Endurskoðun á lóðaúthlutunarreglum sveitarfélagsins

Málsnúmer 202301108

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 8. fundur - 08.03.2023

Skipulagráð felur framkvæmdasviði að fara yfir reglur fyrir úthlutun lóða og bera saman við fordæmi frá öðrum sveitarfélögum (sérstakt tillit til undanþágu gr. nr. 3.4.) og Framkvæmdasvið leggi fram minnisblað á næsta fundi ráðsins með tillögu hvort eigi að gera breytingu á úthlutunarreglum.
Skipulagsráð samþykkir að unnið verði áfram að endurskoðun lóðarúthlutunarreglna og lagt fyrir ráðið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 17. fundur - 14.02.2024

Lögð fram drög að endurskoðuðum reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna endanlega tillögu að breytingu á úthlutunarreglum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.


Skipulagsráð - 18. fundur - 13.03.2024

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða í sveitarfélaginu.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. febrúar sl.
Frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 23. fundur - 07.08.2024

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða í sveitarfélaginu. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 1. mars sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Skipulagsráð - 24. fundur - 11.09.2024

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða í sveitarfélaginu.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 7.ágúst sl.
Lagt fram til umræðu.

Skipulagsráð - 25. fundur - 25.09.2024

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsráð samþykkir framlagðar reglur um lóðaúthlutun.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 372. fundur - 22.10.2024

Á 25. fundi skipulagsráðs þann 25. september sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum um úthlutun lóða í Dalvíkurbyggð.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir framlagðar reglur um lóðaúthlutun. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestinga."
Til máls tók:
Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, sveitarstjóri.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og framlagðar reglur um lóðaúthlutun.