Skipulagsráð

18. fundur 13. mars 2024 kl. 14:00 - 16:45 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Íbúðahverfi sunnan Dalvíkur - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202205033Vakta málsnúmer

Steinþór Traustason, Bjarki Þórir Valberg og Arna Dögg Arnarsdóttir frá verkfræðistofunni Cowi (áður Mannvit) kynntu drög að deiliskipulagstillögu fyrir nýtt deiliskipulag íbúðarbyggðar sunnan Dalvíkur.
Kynningu skipulagslýsingar fyrir deiliskipulagið lauk þann 13. febrúar sl. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, Rarik, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands.

Steinþór, Bjarki og Arna sátu fundinn í fjarfundabúnaði undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

2.Skógarhólar - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202402087Vakta málsnúmer

Lögð fram lýsing, unnin af Teikna - Teiknistofu arkitekta, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis vegna áforma um stækkun íbúðarbyggðar ÍB-314.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

3.Miðsvæði Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202401062Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæðum ÍB-302 og ÍB-303, unnin af Teikna - Teiknistofu arkitekta.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

4.Dalvík miðsvæði - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar sl. var ákveðið að breyta forsendum fyrir vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir miðsvæði Dalvíkur. Deiliskipulagsvinnu við miðsvæði verður frestað og í stað þess verður lögð áhersla á að ljúka deiliskipulagsvinnu fyrir íbúðarlóðir í nágrenni við Dalbæ.
Í samræmi við það eru nú lögð fram drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg, unnin af Form ráðgjöf ehf.
Tillagan gerir ráð fyrir stækkun skipulagssvæðisins til vesturs að Karlsrauðatorgi, breytingum á afmörkun lóða og vegtengingum auk þess sem skilgreindar verða þrjár nýjar lóðir fyrir parhús, raðhús og fjölbýlishús fyrir íbúa 60 ára og eldri.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

5.Aðalgata 11 Hauganesi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202403052Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. mars 2024 þar sem Arnar Már Snorrason sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 11 við Aðalgötu á Hauganesi.
Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit ásamt því að nýtingarhlutfall hækkar úr 0,1 í 0,2.
Meðfylgjandi eru skýringaruppdrættir.
Gunnþór Sveinbjörnsson D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hauganess skv. til samræmis við erindið.
Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalgötu 13 og 15 og Nesvegi 2.
Er afgreiðslan með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands um byggingaráform á lóð Aðalgötu 11.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

6.Gullbringa - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202402037Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. febrúar 2024 þar sem Stefán Örn Stefánsson sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Gullbringuland í Svarfaðardal.
Breytingin felst í eftirfarandi:
- Stækkun byggingarreits á lóð Bringu.
- Skiptingu lóðarinnar Gullbringu í tvær lóðir sem fá staðföngin Gullbringa og Efri Gullbringa.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Gullbringu til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

7.Skíðabraut 7b - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 202403051Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. mars 2024 þar sem Kristín Helga Gunnarsdóttir óskar eftir heimild fyrir tveimur bílastæðum framan við hús nr. 7B við Skíðabraut.
Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu.
Skipulagsráð hafnar erindinu.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

8.Dalvíkurlína 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202309083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. janúar 2024 þar sem Landsnet hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Dalvíkurlínu 2.
Meðfylgjandi eru framkvæmdalýsing og yfirlitsmynd.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki útgáfu framkvæmdaleyfis þegar öll tilskilin gögn hafa borist. Er afgreiðslan með fyrirvara um jákvæðar umsagnir umsagnaraðila.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

9.Hringtún 10 - umsókn um niðurfellingu gatnagerðargjalda

Málsnúmer 202308109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. mars 2024 þar sem Hafþór Helgason óskar eftir niðurfellingu á gatnagerðargjöldum fyrir lóð nr. 10 við Hringtún.
Skipulagsráð hafnar erindinu.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

10.Hella - umsókn um breytingu á staðfangi

Málsnúmer 202311046Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. desember 2023 þar sem Ævar Bóasson sækir um breytingu á staðfanginu Hella land í Hella.
Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.

Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

11.Erindisbréf Skipulagsráðs

Málsnúmer 202212017Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að breytingum á erindisbréfi skipulagsráðs þar sem m.a. er gert ráð fyrir auknum heimildum til fullnaðarafgreiðslu mála.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. febrúar sl.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingum á erindisbréfi skipulagsráðs í því skyni að efla skilvirkni stjórnsýslu, auka málshraða og stytta fundartíma.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

12.Reglur um úthlutun lóða - endurskoðun

Málsnúmer 202301108Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að endurskoðuðum reglum Dalvíkurbyggðar um úthlutun lóða í sveitarfélaginu.
Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. febrúar sl.
Frestað til næsta fundar.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

13.Almennir byggingarskilmálar fyrir lóðir sem Dalvíkurbyggð úthlutar

Málsnúmer 201806122Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að uppfærslu á Almennum byggingarskilmálum fyrir lóðir sem Dalvíkurbyggð úthlutar.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

14.Lausar lóðir í Dalvíkurbyggð

Málsnúmer 202304040Vakta málsnúmer

Lögð fram samantekt á lausum lóðum í Dalvíkurbyggð.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að auglýsa lóðir sem eru lausar og leggja fram endurskoðaða samantekt á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

15.Fundargerðir byggingarfulltrúa 2024

Málsnúmer 202401086Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fundargerðir 67. fundar dags. 19. febrúar 2024 og 68.fundar dags. 4. mars 2024, með fullnaðarafgreiðslum erinda.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:45.

Nefndarmenn
  • Anna Kristín Guðmundsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Júlíus Magnússon varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir varaformaður
  • Emil Júlíus Einarsson aðalmaður
  • Gunnþór Eyfjörð Sveinbjörnsson aðalmaður
  • Þorsteinn Ingi Ragnarsson aðalmaður
Starfsmenn
  • María Markúsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Skipulagsfulltrúi