og sveitarstjórn til staðfestingar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að erindisbréfi.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að erindisbréfi með þeirri breytingu að annað hvort leikskólastjóri eða aðstoðarleikstjóri eigi sæti í vinnuhópnum sem og enginn kjörinn fulltrúi. Fundargerðir vinnuhópsins og framvinda verkefnisins verði kynnt í fræðsluráði og byggðaráði. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Gjaldfrjáls leikskóli - vinnuhópur - drög að erindisbréfi

Málsnúmer 202311016Vakta málsnúmer

Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember 2023 var eftirfarandi bókað: "Umræður um verkefniðNiðurstaða:Sviðsstjóra fræðslu - og menningarsviðs, falið að afla upplýsinga hjá öðrum sveitarfélögum að sambærilegri stærð. Fræðsluráð leggur til að það verði stofnaður vinnuhópur um verkefnið sem skipaður verður: Leikskólastjórar, varaformaður fræðsluráðs, Snæþór Arnþórsson og sviðsstjóri, sviðsstjóri sér um boða til fundar. Haft verður samráð við foreldraráð í báðum skólunum við vinnu við verkefnið."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu fræðsluráðs um að stofnaður verði vinnuhópur um gjaldfrjálsan leikskóla og að erindisbréf verði lagt fyrir fræðsluráð til umfjöllunar og afgreiðslu og til sveitarstjórnar til staðfestingar."

Með fundarboði fylgdu drög að erindisbréfi fyrir vinnuhópinn.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að erindisbréfi með þeirri breytingu að Helga Lind Sigmundsdóttir, deildarstjóri, taki sæti í vinnuhópnum í stað skólastjóra.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að kjörnir fulltrúar fái greitt fyrir fundarsetu.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Móðurmálskennsla fyrir ÍSAT nemendur í grunnskóla - ósk um viðauka

Málsnúmer 202309054Vakta málsnúmer

Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 288. fundi fræðsluráðs þann 13. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, lagði fram kostnaðaráætlun varðandi móðumálskennslu á pólsku. Einnig er lagt fram drög að samningi við Pólska sendiráðið.Niðurstaða:Fræðsluráð felur sviðstjóra að laga kostnaðargreiningu og að samningstími verði fram í júní og endurkoðun fari fram í maí. Sviðsstjóri leggur samning fyrir byggðaráð eða sveitarstjórn. " Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi: Kostnaðargreining- uppfært. Áætlaður kostnaður miðað við 39 vikur er kr. 1.746.966 og hlutdeild pólska sendiráðsins er kr. 408.330. Minnisblað frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 18. desember 2023. Samningsdrög á milli Dalvíkurbyggðar og pólska sendiráðsins. Samningstíminn er til 1. júní 2024 með möguleika á endurnýjun. Í minnisblaðinu kemur fram að sviðsstjóri leggur til að verkefnið verði samþykkt. Ekki sé gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2024 og því muni sviðsstjóri óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 á nýju ári.Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til miðað verði við 22 vikur í stað 39 vikur í samræmi við afgreiðslu fræðsluráðs og kostnaðargreiningin taki mið af því. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreint verkefni og fyrirliggjandi samningsdrög með gildistíma til 1. júní 2024. Endurskoðun og framhald samnings verði lokið eigi síðar en maí 2024. Sveitarstjórn samþykkir að fela sviðsstjóra að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 755.128 sem er kostnaður við samning í 22 vikur. "

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 8. janúar 2024, þar sem hann óskar eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 755.128 á deild 04010 - skólaskrifstofu, og lið 4396.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauka nr. 2 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 755.128 á lið 04010-4396 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

6.Loftgæði í Ráðhúsi Dalvíkur

Málsnúmer 202312063Vakta málsnúmer

Tekið fyrir loftgæðarannsókn frá Eflu, sbr. minnisblað dagsett þann 14. desember sl. Settir voru upp loftgæðamælar þann 18. október sl. í mismunandi rýmum á Skristofum Dalvíkurbyggðar í Ráðhúsi Dalvíkur. Settir voru upp 5 síritar sem söfnuðu gögnum um koltvísýringsinnihlad, hitastig og rakstig til 9. nóvember sl.

Niðurstaðan gefur til kynna að loftgæði innanhúss er verulega ábótavant. Veruleg koltvísýringsuppsöfnun á sér stað þar sem gildi fara daglega yfir skammtímahámark. Almennt er fullum loftskiptum ekki náð á milli daga sem bendir til að náttúruleg loftræsting svo sem opnanleg fög uppfyllir ekki þörf notenda. Meðalhiti rýmanna er undir viðmiði reglugerðar og er hitareglun hússins óstöðug sem stuðlar að óþægindum notenda.

Á viðhaldsáætlun Eignasjóðs fyrir árið 2024 er gert ráð fyrir kr. 3.000.000 vegna loftræstingar og kr. 500.000 vegna rafstýringa á gluggum í Þjónustuveri.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að óskað hefur verið eftir við Eignasjóð um úrbætur vegna skorts á loftræstingu á Skrifstofum Dalvíkurbyggðar í tengslum við vinnu við fjárhagsáætlun í mörg undanfarin ár. Málið var til dæmis skoðað árið 2006 og ræddar hugmyndir um úrbætur.

Gísli vék af fundi kl. 14:10.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til Framkvæmdasviðs til skoðunar og úrvinnslu með því markmiði að fá tillögur að lausnum.

7.Frá SSNE; Viðbygging fyrir verknámsaðstöðu VMA; samningur

Málsnúmer 202312065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 22. desember 2023, þar sem meðfylgjandi er formlegt erindi eftir fund vegna viðbyggingar við VMA vegna starfsnámsskóla. Fram kemur að mikilvægt er að gengið verið frá meðfylgjandi samningi við sveitarfélögin svo að málið geti haldið áfram. Kostnaðaráætlun er að mjög breiðu bili en sveitarfélögin munu eiga fulltrúa þegar kemur að því að samþykkja tilboð.

Í samningsdrögum er gert ráð fyrir að sveitarfélögin við Eyjafjörð greiði 40% af stofnkostnaði við fyrirhugaða viðbyggingu fyrir verknámsaðstöðu við VMA, þar af hlutdeild Dalvíkurbyggðar kr. 2,867%.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð taki þátt í verkefninu og felur sveitarstjóra að vinna áfram að málinu.

8.Frá 156. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 09.01.2024; Drög að samningum við íþrótta- og æskulýðsfélög

Málsnúmer 202304162Vakta málsnúmer

Lilja Guðnadóttir vék af fundi undir þessum lið kl. 14:17 vegna vanhæfis.

Á 156.fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 9. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram drög að samningu við íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð og UMSE yfir árið 2024.Niðurstaða:Íþrótta- og æsklulýðsráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum samningana eins og þeir liggja fyrir og vísar þeim til Byggðaráðs og sveitarstjórnar til samþykktar. Allar tölur í samningunum er búið að gera ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu ofangreind samningsdrög fyrir árið 2024 við eftirtalin félög:
Golfklúbburinn Hamar, samningsfjárhæð kr. 22.236.164.
Ungmennafélag Svarfdæla, samningsfjárhæð kr. 29.995.000 - skipt niður á deildir innan félagsins.
Ungmennasamband Eyjafjarðar kr. 1.490.000.
Skíðafélag Dalvíkur kr. 38.020.331.
Ungmennafélagið Þorsteinn Svörfuður kr. 600.000.
Blakfélagið Rimar kr. 450.000.
Sundfélagið Rán kr. 1.320.000
Ungmennafélagið Reynir kr. 2.800.000.
Hestamannafélagið Hringur kr. 4.900.000.

Samtals kr. 101.811.495 styrkir á árinu 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum ofangreind samningsdrög og vísar þeim til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar, Lilja Guðnadóttir tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

9.Frá framkvæmdasviði; Rökstuðningur vegna skotbómulyftara og sexhjóls

Málsnúmer 202312018Vakta málsnúmer

Lilja Guðnadóttir kom inn á fundinn að nýju kl. 14:26.

Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Haukur Guðjónsson, verkstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar, Jón Bjarni Hjaltason, starfsmaður Eigna- og framkvæmdadeildar, Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri, og Rúnar Helgi Óskarsson, verkstjóri veitna, kl. 13:15. Við vinnu við fjárhagsáætlun 2024 og þriggja ára áætlun 2025-2027 þá kom beiðni frá starfsmönnum Framkvæmdasviðs um að settur verði á fjárhagsáætlun kaup á skotbómulyftara en það er mat starfsmanna Veitna, Eigna- og framkvæmdadeildar og Hafnasjóðs að slíkur lyftari myndi nýtast öllum deildum mjög vel. Beiðni um skotbómulyftara á fjárhagsáætlun var hafnað í byggðaráði og sveitarstjórn. Til umræðu ofangreint og almennt hver stefnan á að vera hvað varðar véla-, tækja- og búnaðarkaup fyrir Framkvæmdasviðið vegna starfa og verkefna starfsmanna. Starfsmenn Framkvæmdasviðs leggja áherslu á að keypt verði 6hjól og skotbómulyftari fyrir Framkvæmdasviðið.Niðurstaða:Jón Bjarni, Halla Dögg og Rúnar Helgi viku af fundi kl. 14:01. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fela veitustjóra og verkstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að koma með í byrjun næsta árs tillögur ásamt rökstuðningi vegna kaupa á 6hjóli og skotbómulyftara þar sem fram kemur hvaða deildir og/eða málaflokkar framkvæmdasviðsins kæmu til með að kaupa tækin og reka þau. "

Með fundarboði fylgdi umbeðinn rökstuðningar, dagsettur þann 9. janúar sl., frá veitustjóra.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi rökstuðning og felur stjórnendum Framkvæmdasviðs að leggja fram beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2024.

10.Fiskidagurinn mikli 2023 - greiðsla á styrk

Málsnúmer 202309017Vakta málsnúmer

Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá stjórn Fiskidagsins mikla og framkvæmdastjóri; Guðmundur St. Jónsson, Sigurður Jörgen Óskarsson og Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri, kl. 13:15. Til umræðu Fiskudagurinn mikli 2023, hvernig til tókst og framhaldið. Guðmundur St., Sigurður Jörgen, og Júlíus viku af fundi kl. 14:03.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar stjórn Fiskidagins mikla og framkvæmdastjóra fyrir komuna. Lagt fram til kynningar."

Á 362. fundi sveitarstjórnar þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi rafpóstur frá stjórn Fiskidagsins mikla, dagsettur þann 5. nóvember sl., þar sem meðfylgjandi er yfirlýsing frá framkvæmdastjóra Fiskidagsins mikla fyrir hönd stjórnar. Fram kemur m.a. að tekin hefur verið ákvörðun um að Fiskidagurinn mikli á Dalvík heyrir sögunni til og gert er grein fyrir á hvaða forsendum sú ákvörðun er tekin.
Til máls tók:

Forseti sveitarstjórnar sem leggur fram eftirfarandi bókun.

"Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar þakkar stjórn Fiskidagsins Mikla fyrir samstarfið gegnum árin. Fiskidagurinn Mikli hefur á undanförnum árum bætt ímynd Dalvíkurbyggðar, verið stolt íbúa, glatt fjölmarga gesti, endurspeglað fjölbreytt menningarlíf og vakið athygli á gestrisni íbúa.
Starfsfólk og íbúar Dalvíkurbyggðar hafa lagt til óteljandi stundir til að gera hátíðina sem best úr garði gerða. Við það bætist vinir og gestir Fiskidagsins, fjölmargir bakhjarlar, styrktaraðilar og fyrirtæki. Sameiginlega gerðum við hátíðina þá stærstu á Íslandi. Dalvíkurbyggð mun sakna þess krafts, samheldni og kærleiks sem fylgdi Fiskideginum Mikla. Þakkir fá allir sem komu að eða heimsóttu Dalvíkurbyggð í 20 skipti Fiskidagsins Mikla.
Sérstakar þakkir færum við ykkur, Júlíus Júlíusson, Þorsteinn Már Aðalsteinsson, Óskar Óskarsson, Guðmundur St. Jónsson, Sigurður Jörgen Óskarsson og Gunnar Aðalbjörnsson, fyrir styrka stjórn og ómælda vinnu við þessa stórmerkilegu hátíð Fiskidaginn Mikla.
Í þakklætisskyni vill sveitarstjórn fá ykkur til samstarfs um að reisa minnisvarða um Fiskidaginn Mikla sem reistur yrði og afhjúpaður 2024."


Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar."

Til umræðu samskipti við framkvæmdastjóra og stjórn Fiskidagsins mikla eftir að það lá fyrir að Fiskidagurinn mikli heyrir sögunni til varðandi uppgjör og frágang félagsins.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að vinna áfram að málinu og leggja fyrir næsta fund byggðaráðs drög að samkomulagi við stjórn Fiskidagsins mikla um uppgjör og frágang á félaginu.

11.Frá framkvæmdastjórn; Verkfallslisti 2024 - tillaga

Málsnúmer 202312016Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga framkvæmdastjórnar að auglýsingu að skrá yfir störf sem verkfall nær ekki yfir.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti að skráin er í umsagnarferli hjá stéttarfélögum eftir því sem við á og gerði grein fyrir þeim viðbrögðum sem hafa komið það sem af er.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að verkfallslista og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

12.Fundagerðir Starfs- og kjaranefndar 2023 - fundur frá 06.12.2023

Málsnúmer 202301116Vakta málsnúmer

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundargerð starfs- og kjaranefndar frá 6. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa - drög

Málsnúmer 202401035Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ný tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar.

Drögin hafa fengið umsögn framkvæmdastjórnar og ekki komu fram athugasemdir.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samþykktinni með breytingu á 1. mgr.í 13. lið og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

14.Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2023 - endanleg

Málsnúmer 202401013Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs yfir endanleg framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2023 samkvæmt fréttatilkynningum frá Innviðaráðuneytinu þann 29. desember sl.

Hækkun er kr. -71.651.101 vegna framlaga og munar þar mest um útgjaldajöfnunarframlag að upphæð kr. -65.528.519. Einnig er framlag vegna NPA samninga að upphæð kr. -16.733.844. Alls kr. -88.384.945.
Lagt fram til kynningar.

15.Frá Norðurböðum hf., drög að kaupsamningi um hlutafé Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum hf.

Málsnúmer 202311053Vakta málsnúmer

Á 364. fundi sveitarstjórnar þann 19. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1090. fundi byggðaráðs þann 7. desember sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá Norðurböðum hf., dagsett þann 29. nóvember sl., þar sem fram kemur að stjórn Norðurbaða hefur falið Garðari G. Gíslasyni, lögmanni hjá IUS lögmannastofu, að upplýsa hluthafa í félaginu um þá fyrirætlan stjórnar félagsins að nýta heimild í grein 2.04 í samþykktum félagsins til kaupa á eigin hlutum, standi vilji hluthafa til þess að selja hluti sína. Hafi Dalvíkurbyggð sem hluthafi í Norðurböðum hf. hug á því að selja hlut sinn í félaginu á þeim kjörum sem fram koma í erindinu þá er þess vinsamlega óskað að áhuga þar að lútandi verði komið á framfæri við undirritaðan lögmann. Eignarhluti Dalvíkurbyggðar er 0,9% skv. ársreikningi sveitarfélagsins 2022 og bókfært verð kr. 12.179.000.Niðurstaða:Byggðaráð samþykktir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð komi á framfæri áhuga sínum um sölu á eignarhluta sínum í Norðurböðum ehf. samkvæmt ofangreindu erindi."Niðurstaða:Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og tillögu um að Dalvíkurbyggð komi á framfæri áhuga sínum á sölu eignarhluta Dalvíkurbyggðar í Norðurböðum ehf. "

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi drög að kaupsamningi á milli Norðurbaða hf. og Dalvíkurbyggðar um sölu Dalvíkurbyggðar á hlutfé sínu til Norðurbaða hf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð gangi að ofangreindu tilboði frá Norðurböðum skv. fyrirliggjandi kaupsamningi.

16.Íbúafundir 2024

Málsnúmer 202401049Vakta málsnúmer

a) Kynning á fjárhagsáætlun
b) Fleira


Til umræðu áformaðir íbúafundir á árinu 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að haldinn verði íbúafundur þriðjudaginn 30. janúar nk. um fjárhagsáætlun og skipulagslýsingar.

17.Endurskoðun húsnæðisáætlunar; stafræn húsnæðisáætlun

Málsnúmer 202112032Vakta málsnúmer

Frestað.

18.Frá 16. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 05.01.2024; Snjómokstur í Svarfaðardal og Skíðadal - samningur fyrirkomulag

Málsnúmer 202312040Vakta málsnúmer

Á 1091. fundi byggðaráðs þann 14. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu snjómokstur í Svarfaðardal og Skíðadal, samningar og fyrirkomulag. Einnig til umræðu reynslan af heimreiðamokstri og gildandi reglum þar um sem eru hluti af gildandandi viðmiðunarreglum um snjómokstur. Haukur vék af fundi kl. 14:26.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og byggðaráð óskar eftir að viðmiðunarreglur um snjómokstur verði kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins í upphafi næsta árs."

Á 16. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 5. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1091.fundi byggðaráðs þann 14.desember 2023 var til umræðu snjómokstur í Svarfaðardal og Skíðadal, samningar og fyrirkomulag. Einnig til umræðu reynslan af heimreiðamokstri og gildandi reglum sem eru hluti af gildandi viðmiðunarreglum um snjómokstur. Niðurstaða: Lagt fram til kynningar og byggðaráð óskar eftir að viðmiðunarreglur um snjómokstur verði kynntar á heimasíðu sveitarfélagsins í upphafi næsta árs.Niðurstaða:Til umræðu reglur um snjómokstur sem settar voru í febrúar 2023 samkvæmt minnisblaði frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar. Umhverfis- og dreifbýlisráð felur sveitarstjóra að fara yfir reglurnar með deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar og vísar þeim til afgreiðslu í byggðaráði. Jafnframt leggur umhverfis- og dreifbýlisráð áherslu á að viðmiðunarreglur um snjómokstur verði aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins og auglýstar á samfélagsmiðlum. Samþykkt samhljóð með 4 atkvæðum. "

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar.

19.Frá stjórn Dalbæjar; beiðni um fjármagn til burðaþolsmælingar.

Málsnúmer 202312056Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Benedikt Snæ Magnússyni, formanni stjórnar Dalbæjar fyrirhönd stjórnar, dagsett þann 18. desember sl, þar sem
a) óskað er eftir kr. 800.000 vsk fjármagni frá Dalvíkurbyggð til að kaupa vinnu við að gera burðarþolsmælingar á húsnæði Dalbæjar vegna þeirra hugmynda að hvort möguleikis é að bæta við þriðju hæðinni á húsið.
b) óskað er eftir því að Dalvíkurbyggð komi að stofnun stýrihóps sem myndi leiða áfram vinnu varðandi þær hugmyndir að bætt verði við einni hæð ofan á húsnæði Dalbæjar, auk þess að bætt yrði við byggingarreitur vestan við núverandi húsnæði svo að húsin myndu mynda einskonar U á lóðinni. Stjórnin hefur hug á því að vinna að framtíðarskipulagi Dalbæjar, skipuleggja lóð og svæði fyrir heimilið. Ástæða þess er að Dalbær hefur ekki yfir að ráða starfsmönnum sem geta leitt þessa vinnu einir og sér.

Tillögur stjórnar Dalbæjar að fulltrúum í stýrihóp eru: Benedikt Snær Magnússon, formaður stjórnar, Rúna Kristín Sigurðardóttir, varaformaður stjórnar, Elísa Rún Ingvarsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri Dalbæjar.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir að fresta frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar og leggur til við forsvarsmenn Dalbæjar að kannað verði hvort einhverjar upplýsingar / gögn um burðarþol þaksins liggi fyrir frá því að farið var í endurbætur á þakinu .

20.Frá SSNE; Erindi vegna lagareldis

Málsnúmer 202312064Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá SSNE, dagsett þann 15. desember sl., þar sem bent er á að frumvarp til laga um lagareldi er í Samráðsgáttinni. Þar er meðal annars lagt til að friða Eyjafjörðinn og Öxarfjörinn alfarið fyrir öllu lagareldi. Fram kemur að gagnlegt færi að heyra frá sveitarfélögum hver afstaða þeirra er gagnvart frumvarpinu með það í huga þá hvort það sé efni til að SSNE skili inn umsögn. Í erindi SSNE frá 21. desember sl. kemur fram að ljóst er að sveitarfélögin á Norðurlandi eystra hafa ólíka afstöðu til frumvarpsins og mun SSNE því ekki senda inn umsögn en athygli sveitarstjórn er vakin á því að umsagnarfrestur rann út 10. janúar sl.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jafnframt til upplýsingar umsögn frá stjórn Samtaka sjávarútvegssveitarfélga, dagsett þann 2. janúar sl.
Lagt fram til kynningar.

21.Frá Evanger sf.; Erindi vegna reksturs rafskúta

Málsnúmer 202401012Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Evanger sf., dagsett þann 2. janúar sl., er varðar umsókn um leyfi fyrir rekstri á stöðvalausri deilileigu fyrri rafskútur í Dalvíkurbyggð. Þjónustan væri rekin sem sérleyfi undir formerkjum Hopp. Óskað er eftir að gerður sé þjónustusamningur milli Dalvíkurbyggðar og sérleyfishafa um leyfi til reksturs og þróunar á deilileigu fyrir rafskútur á svæðinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga og umsagna.

22.Frá Arctic Hydro hf.; Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal

Málsnúmer 202401017Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Eflu fyrir hönd Arctic Hydro hf., dagsett þann 21. desember 2023, þar sem óskað er eftir því að fá kynningarfund með Dalvíkurbyggð þar sem kynnt verða áform um fyrirhugaða Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal. Í kynningunni verður farið yfir tilhögun virkjunarinnar, þá forhönnun og samráð sem hefur átt sér stað, skipulagsmál, framkvæmdaraðila, reynslu af sambærilegum verkum og helstu umhverfisáhrif.


Sveitarstjóri upplýsti að lagt er til að forsvarsmenn fyrirtækisins komi á fund byggðaráðs í næstu viku.

23.Selárland - uppbyggingarsvæði; tillögur

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 361. fundi sveitarstjórnar þann 19. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1079. fundi byggðaráðs þann 7. september sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1078. fundi byggðaráðs þann 31. ágúst sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1075. fundi byggðaráðs þann 27. júlí sl. samþykkti byggðaráð samhljóða með 3 atkvæðum að auglýsa hluta úr Selárlandinu sem þróunarsvæði og felur sveitarstjóra að vinna að minnisblaði fyrir byggðaráð. Mál 202306065. Tekið fyrir minnisblað sveitarstjóra er varðar þróunarreit ofan Hauganess, dagsett þann 30. ágúst 2023. Katrin Sif vék af fundi undir þessum lið kl. 16:13. Lagt fram til kynningar og málið verður tekið áfram til umfjöllunar á næsta fundi." Sveitarstjóri gerði grein fyrir þeirri vinnu sem átt hefur sér stað frá síðasta fundi um ýmis álitaefni.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu máli og tillögu að auglýsingu eins og hún liggur fyrir til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."Niðurstaða:Til máls tók: Freyr Antonsson, sem leggur til að sveitarstjórn samþykki meðfylgjandi tillögu að auglýsingu og felur sveitarstjóra að auglýsa hluta úr landi Selár sem þróunarsvæði sem og að sveitarstjórn samþykki að auglýsingin verði kynnt á íbúafundi í Árskógi. Sveitarstjóra sé falið að finna dagsetningu fyrir fundinn. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta."

Frestur til að að skila inn tillögur var til og með 8. janúar sl.
Einn tillaga barst og er hún frá Ektaböðum ehf í samstarfi við Nordic arkitekta.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að gerð verði viljayfirlýsing við Ektaböð ehf. um ofangreint verkefni.

24.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsagnarbeiðni tækifærisleyfi - þorrablót í Árskógi

Málsnúmer 202401024Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlanid eystra, dagsett þann 4. janúar 2024, þar sem óskað er umsagnar um umsókn um tækifærisleyfi frá Þorrablótsnefnd Árskógsstrandar vegna þorrablóts í Árskógi þann 3. febrúar nk. Óskað er umsagnar sveitarstjórnar, heilbrigðiseftirlits, slökkviliðs og lögreglu.

Fyrir liggur jákvæð umsögn frá slökkviliðsstjóra.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að ofangreint leyfi sé veitt með fyrirvara um umsögn frá Heilbrigiðseftirliti Norðurlands eystra.

25.Frá nefndasviði Alþingis; Til umsagnar 27. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis

Málsnúmer 202401014Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis, dagsettur þann 3. janúar sl., þar sem Velferðarnefnd Alþingis sendirtil umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010 (málsmeðferð og skilyrði), 27. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 17. janúar nk.
Lagt fram til kynningar.

26.Frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga; Fundargerðnr. 940

Málsnúmer 202301152Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 940 frá 15. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

27.Frá SSNE, fundargerðir stjórnar nr. 56, 57 og 58.

Málsnúmer 202301151Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir stjórnar SSNE nr. 56, 57 og 58.
Lagt fram til kynningar.

28.Frá Samtökum sjávarútvegssveitarfélaga; Fundargerð stjórnar 2023

Málsnúmer 202301097Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga nr. 77 frá 13. desember sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:06.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Helgi Einarsson Formaður byggðaráðs