Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202408083

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 163. fundur - 03.09.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.
Máli frestað til næsta fundar.

Veitu- og hafnaráð - 137. fundur - 04.09.2024

Til umræðu gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2025.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að rýna þarf tekjur hafnasjóðs með tilliti til gjaldskrár.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 23. fundur - 06.09.2024

Farið yfir drög að gjaldskrám fyrir árið 2025.
Ráðið felur verkefnastjóra þvert á svið að útbúa minnisblað þar sem borinn er saman kostnaður við leyfisgjöld fyrir hunda- og kattahald í nærliggjandi sveitarfélögum fyrir næsta fund þann 23. september nk.
Afgreiðslu á gjaldskrám frestað til næsta fundar.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 42. fundur - 06.09.2024

Umræða um gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2025.
Tekin umræða um gjaldskrá TÁT

Félagsmálaráð - 280. fundur - 10.09.2024

Lagt fram til kynningar og umræðu drög að gjaldskrám félagsmálasviðs fyrir árið 2025.
Starfsmönnum félagsmálasviðs falið að fara yfir gjaldskrár sviðsins og leggja fyrir á næsta fundi.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 24. fundur - 23.09.2024

Farið yfir drög að uppfærslum og breytingum á þeim gjaldskrám sem heyra undir ráðið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 164. fundur - 24.09.2024

Lagt fram til kynningar og gjaldskrá verður lögð fyrir á næsta fundi ráðsins.
Elísa Rún fór af fundi kl.09.55.

Menningarráð - 105. fundur - 24.09.2024

Gjaldskrá Safna og Menningarhússins Bergs fyrir fjárhagsárið 2025 tekin fyrir.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá safna og Menningarhússins Bergs, samkvæmt umræðum sem fóru fram á fundinum.
Björk Hólm fór af fundi kl. 14:15

Veitu- og hafnaráð - 138. fundur - 02.10.2024

Farið var yfir gjaldskrá Hafnasjóðs og Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.
Haldinn verður aukafundur til þess að fara yfir gjaldskrár.

Frestað.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 43. fundur - 03.10.2024

Magnús Guðmundur Ólafsson, lagði fram uppfærða gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2025.
Skólanefnd TÁT leggur til að gjaldskrá TÁT hækki um 3,5% fjárhagsárið 2025 og vísar málinu til frekari umræðu í byggðaráði Dalvíkurbyggðar og bæjarráði Fjallabyggðar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 25. fundur - 04.10.2024

Fyrir fundinum lágu drög að þeim gjaldskrám fyrir árið 2025 sem heyra undir ráðið.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að gjaldskrár taki almennt hækkun upp á 3,5%. Ráðið leggur til breytingar á gjöldum fyrir hunda- og kattahald sem tekur mið af nýrri samþykkt. Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur einnig til breytingu á uppsetningu sorphirðugajalda þannig að þau skiptist í fast gjald og svo tunnugjald við heimili. Lagt er til að sorphirðugjöld heimila hækki um 5% á árinu 2025. Gjöld fyrir sorphirðu frá sumarhúsum verði fast gjald.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 139. fundur - 23.10.2024

Teknar fyrir eftirfarandi gjaldskrár:
a) Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar
b) Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur
c) Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar
d) Gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar.
a) Eftirfarandi breytingar voru gerðar á Gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar. Gjaldskrá hækkar almennt um 3,9% en breytingar voru gerðar á nokkrum liðum. Þær helstu eru: innheimt verður fyrir rafmagn skv tveim flokkum: hver kWst fyrir rafmagn í smábátahöfnum verði kr. 26,50 og hver kWst fyrir rafmagn til skipa, báta, verktaka og annara verði kr. 24.-
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum þessar breytingar á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
Þá er lögð til breyting á gjöldum fyrir smábáta þ.a. bás við flotbryggju fyrir báta undir 20 brt. greiði kr. 18.240.- og Bátar yfir 20 brt. greiði tvöfalt gjald eða kr. 36.480.-
Samþykkt með 3 atkvæðum, tveir greiddu atkvæði á móti þessari breytingu þeir Sigvaldi og Gunnþór.

b) Eftirfarandi breytingar voru gerðar á Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur, hækkun á gjaldskrár um 3,5%. Þá eru sett inn ný grein önnur gjöld. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.

c) Gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar er hækkuð um 3,5% og sett inn ný grein önnur gjöld. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða 5 atkvæðum gjaldskrá Vatnsveitu Dalvíkurbyggðar.

d) Gjaldskrá fráveitu Dalvíkurbyggðar er hækkuð um 3,5% og 3.mgr. 3.gr. verður felld út. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 5 atkvæðum gjaldskrá fráveitu Dalvikurbyggðar.

Byggðaráð - 1129. fundur - 31.10.2024

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur fagráða að eftirtöldum gjaldskrám vegna ársins 2025;
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald.
Framkvæmdasvið- gjaldskrá yfir ýmis gjöld.
Gatnagerðargjald.
Gjaldskrá sorphirðu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Leiga á verbúðum.
Hafnasjóður
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Fráveitu
Gjaldskrá Hitaveitu
Gjaldskrá fyrir söfn Dalvíkurbyggðar og menningarhúsið Berg; málaflokkur 05.
Gjaldskrá málaflokks 06; íþrótta- og æskulýðsmál.
Gjaldskrá Slökkviliðs.
Gjaldskrá málaflokks 04; fræðslumál.
Gjaldskrá félagsmálasviðs.

Á fundinum voru ofangreindar gjaldskrár til umræðu og teknar niður nokkrar ábendingar til skoðunar.
Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar og felur sveitarstjóra að koma ábendingum og fyrirspurnum um ofangreindar gjaldskrár til stjórnenda eftir því sem við á.

Byggðaráð - 1130. fundur - 07.11.2024

Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur fagráða að eftirtöldum gjaldskrám vegna ársins 2025;
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald.
Framkvæmdasvið- gjaldskrá yfir ýmis gjöld.
Gatnagerðargjald.
Gjaldskrá sorphirðu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Leiga á verbúðum.
Hafnasjóður
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Fráveitu
Gjaldskrá Hitaveitu
Gjaldskrá fyrir söfn Dalvíkurbyggðar og menningarhúsið Berg; málaflokkur 05.
Gjaldskrá málaflokks 06; íþrótta- og æskulýðsmál.
Gjaldskrá Slökkviliðs.
Gjaldskrá málaflokks 04; fræðslumál.
Gjaldskrá félagsmálasviðs.
Á fundinum voru ofangreindar gjaldskrár til umræðu og teknar niður nokkrar ábendingar til skoðunar.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar og felur sveitarstjóra að koma ábendingum og fyrirspurnum um ofangreindar gjaldskrár til stjórnenda eftir því sem við á."


Gögn með fundarboði byggðaráðs eru þau sömu og á síðasta fundi nema að komin er inn uppfærð tillaga fyrir málaflokk 06.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Ef lagðar eru til breytingar á ofangreindum gjaldskrám þá mun byggðaráð koma með skriflegar tillögur inn á næsta fund.

Byggðaráð - 1131. fundur - 14.11.2024

Á 1130. fundi byggðaráðs þann 7. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1129. fundi byggðaráðs þann 31. október sl. var eftirfarandi bókað:
Með fundarboði byggðaráðs fylgdu tillögur fagráða að eftirtöldum gjaldskrám vegna ársins 2025;
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald.
Framkvæmdasvið- gjaldskrá yfir ýmis gjöld.
Gatnagerðargjald.
Gjaldskrá sorphirðu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Leiga á verbúðum.
Hafnasjóður
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Fráveitu
Gjaldskrá Hitaveitu
Gjaldskrá fyrir söfn Dalvíkurbyggðar og menningarhúsið Berg; málaflokkur 05.
Gjaldskrá málaflokks 06; íþrótta- og æskulýðsmál.
Gjaldskrá Slökkviliðs.
Gjaldskrá málaflokks 04; fræðslumál.
Gjaldskrá félagsmálasviðs.
Á fundinum voru ofangreindar gjaldskrár til umræðu og teknar niður nokkrar ábendingar til skoðunar.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar og felur sveitarstjóra að koma ábendingum og fyrirspurnum um ofangreindar gjaldskrár til stjórnenda eftir því sem við á."
Gögn með fundarboði byggðaráðs eru þau sömu og á síðasta fundi nema að komin er inn uppfærð tillaga fyrir málaflokk 06.
Til umræðu ofangreint.
Niðurstaða : Byggðaráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.
Ef lagðar eru til breytingar á ofangreindum gjaldskrám þá mun byggðaráð koma með skriflegar tillögur inn á næsta fund."

Með fundarboði fylgdi uppfærðar tillögur að gjaldskrám fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar og skipulags- og byggingarfulltrúa.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám með þeim breytingum sem voru gerðar á fundinum á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð frestar afgreiðslu á gjaldskrá vegna málaflokks 06 þar sem hún á eftir að fara í frekari úrvinnslu og umfjöllun í íþrótta- og æskulýðsráði.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. voru tillögur að gjaldskrám 2025 til umfjöllunar og afgreiðslu og m.a. eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði fylgdi uppfærðar tillögur að gjaldskrám fyrir Hafnasjóð Dalvíkurbyggðar og skipulags- og byggingarfulltrúa.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögum að gjaldskrám með þeim breytingum sem voru gerðar á fundinum á gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar.
Byggðaráð frestar afgreiðslu á gjaldskrá vegna málaflokks 06 þar sem hún á eftir að fara í frekari úrvinnslu og umfjöllun í íþrótta- og æskulýðsráði.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindar og fyrirliggjandi tillögur að gjaldskrám 2025:
Gjaldskrá fyrir hunda- og kattahald.
Framkvæmdasvið- gjaldskrá yfir ýmis gjöld.
Gatnagerðargjald.
Gjaldskrá sorphirðu.
Skipulags- og byggingarfulltrúi.
Leiga á verbúðum.
Hafnasjóður
Gjaldskrá Vatnsveitu.
Gjaldskrá Fráveitu
Gjaldskrá fyrir söfn Dalvíkurbyggðar og menningarhúsið Berg; málaflokkur 05.
Gjaldskrá Slökkviliðs.
Gjaldskrá málaflokks 04; fræðslumál.
Gjaldskrá félagsmálasviðs.

Sveitarstjórn - 374. fundur - 19.11.2024

Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur vegna 2025 til umfjöllunar og samþykkti byggðaráð fyrirliggjandi tillögu.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2025 til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hún liggur fyrir.

Ungmennaráð - 44. fundur - 28.11.2024

Ungmennaráð leggur til að nemendum í framhaldsskóla og háskóla með lögheimili í Dalvíkurbyggð 50% afslátt af kortum í líkamsrækt.
Ungmennaráð leggur til að nemendum í framhaldsskóla og háskóla með lögheimili í Dalvíkurbyggð 50% afslátt af kortum í líkamsrækt.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 167. fundur - 03.12.2024

Gjaldskrár teknar til umræðu í ráðinu.
Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá íþróttamiðstöðar 2025.

Byggðaráð - 1135. fundur - 12.12.2024

Á 167. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Gjaldskrár teknar til umræðu í ráðinu.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá íþróttamiðstöðar 2025."

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
Tillaga að gjaldskrá málaflokks 06 fyrir árið 2025 frá fundi íþrótta- og æskulýðsráðs.
Greinargerð íþróttafulltrúa um helst tölur vegna ÍB-korts.


Jón Stefán vék af fundi kl. 14:12.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá vegna málaflokks 06 og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 374. fundi sveitarstjórnar þann 19. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1131. fundi byggðaráðs þann 14. nóvember sl. var tillaga að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur vegna 2025 til umfjöllunar og samþykkti byggðaráð fyrirliggjandi tillögu.
Niðurstaða : Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2025 til síðari umræðu í sveitarstjórn eins og hún liggur fyrir."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda og fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur 2025.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

a) Tillaga frá íþrótta- og æskulýðsráði og byggðaráði.

Á 1135. fundi byggðaráðs þann 12. desember sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 167. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Gjaldskrár teknar til umræðu í ráðinu.
Niðurstaða : Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir með fimm atkvæðum gjaldskrá íþróttamiðstöðar 2025.
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
Tillaga að gjaldskrá málaflokks 06 fyrir árið 2025 frá fundi íþrótta- og æskulýðsráðs.
Greinargerð íþróttafulltrúa um helst tölur vegna ÍB-korts.
Jón Stefán vék af fundi kl. 14:12.
Niðurstaða : Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá vegna málaflokks 06 og vísar henni til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."

b) Tillaga frá ungmennaráði.
Á 44. fundi ungmennaráðs þann 28. nóvember sl. var eftirfarandi bókað:
"Ungmennaráð leggur til að nemendum í framhaldsskóla og háskóla með lögheimili í Dalvíkurbyggð 50% afslátt af kortum í líkamsrækt."
Til máls tók:

Freyr Antonsson sem leggur til eftirfarandi breytingar á gjaldskrá skv. a)lið að stakur miði í sund verði kr. 1.300 og stakur miði í rækt verði kr. 2.000. Einnig leggur Freyr til að lið b) verði vísað til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði.


Fleiri tóku ekki til máls.

a) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og fyrirliggjandi tillög að gjaldskrá vegna málaflokks 06 fyrir árið 2025 með þeim breytingum að stakur miði í sund verði kr. 1.300 og stakur miði í ræktina verði hækkaður í kr. 2.000 samkvæmt tillögu Freys Antonssonar.
b) Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að vísa þessum lið til umfjöllunar í íþrótta- og æskulýðsráði samkvæmt tillögu Freys Antonssonar.