Gott að eldast - staða mála

Málsnúmer 202310036

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 1092. fundur - 11.01.2024

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:19.

Í fréttatilkynningu frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu og Heilbrigðisráðuneytinu þann 10. október sl. kom fram að Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) og Dalvíkurbyggð voru valin til þátttöku í þróunarverkefninu "Gott að eldast" um samþætta heimaþjónustu. Markmið aðgerðarinnar verði að eldra fólk fái markvissa og samfellda þjónustu heim samkvæmt faglegu mati.

https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2023/10/10/-Gott-ad-eldast-Sex-heilbrigdisstofnanir-og-22-sveitarfelog-taka-thatt-i-throunarverkefnum/


Sviðsstjóri félagsmálasvið gerði grein fyrir framvindu verkefnisins í samstarfi við HSN og Dalbæ.

Eyrún vék af fundi kl. 13:49.
Byggðaráð þakkar sviðsstjóra fyrir yfirferðina.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 276. fundur - 13.02.2024

Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri félagsmálasviðs fór yfir stöðuna á verkefninu Gott að eldast sem Dalvíkurbyggð er þátttakandi í ásamt HSN og dvalarheimilinu Dalbæ.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 278. fundur - 14.05.2024

Félagsmálastjóri kynnti fyrir nefndarmönnum hver staðan væri á verkefninu og hugsanlegum næstu skrefum.
Félagsmálaráð lýsir ánægju með framvindu verkefnisins Gott að eldast í Dalvíkurbyggð og sér fram á ótal tækifæri með aukinni þjónustu fyrir aldraða og önnur sem nýta þjónustuna. Félagsmálaráð vonast til að hægt verði að koma verkefninu af stað sem fyrst.

Byggðaráð - 1108. fundur - 23.05.2024

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:20.

Á 278. fundi félagsmálaráðs þann 14. maí sl. var eftirfarandi bókað:
"Félagsmálastjóri kynnti fyrir nefndarmönnum hver staðan væri á verkefninu og hugsanlegum næstu skrefum. Niðurstaða:Félagsmálaráð lýsir ánægju með framvindu verkefnisins Gott að eldast í Dalvíkurbyggð og sér fram á ótal tækifæri með aukinni þjónustu fyrir aldraða og önnur sem nýta þjónustuna. Félagsmálaráð vonast til að hægt verði að koma verkefninu af stað sem fyrst. "

Sviðsstjóri félagsmálasviðs gerði grein fyrir ofangreindu verkefni og stöðu mála.

Eyrún vék af fundi kl. 14:52.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 279. fundur - 11.06.2024

Lagt fram til kynningar fyrirmyndir af handbók og þjónustusamningi sem Dalvíkurbyggð, Dalbær og HSN þurfa að gera með sér fyrir okkar þjónustusvæði í verkefninu Gott að eldast. Fyrirmyndir frá verkefnastýrum Gott að eldast. Á næstu dögum og vikum munu fyrrgreindir aðilar gera slíka handbók og samning fyrir okkar svæði, sem verður kynnt í félagsmálaráði á næsta fundi ráðsins.
Lagt fram til kynningar.

Byggðaráð - 1111. fundur - 13.06.2024

Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:15.

Á 279. fundi félagsmálaráðs þann 11. júní sl. var efirfarandi bókað:
"Lagt fram til kynningar fyrirmyndir af handbók og þjónustusamningi sem Dalvíkurbyggð, Dalbær og HSN þurfa að gera með sér fyrir okkar þjónustusvæði í verkefninu Gott að eldast. Fyrirmyndir frá verkefnastýrum Gott að eldast. Á næstu dögum og vikum munu fyrrgreindir aðilar gera slíka handbók og samning fyrir okkar svæði, sem verður kynnt í félagsmálaráði á næsta fundi ráðsins. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög / hugmynd að samkomulagi um samþætta heimaþjónustu á milli HSN, Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar og drög/ hugmynd að þjónustusamningi um rekstur heimastuðnings.

Til umræðu ofangreint.

Eyrún vék af fundi kl. 14:25.

Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 280. fundur - 10.09.2024

Lagðir voru fram til kynningar og umræðu drög að þjónustusamningum um samþættan heimastuðning á milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Dalvíkurbyggð og Dalbæ annars vegar og hins vegar drög að samkomulagi um samþætta heimaþjónustu á milli sömu aðila. Einnig voru kynnt drög að handbók um samþættingu á þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Félagsmálaráð vísar þjónustusamningnum til sveitastjórnar til samþykktar.

Sveitarstjórn - 371. fundur - 17.09.2024

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl.16:39.

Á 280. fundi félagsmálaráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lagðir voru fram til kynningar og umræðu drög að þjónustusamningum um samþættan heimastuðning á milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Dalvíkurbyggð og Dalbæ annars vegar og hins vegar drög að samkomulagi um samþætta heimaþjónustu á milli sömu aðila. Einnig voru kynnt drög að handbók um samþættingu á þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og umræðu. Félagsmálaráð vísar þjónustusamningnum til sveitastjórnar til samþykktar. "
Til máls tóku:
Freyr Antonsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til ferkari umfjöllunar og að fundinn verði fundartími með aðilum Gott að eldast verkefnisins.
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Byggðaráð - 1122. fundur - 26.09.2024

Á 280. fundi félagsmálaráðs þann 10. september sl. var eftirfarandi bókað:
Lagðir voru fram til kynningar og umræðu drög að þjónustusamningum um samþættan heimastuðning á milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Dalvíkurbyggð og Dalbæ annars vegar og hins vegar drög að samkomulagi um samþætta heimaþjónustu á milli sömu aðila. Einnig voru kynnt drög að handbók um samþættingu á þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins.
Niðurstaða: Lagt fram til kynningar og umræðu. Félagsmálaráð vísar þjónustusamningnum til sveitastjórnar til samþykktar.

Á 371.fundi sveitarstjórnar þann 17. september sl. var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku: Freyr Antonsson sem leggur til að þessum lið verði vísað til byggðaráðs til ferkari umfjöllunar og að fundinn verði fundartími með aðilum Gott að eldast verkefnisins.
Lilja Guðnadóttir.
Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

Sveitarstjóri greindi frá fundi sem haldinn var í gær, miðvikudag 25.september, í verkefnastjórn verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

Félagsmálaráð - 282. fundur - 08.10.2024

Lögð voru fram drög að þjónustusamningi um rekstur heimastuðnings milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar hins vegar.
Félagsmálaráð samþykkir samninginn með fimm greiddum atkvæðum.

Þar sem Dalbæ er nú ætlað stærra hlutverk við þjónustu íbúa sveitarfélagsins óskar ráðið eftir að aðrir samningar sem eru í gildi á milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar verði yfirfarnir. Félagsmálaráð vísar málinu til Byggðaráðs.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 282. fundi félagsmálaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð voru fram drög að þjónustusamningi um rekstur heimastuðnings milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar hins vegar.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir samninginn með fimm greiddum atkvæðum."
Þar sem Dalbæ er nú ætlað stærra hlutverk við þjónustu íbúa sveitarfélagsins óskar ráðið eftir að aðrir samningarsem eru í gildi á milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar verði yfirfarnir. Félagsmálaráð vísar málinu til Byggðaráðs."
Til máls tóku:
Lilja Guðnadóttir.
Freyr Antonsson sem leggur til að byggðaráði sé falið að endurskoða samninga milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar og leggja fyrir fund sveitarstjórnar í nóvember.

Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi um rekstur heimastuðnings milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu félagsmálaráðs og forseta sveitarstjórnar um að byggðaráði sé falið að endurskoða samninga milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar og leggja fyrir fund sveitarstjórnar í nóvember eða desember.

Byggðaráð - 1129. fundur - 31.10.2024

Á 372. fundi sveitarstjórnar þann 22. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 282. fundi félagsmálaráðs þann 8. október sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð voru fram drög að þjónustusamningi um rekstur heimastuðnings milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar hins vegar.
Niðurstaða : Félagsmálaráð samþykkir samninginn með fimm greiddum atkvæðum."
Þar sem Dalbæ er nú ætlað stærra hlutverk við þjónustu íbúa sveitarfélagsins óskar ráðið eftir að aðrir samningar sem eru í gildi á milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar verði yfirfarnir. Félagsmálaráð vísar málinu til Byggðaráðs."
Niðurstaða : Til máls tóku:
Lilja Guðnadóttir.
Freyr Antonsson sem leggur til að byggðaráði sé falið að endurskoða samninga milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar og leggja fyrir fund sveitarstjórnar í nóvember.
Fleiri tóku ekki til máls.
a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi drög að þjónustusamningi um rekstur heimastuðnings milli Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu félagsmálaráðs og forseta sveitarstjórnar um að byggðaráði sé falið að endurskoða samninga milli Dalbæjar og Dalvíkurbyggðar og leggja fyrir fund sveitarstjórnar í nóvember eða desember."
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela fjármála- og stjórnsýslusviði að taka saman upplýsingar um kostnað vegna vinnu fyrir Dalbæ vegna bókhalds og launa.

Félagsmálaráð - 285. fundur - 11.02.2025

Sviðsstjóri félagsmálasviðs fór yfir stöðuna á verkefninu Gott að eldast. En í nóvember sl. var undirritaður samningur þess efnis að Dalbær tekur yfir rekstur heimilisþjónustu og heimahjúkrunar undir merkjum þróunarverkefnisins "Gott að eldast". Þróunarverkefni þetta er hluti af aðgerðaráætlun á vegum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis og Heilbrigðisráðuneytis um þjónustu við eldra fólk. Samþætting í félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir aldraða í aldraða í heimahúsum er einn liður í aðgerðaráætluninni og voru valin nokkur svæði á landinu til að taka þátt í þróun samþættrar heimaþjónustu. Lykilatriði samþættingarinnar er að reksturinn sé á einni hendi og hér á okkar svæði varð niðurstaðan sú að samið var við Dalbæ um þennan rekstur.
Tilgangur og markmið verkefnisins eru fyrst og fremst að samþætta þá þjónustu og stuðning sem aldraðir eiga kost á í heimahúsum, einfalda boðleiðir, vinna að betri nýtingu mannauðs, endurskoða verkferla og vinnulag, vinna að aukinni nýtingu velferðatækni og ýta undir og styðja sjálfsbjargargetu, virkni og ábyrgð einstaklinganna.
Nýja samþætta heimaþjónustan tók formlega til starfa 1. febrúar undir nafninu heimastuðningur Dalvíkurbyggðar. Stjórnendateymi Heimastuðnings eru: Guðrún Magnúsdóttir hjúkrunarfræðingur og dfeildarstjóri, Kristín Heiða Halldórsdóttir, iðjuþjálfi og stjórnandi heimaendurhæfingar og Ingunn Magnúsdóttir, tengiráðgjafi. Með þeim starfar svo hópur starfsmanna sem flestir voru starfsmenn félagsþjónustu og sinntu störfum í heimilisþjónustu.
Markmið Heimastuðnings er að stuðla að auknum lífsgæðum eldri borgara Dalvíkurbyggðar, tryggja samfellu í þjónustu og einfaldar boðleiðir. Að geta veitt kvöld- og helgarþjónustu og hafa möguleika á næturþjónustu. Að nýta mannauðinn betur með aukinni teymisvinnu, samvinnu og endurskipulagi á verkferlum. Auka samstarf við dagdvölina á Dalbæ og vinna að því að rjúfa einangrun eldra fólks og viðhalda sjálfstæði þeirra. Að nýta velferðartækni til að auka sjálfstæði og öryggi. Einnig að þróa breyttar áherslur í stuðningsþjónustu, ýta undir virkni og sjálfsbjargargetu með aukinni áherslu á endurhæfingu og eflingu sjálfshjálpar og sjálfstæðis. Og að vinna að forvörnum með fræðslu, ráðgjöf og stuðningi.
Lagt fram til kynningar.