Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer
Á fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar sl. var ákveðið að breyta forsendum fyrir vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir miðsvæði Dalvíkur. Deiliskipulagsvinnu við miðsvæði verður frestað og í stað þess verður lögð áhersla á að ljúka deiliskipulagsvinnu fyrir íbúðarlóðir í nágrenni við Dalbæ.
Í samræmi við það eru nú lögð fram drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg, unnin af Form ráðgjöf ehf.
Tillagan gerir ráð fyrir stækkun skipulagssvæðisins til vesturs að Karlsrauðatorgi, breytingum á afmörkun lóða og vegtengingum auk þess sem skilgreindar verða þrjár nýjar lóðir fyrir parhús, raðhús og fjölbýlishús fyrir íbúa 60 ára og eldri.
Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.