Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 14:15.
Á 279. fundi félagsmálaráðs þann 11. júní sl. var efirfarandi bókað:
"Lagt fram til kynningar fyrirmyndir af handbók og þjónustusamningi sem Dalvíkurbyggð, Dalbær og HSN þurfa að gera með sér fyrir okkar þjónustusvæði í verkefninu Gott að eldast. Fyrirmyndir frá verkefnastýrum Gott að eldast. Á næstu dögum og vikum munu fyrrgreindir aðilar gera slíka handbók og samning fyrir okkar svæði, sem verður kynnt í félagsmálaráði á næsta fundi ráðsins. Niðurstaða:Lagt fram til kynningar."
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög / hugmynd að samkomulagi um samþætta heimaþjónustu á milli HSN, Dalvíkurbyggðar og Dalbæjar og drög/ hugmynd að þjónustusamningi um rekstur heimastuðnings.
Til umræðu ofangreint.
Eyrún vék af fundi kl. 14:25.
Lagt fram til kynningar.