Skipulagsráð

25. fundur 25. september 2024 kl. 14:00 - 16:42 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Anna Kristín Guðmundsdóttir D-lista boðaði forföll og enginn kom í hennar stað.

1.Verkefni á fjárhagsáætlun - málaflokkur 09

Málsnúmer 202409035Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2025 fyrir málaflokk 09.
Skipulagsráð samþykkir framlögð drög með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til byggðaráðs til staðfestingar.

2.Starfsáætlun framkvæmdasviðs 2025

Málsnúmer 202409039Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að starfsáætlun framkvæmdasviðs fyrir árið 2025.
Skipulagsráð samþykkir framlagða áætlun.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

3.Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202408005Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál í Dalvíkurbyggð ásamt samþykkt um gatnagerðargjald í þéttbýli sveitarfélagsins Dalvíkurbyggðar.
Skipulagsráð samþykkir framlagða gjaldskrá og samþykkt um gatnagerðargjald með þeim breytingum sem gerðar voru á fundinum.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til byggðaráðs til staðfestingar.

4.Reglur um úthlutun lóða - endurskoðun

Málsnúmer 202301108Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsráð samþykkir framlagðar reglur um lóðaúthlutun.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

5.Endurnýjun fjallgirðingar - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202409108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23.september 2024 þar sem Óðinn Steinsson f.h. eigna- og framkvæmdadeildar Dalvíkurbyggðar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun fjallgirðingar við rætur Upsa. Framkvæmdin felur m.a. í sér jöfnun lands undir girðingarstæði með jarðýtu, um 5 m breitt belti. Lengd girðingarstæðis er um 3 km.
Meðfylgjandi er framkvæmdalýsing.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar öll tilskilin gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

6.Jóabúð Hauganesi - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 202202038Vakta málsnúmer

Lögð fram ný umsókn um stækkun lóðarinnar Jóabúðar á Hauganesi.
Sótt er um stækkun um 4 m til norðurs og 2 m til austurs.
Meðfylgjandi er skýringarmynd.

Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hauganess til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Sandvík auk Ektabaða ehf.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

7.Smáravegur 7 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 202409071Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2.september 2024 þar sem Ívar Örn Vignisson og Erna Þórey Björnsdóttir sækja um leyfi til stækkunar húss á lóð nr. 7 við Smáraveg.
Fyrirhugað er að byggja við íbúðarhús og endurnýja bílgeymslu.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Meðfylgjandi eru skýringaruppdrættir.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Smáravegi 5 og 9 og Mímisvegi 8, 10 og 12.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

8.Böggvisbraut 14 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 202311123Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18.september 2024 þar sem Ragnar Sverrisson sækir um framlengingu á framkvæmdafresti á lóð nr. 14 við Böggvisbraut. Lóðinni var úthlutað þann 19.desember 2023.
Framkvæmdafrestur hafði áður verið veittur til þriggja mánaða og rann sá frestur út þann 19.september sl.
Skipulagsráð hafnar erindinu.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

9.Álfhólströð 8 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 202312042Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16.september 2024 þar sem Christof Wenker sækir um framlengingu á framkvæmdafresti á frístundalóð nr. 8 við Álfhólströð (Hamar, lóð 8). Lóðinni var úthlutað þann 5.maí 2022.
Framkvæmdafrestur hafði áður verið veittur til tveggja mánaða og rann sá frestur út þann 1.ágúst sl.
Skipulagsráð hafnar erindinu.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Gunnþór Sveinbjörnsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Fundi slitið - kl. 16:42.

Nefndarmenn
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi