Umhverfis- og dreifbýlisráð

25. fundur 04. október 2024 kl. 08:15 - 10:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson varamaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar
Dagskrá
Eiður Smári Árnason sá sér ekki fært að mæta og mætti Þorsteinn Ingi Ragnarsson í hans stað. Júlíus Magnússon sá sér ekki fært að mæta og Anna Kristín Guðmundsdóttir mætti í hans stað.

1.Nægjusamur nóvember

Málsnúmer 202409092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Landvernd sem vekur athygli á hvatningarátaki Landverndar og Grænfánaverkefnisins undir heitingu Nægjusamur nóvember. Þar sem lagt er til að nægjusemi sé viðhöfð sem jákvætt skref fyrir okkur sem einstaklinga og samfélag til þess að stuðla að góðu og heilbrigðu lífi og minnka um leið vistsporið okkar. Nóvember er einn neysluríkasti mánuður ársins og áherslur á nægjusemi er mótsvar við neysluhyggju og hugmyndinni um að okkur vanti stöðugt eitthvað.
Umhverfis- og dreifbýlisráð tekur undir erindið og felur upplýsingafulltrúa að kynna Nægjusaman nóvember á heimasíðu sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

2.Hreinsunarátak 2024

Málsnúmer 202404143Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu á hreinsunarátaki sveitarfélagsins og það sem hefur áunnist í sumar.
Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og dreifbýlisráð felur deildarstjóra að taka saman frétt á heimasíðu um stöðu hreinsunarátaksins. Ráðið leggur til að átakinu verði haldið áfram á næsta ári og að fjármagn til þess verði sett í fjárhagsáætlun.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Fundargerðir HNE 2024

Málsnúmer 202402077Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 237. fundar Heilbrigðisnefndar Norðurlands eystra frá 18. september 2024.
Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun HNE 2025

Málsnúmer 202409107Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fjárhagsáætlun Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra fyrir árið 2025 sem samþykkt var á 237. fundi Heilbrigðisnefndar þann 18. september sl. Áætluninni fylgir kostnaðarskipting sem sýnir framlag hvers sveitarfélags. Áætlað framlag Dalvíkurbyggðar árið 2025 er kr. 8.345.552.
Lagt fram til kynningar.

5.Gjaldskrár 2025

Málsnúmer 202408083Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu drög að þeim gjaldskrám fyrir árið 2025 sem heyra undir ráðið.
Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að gjaldskrár taki almennt hækkun upp á 3,5%. Ráðið leggur til breytingar á gjöldum fyrir hunda- og kattahald sem tekur mið af nýrri samþykkt. Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur einnig til breytingu á uppsetningu sorphirðugajalda þannig að þau skiptist í fast gjald og svo tunnugjald við heimili. Lagt er til að sorphirðugjöld heimila hækki um 5% á árinu 2025. Gjöld fyrir sorphirðu frá sumarhúsum verði fast gjald.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2025

Málsnúmer 202409039Vakta málsnúmer

Farið yfir Starfs- og fjárhagsáætlun Framkvæmdasviðs fyrir árið 2025.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlögð drög að Starfs- og fjárhagsáætlun og viðhaldsáætlun Eignasjóðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Anna Kristín Guðmundsdóttir lagði til sérbókun: Ég vil að lögð verði sérstök áhersla í áætlanagerð á fegrun og uppbyggingu miðsvæða, dvalarsvæða, leiksvæða og útivistarsvæða á þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins. Þessi svæði hafa áhrif á aðdráttarafl sveitarfélagsins og lýðheilsu íbúa og er mikilvægt að fegra þau svæði sem þegar eru og byggja upp ný og aðgengileg svæði fyrir alla aldurshópa.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Nefndarmenn
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson formaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson varaformaður
  • Þorvaldur Eyfjörð Kristjánsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson varamaður
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Helga Íris Ingólfsdóttir
Fundargerð ritaði: Helga Íris Ingólfsdóttir Deildarstjóri Eigna- og framkvæmdadeildar