Á 1092. fundi byggðaráðs þann 11. janúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kl. 13:50. Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 19. desember sl. þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna viðhalds á leikskólanum Krílakoti þar sem ekki náðist að klára viðhald á árinu 2023 samkvæmt samningsupphæð. Óskað er eftir kr. 10.669.000 til að klára verkið og kr. 1.000.000 til viðbótar til að klára vinnu við málningar- og rafvirkjavinnu sem tengjast þessari framkvæmd og voru ekki í samningi. Óskað er því eftir að liður 31120-4610 hækki úr kr. 6.550.000 um kr. 11.669.0000 og verði kr. 18.219.000.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2024, að upphæð kr. 11.669.000 á lið 31120-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.