Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202408083

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 163. fundur - 03.09.2024

Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu - og menningarsviðs, fer yfir gjaldskrá fyrir fjárhagsárið 2025.
Máli frestað til næsta fundar.

Veitu- og hafnaráð - 137. fundur - 04.09.2024

Til umræðu gjaldskrá Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar vegna ársins 2025.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með 4 atkvæðum að rýna þarf tekjur hafnasjóðs með tilliti til gjaldskrár.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 23. fundur - 06.09.2024

Farið yfir drög að gjaldskrám fyrir árið 2025.
Ráðið felur verkefnastjóra þvert á svið að útbúa minnisblað þar sem borinn er saman kostnaður við leyfisgjöld fyrir hunda- og kattahald í nærliggjandi sveitarfélögum fyrir næsta fund þann 23. september nk.
Afgreiðslu á gjaldskrám frestað til næsta fundar.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 42. fundur - 06.09.2024

Umræða um gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2025.
Tekin umræða um gjaldskrá TÁT

Félagsmálaráð - 280. fundur - 10.09.2024

Lagt fram til kynningar og umræðu drög að gjaldskrám félagsmálasviðs fyrir árið 2025.
Starfsmönnum félagsmálasviðs falið að fara yfir gjaldskrár sviðsins og leggja fyrir á næsta fundi.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 24. fundur - 23.09.2024

Farið yfir drög að uppfærslum og breytingum á þeim gjaldskrám sem heyra undir ráðið.
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 164. fundur - 24.09.2024

Lagt fram til kynningar og gjaldskrá verður lögð fyrir á næsta fundi ráðsins.
Elísa Rún fór af fundi kl.09.55.

Menningarráð - 105. fundur - 24.09.2024

Gjaldskrá Safna og Menningarhússins Bergs fyrir fjárhagsárið 2025 tekin fyrir.
Menningarráð samþykkir með þremur atkvæðum gjaldskrá safna og Menningarhússins Bergs, samkvæmt umræðum sem fóru fram á fundinum.
Björk Hólm fór af fundi kl. 14:15

Veitu- og hafnaráð - 138. fundur - 02.10.2024

Farið var yfir gjaldskrá Hafnasjóðs og Gjaldskrá Hitaveitu Dalvíkur.
Haldinn verður aukafundur til þess að fara yfir gjaldskrár.

Frestað.

Skólanefnd Tónlistarskólans á Tröllaskaga - 43. fundur - 03.10.2024

Magnús Guðmundur Ólafsson, lagði fram uppfærða gjaldskrá TÁT fyrir fjárhagsárið 2025.
Skólanefnd TÁT leggur til að gjaldskrá TÁT hækki um 3,5% fjárhagsárið 2025 og vísar málinu til frekari umræðu í byggðaráði Dalvíkurbyggðar og bæjarráði Fjallabyggðar.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 25. fundur - 04.10.2024

Fyrir fundinum lágu drög að þeim gjaldskrám fyrir árið 2025 sem heyra undir ráðið.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að gjaldskrár taki almennt hækkun upp á 3,5%. Ráðið leggur til breytingar á gjöldum fyrir hunda- og kattahald sem tekur mið af nýrri samþykkt. Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur einnig til breytingu á uppsetningu sorphirðugajalda þannig að þau skiptist í fast gjald og svo tunnugjald við heimili. Lagt er til að sorphirðugjöld heimila hækki um 5% á árinu 2025. Gjöld fyrir sorphirðu frá sumarhúsum verði fast gjald.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.