Félagsmálaráð

280. fundur 10. september 2024 kl. 08:15 - 11:30 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi
Dagskrá
Nimnual Khakhlong kom inn á fund kl 9:35

1.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202312071Vakta málsnúmer

Trúnaðarmál - 202312071

Bókað í trúnaðarmálabók

2.Svæðisbundið farsældarráð - tillaga frá MNR

Málsnúmer 202405188Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar rafpóstur dags. 23.05.2024 fr a SSNE þar sem fjallar er um að ráðuneyti mennta- og varnamála verið að vinna tillögur að útfærslu á starfsemi svæðisbundinna farsældarráða sem setja þarf á laggirnar samkv. 5.gr. farsældarlaga. Tillögur ráðuneytisins eru að stofnað verði farsældarráð í hverjum landshluta. Í tengslum við það lýsti ráðuneytið yfir vilja sínum að gerður verði viðaukasamningur við Sóknaráætlanir landshlutua og verði veittur stuðningur til að ráða verkefnastjóra í 2 ár til að útfæra starfsemi farsældarráðanna.
Erindi þetta var einnig til umræðu í sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar dags. 18.06.2024 þar sem bókað var "Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að veita SSNE umboð Dalvikurbyggðar til að vinna drög að samningi fyrir Norðurland eystra um svæðisbundið farsældaráð barna með starfsfólki ráðuneytisins."
Lagt fram til kynningar.

3.Gott að eldast

Málsnúmer 202310036Vakta málsnúmer

Lagðir voru fram til kynningar og umræðu drög að þjónustusamningum um samþættan heimastuðning á milli Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Dalvíkurbyggð og Dalbæ annars vegar og hins vegar drög að samkomulagi um samþætta heimaþjónustu á milli sömu aðila. Einnig voru kynnt drög að handbók um samþættingu á þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar og umræðu. Félagsmálaráð vísar þjónustusamningnum til sveitastjórnar til samþykktar.

4.Barnaverndarþjónusta

Málsnúmer 202212124Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar breyting á þjónustusvæði Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar sem og breytinga á nafni.

Barnaverndarþjónusta Norðurþings heyrir nú undir Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar. Um er að ræða sameiginlega barnaverndarþjónustu 10 sveitarfélaga, þ.e. Akureyrarbæjar, Dalvíkurbyggðar, Norðurþings, Langanesbyggðar, Tjörneshrepps, Þingeyjarsveitar, Svalbarðsstrandahrepps, Grýtubakkahrepps, Eyjafjarðar og Hörgárbyggðar. Starfsfólk barnaverndarþjónustu Norðurþings er áfram með starfsstöð í Stjórnsýsluhúsi Norðurþings á Húsavík.

Í ljósi sameiningarinnar er lagt til af hálfu fagráðs barnaverndarþjónustunnar að Barnaverndarþjónusta Eyjafjarðar fái heitið „Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra“

Félagsmálaráð samþykkir með fjórum greiddum atkvæðum nýtt heiti á Barnaverndarþjónustu Eyjafjarðar sem fái heitið Barnaverndarþjónusta á Norðurlandi eystra.

Nimnual Khakhlong mætti til fundar kl 9:35.

5.Aðalskipulag Dalvíkurbyggðar 2025-2045

Málsnúmer 202302116Vakta málsnúmer

Viðfangsefni við endurskoðun aðalskipulags lagt fram til kynningar og umræðu. Óskað er eftir tillögum ef ráð og nefndir vilja koma sérstökum málum að skipulagsvinnunni.
Lagt fram til kynningar.

6.Endurnýjun á akstursþjónustureglum fatlaðs fólks 2024

Málsnúmer 202406052Vakta málsnúmer

Farið var yfir aksturþjónustureglur fartlaðs fólks 2024.
Frestað til næsta fundar félagsmálaráðs.

7.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar og umræðu drög að gjaldskrám félagsmálasviðs fyrir árið 2025.
Starfsmönnum félagsmálasviðs falið að fara yfir gjaldskrár sviðsins og leggja fyrir á næsta fundi.

8.Túlkun fyrir barnavernd og félagsþjónustu

Málsnúmer 202310093Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar rafpóstur dags. 03.09.2024 frá Landstúlkun þar sem verið er að minna á fyrirtækið. Það segir í póstinum að starfsmenn fyrirtækisins hafi áralanga reynslu í þýðingum og túlkun fyrir barnavernd, skóla, námskeið, starfsmannafundi, sálfræðinga og margt fleira. Það er þeirra hjartans mál að veita góða þjónustu, og áhersla er lögð á áreiðanleika, sanngjarnt verð og að vera til taks með stuttum fyrirvara.
Fyrirtækið eru aðilar að rammasamningi við Ríkiskaupa.
Lagt fram til kynningar.

9.Fjárhagsáætlun 2025

Málsnúmer 202406048Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umræðu vinnugögn vegna fjárhagsáætlunar félagsmálasviðs árið 2025. Farið var yfir tímaramma sem og önnur vinnugögn.
Lagt fram til kynningar.

10.Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 202305058Vakta málsnúmer

Lagt var fram til kynningar stöðumat sviðsstjóra félagsmálasviðs á fjármálum sviðsins frá janúar -júní 2024
Lagt fram til kynningar.

11.Einelti/samfélagsgerð

Málsnúmer 202409041Vakta málsnúmer

Formaður félagsmálaráðs hóf máls á vandamálum tengdu einelti og ofbeldi.
Félagsmálaráð fagnar umræðunni og telur mikla þörf á jákvæðum samskiptum allra íbúa Dalvíkurbyggðar. Vinnuhóp farsældar barna falið að halda kynningu í farsæld barna í Dalvíkurbyggð þar sem forsendur eru að grípa á utan um börn og foreldra þeirra. Kynning á farsæld barna er á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Félagsmálaráð vekur athygli á að gulum september sem tileinkaður er geðheilbrigði og sjálfsvígforvörnum. Félagsmálaráð skorar á önnur ráð að taka umræðuna um jákvæð og uppbyggileg samskipti. Félagsmálaráð stefnir á jákvæðnis viku í Dalvíkurbyggð.

12.Leiguíbúðir

Málsnúmer 202409040Vakta málsnúmer

Formaður félagsmálaráðs ræddi hugmyndir um byggingu á leiguíbúðum á svæði í kringum Dalbæ. Mikilvægt er að horfa til framtíðar hvað varðar þjónustu við eldri borgara sveitarfélagsins og búseta eitt af því sem ræða þarf.
Félagsmálaráð skorar á stjórn Dalbæjar og sveitastjórn að vinna að því að byggja upp tólf leiguíbúðir í nálægð við Dalbæ.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson formaður
  • Magni Þór Óskarsson varaformaður
  • Júlíus Magnússon aðalmaður
  • Nimnual Khakhlong aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Rafnsdóttir sviðsstjóri
  • Þórhalla Karlsdóttir
Fundargerð ritaði: Þórhalla Karlsdóttir Þroskaþjálfi