Starfs- og fjárhagsáætlun framkvæmdasviðs 2025

Málsnúmer 202409039

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 24. fundur - 23.09.2024

Farið yfir drög að Starfs- og fjárhagsáætlun Framkvæmdasviðs árið 2025 og einnig drög að fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun og viðhaldsáætlun Eignasjóðs.
Umhverfis- og dreifbýlisráð fór yfir framlögð drög og lagði fram breytingar. Starfsmönnum Framkvæmdasviðs er falið að uppfæra áætlanir í samræmi við umræður og tillögur á fundinum.fyrir næsta fund ráðsins
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 25. fundur - 25.09.2024

Lögð fram drög að starfsáætlun framkvæmdasviðs fyrir árið 2025.
Skipulagsráð samþykkir framlagða áætlun.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Veitu- og hafnaráð - 138. fundur - 02.10.2024

Farið yfir drög að Starfs- og fjárhagsáætlun Framkvæmdasviðs árið 2025 og einnig drög að fjárfestinga- og framkvæmdaáætlun og viðhaldsáætlun.
Veitu- og hafna fór yfir framlögð drög og lagði fram breytingar. Sveitarstjóra og veitustjóra er falið að uppfæra áætlanir í samræmi við þau verkefni sem sett voru niður á fundinum. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

Umhverfis- og dreifbýlisráð - 25. fundur - 04.10.2024

Farið yfir Starfs- og fjárhagsáætlun Framkvæmdasviðs fyrir árið 2025.
Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir framlögð drög að Starfs- og fjárhagsáætlun og viðhaldsáætlun Eignasjóðs.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.
Anna Kristín Guðmundsdóttir lagði til sérbókun: Ég vil að lögð verði sérstök áhersla í áætlanagerð á fegrun og uppbyggingu miðsvæða, dvalarsvæða, leiksvæða og útivistarsvæða á þéttbýlisstöðum sveitarfélagsins. Þessi svæði hafa áhrif á aðdráttarafl sveitarfélagsins og lýðheilsu íbúa og er mikilvægt að fegra þau svæði sem þegar eru og byggja upp ný og aðgengileg svæði fyrir alla aldurshópa.