Umsókn um byggingaleyfi, Landsnet v. Dalvíkurlínu 2

Málsnúmer 202309083

Vakta málsnúmer

Skipulagsráð - 14. fundur - 08.11.2023

Í tölvupósti þann 25.október sl. dregur Landsnet umsókn sína um framkvæmdaleyfi vegna undirbúningsframkvæmda fyrir Dalvíkurlínu 2 til baka. Gert er ráð fyrir því að sótt verði um framkvæmdaleyfi fyrir öllu verkinu síðar á þessu ári.
Lagt fram til kynningar.

Skipulagsráð - 18. fundur - 13.03.2024

Erindi dagsett 16. janúar 2024 þar sem Landsnet hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Dalvíkurlínu 2.
Meðfylgjandi eru framkvæmdalýsing og yfirlitsmynd.
Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki útgáfu framkvæmdaleyfis þegar öll tilskilin gögn hafa borist. Er afgreiðslan með fyrirvara um jákvæðar umsagnir umsagnaraðila.
Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 367. fundur - 19.03.2024

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13.mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 16. janúar 2024 þar sem Landsnet hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Dalvíkurlínu 2. Meðfylgjandi eru framkvæmdalýsing og yfirlitsmynd.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki útgáfu framkvæmdaleyfis þegar öll tilskilin gögn hafa borist. Er afgreiðslan með fyrirvara um jákvæðar umsagnir umsagnaraðila. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir lagningu Dalvíkurlínu 2 þegar öll tilskilin gögn hafa borist, með fyrirvara um jákvæðar umsagnir umsagnaraðila.

Skipulagsráð - 29. fundur - 11.12.2024

Erindi dagsett 28.nóvember 2024 þar sem Friðrika Marteinsdóttir f.h. Landsnets hf. sækir um breytta legu Dalvíkurlínu 2 innan Friðlands Svarfdæla.
Áform eru um að færa legu línunnar nær þjóðvegi vegna fyrirséðra erfiðleika við lagningu jarðstrengs um blautt svæði friðlandsins. Er umsóknin með fyrirvara um leyfi Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar fyrir færslu lagnaleiðar.
Meðfylgjandi eru grunnmynd og snið sem sýnir fyrirhugaða breytta legu.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um leyfi frá Vegagerðinni og Umhverfisstofnun. Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út viðauka við áður útgefið framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar.

Sveitarstjórn - 375. fundur - 17.12.2024

Á 29. fundi skipulagsráðs þann 11. desember sl. var eftirfarandi bókað:
Erindi dagsett 28.nóvember 2024 þar sem Friðrika Marteinsdóttir f.h. Landsnets hf. sækir um breytta legu Dalvíkurlínu 2 innan Friðlands Svarfdæla.
Áform eru um að færa legu línunnar nær þjóðvegi vegna fyrirséðra erfiðleika við lagningu jarðstrengs um blautt svæði friðlandsins. Er umsóknin með fyrirvara um leyfi Vegagerðarinnar og Umhverfisstofnunar fyrir færslu lagnaleiðar.
Meðfylgjandi eru grunnmynd og snið sem sýnir fyrirhugaða breytta legu.
Niðurstaða : Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um leyfi frá Vegagerðinni og Umhverfisstofnun. Er skipulagsfulltrúa falið að gefa út viðauka við áður útgefið framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.
Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir erindið með fyrirvara um leyfi frá Vegagerðinni og Umhverfisstofnun. Sveitarstjórn felur skipulagsfulltrúa að gefa út viðauka við áður útgefið framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.