Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer
Lagt var fram til kynningar breyting á þjónustusvæði Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar sem og breytinga á nafni.
Barnaverndarþjónusta Norðurþings heyrir nú undir Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Um er að ræða sameiginlega barnaverndarþjónustu 10 sveitarfélaga, þ.e. Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar, Norðurþings, Langanesbyggðar, Tjörneshrepps, Þingeyjarsveitar, Svalbarðsstrandahrepps, Grýtubakkahrepps, Eyjafjarðar og Hörgárbyggðar. Starfsfólk barnaverndarþjónustu Norðurþings er áfram með starfsstöð í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.
Í ljósi sameiningarinnar er lagt til af hálfu fagráðs barnaverndarþjónustunnar að Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar fái heitið „Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra“