Álfhólströð 8 - umsókn um framkvæmdafrest

Málsnúmer 202312042

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 25. fundur - 25.09.2024

Erindi dagsett 16.september 2024 þar sem Christof Wenker sækir um framlengingu á framkvæmdafresti á frístundalóð nr. 8 við Álfhólströð (Hamar, lóð 8). Lóðinni var úthlutað þann 5.maí 2022.
Framkvæmdafrestur hafði áður verið veittur til tveggja mánaða og rann sá frestur út þann 1.ágúst sl.
Skipulagsráð hafnar erindinu.
Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum.

Gunnþór Sveinbjörnsson sat hjá við afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 25. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 16.september 2024 þar sem Christof Wenker sækir um framlengingu á framkvæmdafresti á frístundalóð nr. 8 við Álfhólströð (Hamar, lóð 8). Lóðinni var úthlutað þann 5.maí 2022. Framkvæmdafrestur hafði áður verið veittur til tveggja mánaða og rann sá frestur út þann 1.ágúst sl.
Niðurstaða : Skipulagsráð hafnar erindinu. Samþykkt samhljóða með þremur atkvæðum. Gunnþór Sveinbjörnsson sat hjá við afgreiðslu málsins."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindi um framkvæmdafrest á frístundalóðinni nr. 8 við Álfhólströð (Hamar, lóð 8).