Á 365. fundi sveitarstjórnar þann 23. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Með fundarboði byggðaráðs fylgdi ný tillaga sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa Dalvíkurbyggðar. Drögin hafa fengið umsögn framkvæmdastjórnar og ekki komu fram athugasemdir.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi drög að samþykktinni með breytingu á 1. mgr.í 13. lið og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."Niðurstaða:Til máls tóku: Kristinn Bogi Antonsson. Freyr Antonsson. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að samþykkt um starfskjör, laun og þóknanir kjörinna fulltrúa í Dalvíkurbyggð."
Á fundinum var farið fyrir tillögu að breytingum / leiðréttingum á ofangreindu þannig að liðurinn að aðalmenn í byggðaráði fái 3% af þingfararkaupi fyrir hvern fund falli út.
Til umræðu ofangreint.