Sveitarstjórn

367. fundur 19. mars 2024 kl. 16:15 - 17:39 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Engar athugasemdir við fundarboð eða fundarboðun.

1.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1097, frá 22.02.2024

Málsnúmer 2402009FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202401068
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

2.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1098, frá 29.02.2024

Málsnúmer 2402011FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202402127.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202402126.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202402089.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202402108.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1099, frá 07.03.2024

Málsnúmer 2403003FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202403015.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202402141.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202402067.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202308038
Liður 15 er sér liður á dagskrá; mál 202403002.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Byggðaráð Dalvíkurbyggðar - 1100, frá 13.03.2024.

Málsnúmer 2403007FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 9 liðum.
Liður 1 er sér liður á dagskrá; mál 202402096.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202311011.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202403066.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202310141.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202403065.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

5.Fræðsluráð - 291, frá 13.03.2024

Málsnúmer 2403006FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Íþrótta- og æskulýðsráð - 159, frá 05.03.2024.

Málsnúmer 2403002FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 5 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

7.Menningarráð - 101, frá 29.02.2024

Málsnúmer 2402010FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 14 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

8.Skipulagsráð - 18, frá 13.03.2024

Málsnúmer 2403005FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 15 liðum.
Liður 2 er sér liður á dagskrá; mál 202402087.
Liður 3 er sér liður á dagskrá; mál 202401062.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202202043.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202403052.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202402037.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202403051.
Liður 8 er sér liður á dagskrá; mál 202309083.
Liður 9 er sér liður á dagskrá, mál 202308109.
Liður 10 er sér liður á dagskrá; mál 202311046.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202212017.
Liður 13 er sér liður á dagskrá; mál 201806122.


Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Umhverfis- og dreifbýlisráð - 18,frá 08.03.2024

Málsnúmer 2403004FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Liður 4 er sér liður á dagskrá; mál 202403054.
Liður 5 er sér liður á dagskrá; mál 202403056 - endurnýjun leiktækja í Skógarhólum.
Liður 6 er sér liður á dagskrá; mál 202402138.
Liður 7 er sér liður á dagskrá; mál 202402052.
Liður 11 er sér liður á dagskrá; mál 202403057.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

10.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 133, frá 06.03.2024.

Málsnúmer 2403001FVakta málsnúmer

Fundargerðin er í 11 liðum.
Ekkert þarfnast afgreiðslu.
Enginn tók til máls.
Fundargerðin lögð fram til kynningar.

11.Frá 1097. fundi byggðaráðs þann 22.02.2024; Hjarðarslóð 2d- sala á eign; kauptilboð

Málsnúmer 202401068Vakta málsnúmer

Á 1097. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
Undir þessum lið koma á fund byggðaráðs Friðjón Árni Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi, kl. 15:30. Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis, kl. 15:30. Helgi Einarsson vék af fundi undir þessum lið vegna vanhæfis kl. 15:30. Á fundinum var farið yfir þau tilboð sem hafa borist í eignina. Umfjöllun um tilboðin bókuð í trúnaðarmálabók.

Á fundi byggðaráðs var farið yfir þau tilboð sem bárust í eignina en alls bárust 5 tilboð sem þurfti að taka afstöðu til.
Byggðráð samþykkti samhljóða með 2 atkvæðum að taka tilboði frá Dúrazel ehf. að upphæð kr. 36.000.000.
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi kauptilboð frá Dúrazel ehf. að upphæð kr. 36.000.000 og sölu á eigninni við Hjarðarslóð 2d.

12.Frá 1099. fundi byggðaráðs þann 07.03.2024; Brák íbúðafélag hses; tillaga um aðild.

Málsnúmer 202402067Vakta málsnúmer


Á 1099. fundi byggðaráðs þann 7. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1096. fundi byggðaráðs þann 15. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Elmar Erlendsson, framkvæmdastjóri Brákar íbúðafélags hses, í gegnum TEAMS kl. 12:38. https://brakibudafelag.is/ Elmar kynnti starfsemi félagsins. Á heimasíðu félagsins kemur fram: Brák íbúðafélag hses. er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2022 af sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum húsnæðissjálfseignastofnunum með fáar íbúðir í rekstri. Stofnendur Brákar eru nú orðnir 31 sveitarfélag. Brák er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja, eiga og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna. Elmar vék af fundi kl. 13:00.Niðurstaða:Byggðaráð þakkar Elmari fyrir kynninguna. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til frekari umfjöllunar í byggðaráði."Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að Dalvíkurbyggð óski eftir á næsta aðalfundi að gerast aðili að Brák íbúðafélagi hses."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um að Dalvíkurbyggð óski eftir á næsta aðalfundi Brákar íbúðafélagi hses. að Dalvíkurbyggð verði aðili að félaginu.

13.Frá 1098. fundi byggðaráðs þann 29.02.2024; Viðaukabeiðni vegna launa vegna Krílakots

Málsnúmer 202402089Vakta málsnúmer

Á 1098. fundi byggðaráðs þann 29. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni frá leikskólastjóra Krílakots að upphæð kr. 3.003.505, viðauki nr. 9 við fjárhagsáætlun 2024, á deild 04140 - laun, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 9 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 3.003.505 á deild 04140 vegna launa. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

14.Frá 1098. fundi byggðaráðs þann 29.02.2024; Beiðni um viðauka vegna loftræstingar og loftaklæðningar í Íþróttamiðstöð

Málsnúmer 202402127Vakta málsnúmer

Á 1098. fundi byggðaráðs þann 29. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 26. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna ófyrirséðrar bilunar á loftræstibunaði í sturtuklefum og rakaskemmda á loftaklæðingu í kjölfarið. Fram kemur að í lok ársins 2023 bilaði loftræstibúnaður í fataklefum á neðri hæð Íþróttamiðstöðvar og ekki hefur tekist að gera við hann. Búnaðurinn er 13 ára gamall og er ekki framleiddur lengur. Hann er farinn að þarfnast mikils viðhalds og varahlutir fást ekki. Lagt er til að endurnýjun á loftræstingu í klefunum verði sett á viðhaldsáætlun 2025 þar sem það mun alltaf taka nokkra mánuði að fá nýjan búnað og setja hann upp. Þangað til verði brugðist við með því að koma eldri búnaðinum í gang til að halda uppi loftskiptum án mikillar hitastýringar og er áætlaður kostnaður kr. 700.000. Meðan loftræstingin virkaði ekki var loftið í sturtuklefunum það rakamettað að loftaplötur í báðum sturtuklefunum skemmdust og þarfnast endurnýjunar. Áætlaður kostnaður við kaup á nýjum loftaplötum og uppsentingu er kr. 1.500.000. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.200.000 á lið 31240-4610 við fjárhagsáætlun 2024.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 2.200.000 á lið 31240-4610, viðauki nr. 10, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 10 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 2.200.000 á lið 31240-4610 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

15.Frá 1098.fundi byggðaráðs þann 29.02.2024; Beiðni um viðauka vegna klórstöðva í Sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202402126Vakta málsnúmer

Á 1098. fundi byggðaráðs þann 29. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 26. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna klórstöðva í Sundlaug Dalvíkur að upphæð kr. 1.150.100. Í fjárhagáætlun 2024 er gert ráð fyrir kr. 6.000.000 vegna kaupa og uppsetningar á sex klórstöðvum en ljóst er að kostnaður verður aðeins hærri eða kr. 7.150.000. Þær klórstöðvar sem fyrir eru eru komnar til ára sinna og voru ekki endurnýjaðar þegar farið varið í endurnýjun á kerfinu árið 2017. Vonir eru bundnar við það að með endurnýjun núna náist meira jafnvægi á kerfi Sundlaugarinnar. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 11 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.150.100 á lið 31240-4610, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 11 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.150.100 á lið 31240-4610 og að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

16.Frá 1099. fundi byggðaráðs þann 07.03.2024; Beiðni um launaviðauka vegna veikinda starfsmanns

Málsnúmer 202403015Vakta málsnúmer

Á 1099. fundi byggðaráðs þann 7. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum beiðni um viðauka vegna veikinda, launaviðauki að upphæð kr. 3.640.265 við fjárhagsáætlun 2024, viðauki nr. 12, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 12 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 3.640.265 vegna veikindalauna. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt samhljóða að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

17.Frá 1100. fundi byggðaráðs þann 13.03.2024; Beiðni um viðauka vegna lofræstingar í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202403066Vakta málsnúmer

Á 1100. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar sem óskar eftir því að fá viðauka vegna uppsetningar loftræstikerfa á kennarastofum Dalvíkurskóla. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun 2024, viðauki nr. 13, að upphæð kr. 2.850.000.- á lið 31160-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 13 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 2.850.000 á lið 31160-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.

18.Frá 1100. fundi byggðaráðs þann 13.03.2024; Morgunmatur í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202311011Vakta málsnúmer

Á 1100. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum lið. Á 290. fundi fræðsluráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöðu á könnun sem lögð var fyrir foreldra varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að tilraun varðandi morgunmat verði gjaldfrjáls. Kostnaðargreining sýndi að viðbótarkostnaður, nema matarkostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. " Á 366.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað: Helgi Enarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:28. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að tilraun varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla í apríl og maí 2024 verði gjaldfrjáls með því skilyrði að kostnaðurinn, fyrir utan matarkostnað, rúmist innan heimildar í fjárhagsramma Dalvíkurskóla. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með 6 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með viðaukabeiðni fyrir matarkostnaði í byggðaráð fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.Niðurstaða:Helgi Einarsson vék af fundi kl. 13:36. Lagt er til af Gísla Bjarnasyni forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs að afgreiðslu málsins sé frestað. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta morgunmat í Dalvíkurskóla. "
Til máls tóku:
Helgi Einarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi undir þessum lið kl. 16:25.
Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.
Freyr Antonsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu byggðaráðs um frestun morgunmatar í Dalvíkurskóla og að skólastjórnendur tilkynni foreldrum að af þessari tilraun verði ekki.
Helgi Einarsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.

19.Frá 1100. fundi byggðaráðs þann 13.03.2024; 2024013915 - umsagnarbeiðni rekstrarleyfi veitinga. Skíðafélag Dalvíkur, Brekkusel

Málsnúmer 202402096Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:32.

Á 1100. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Hörður Finnbogason, framkvæmdarstjóri Skíðafélags Dalvíkur og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs mættu til fundar kl. 13:15. Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 20. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi veitinga í flokki III frá Skíðafélagi Dalvíkur vegna Brekkusels. Fram kemur að til staðar er rekstrarleyfi í flokki III en hér er sótt um veitingaleyfi með áfengisveitingum. Hámarksgestafjöldi: 65 gestir og 150 gestir í útisvæði Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa. Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 er óskað eftir umsögnum umsagnaraðila. Sérstaklega er óskað eftir afstöðu slökkviliðs ogheilbrigðiseftirlits til leyfilegs gestafjölda. Á 1098.fundi tók byggðaráð erindið til afgreiðslu og eftirfarandi var bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta frekari umfjöllun og afgreiðslu og óskar eftir að fá framkvæmdastjóra Skíðafélags Dalvíkur og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á fund byggðaráðs.Niðurstaða:Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi veitinga í flokki II frá Skíðafélagi Dalvíkur vegna Brekkusels. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa Dalvíkurbyggðar. Hörður Finnbogason, vék af fundi kl. 13:35. Helgi Einarsson situr hjá, Freyr Antonsson greiðir atkvæði með umsókninni og Lilja Guðnadóttir greiðir atkvæði gegn henni. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Til máls tóku:
Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að sveitarstjórn geri ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt, með því skilyrði að sala á vínveitingum fari ekki fram á meðan skipulagðar æfingar og keppnishald barna og unglinga er á vegum Skíðafélags Dalvíkur í Böggvisstaðafjalli.

Sigríður Jódís Gunnarsdóttir.

Lilja Guðnadóttir, sem leggur til eftirfarandi tillögu:
Ég legg til að sveitastjórn Dalvíkurbyggðar að umbeðnu leyfi Skíðafélags Dalvíkur til sölu vínveitinga á skíðasvæði þess í Böggvisstaðafjalli verði hafnað. Í Dalvíkurbyggð er í gildi Forvarnarstefna sem 11 aðilar; samtök, stofnanir og aðrir aðilar m.a. íþróttafélög eru aðilar að. Þessari forvarnarstefnu er ætlað að efla félagsauð, styrkja gott mannlíf ásamt því að hafa jákvæð áhrif á alla aldurshópa og fjölskyldulíf. Íþróttafélög, sem sveitafélagið styrkir myndarlega, er ætlað að starfa samkvæmt þessari forvarnarstefnu. Þar segir um hlutverk íþróttafélaga: „Íþróttafélög sem hafa með börn og unglinga að gera er ætlaður hlutur í framkvæmd forvarnarstefnu Dalvíkurbyggðar, þar sem þau hafa með höndum mikilvægt uppeldishlutverk í æskulýðs- og íþróttastarfi. Þar skal lögð áhersla á jákvætt, uppbyggilegt starf sem skili af sér sterkari, sjálfsöruggari einstaklingum. Félögin skulu stuðla að fræðslu á sviði forvarna og eiga gott samstarf við aðra aðila sem að þeim málum koma í sveitarfélaginu. Lögð er áhersla á að félögin setji forvarnarstarf í markmið sín og hafi ekki vímuefni um hönd í starfi eða á samkomum í nafni félaganna þar sem börn og ungmenni eru þátttakendur.“ Það er því mat mitt að með því að leyfa áfengissölu Skíðafélags Dalvíkur á skíðasvæðinu erum við að fara þvert á ákveðin grundvallargildi sem koma fram í samþykktri Forvarnarstefnu Dalvíkurbyggðar. Við eigum að horfa til réttar barna og ungmenna til að vera ekki í kringum áfengi. Einnig eiga foreldrar rétt á því að geta sent börn sín á íþróttaæfingu án þess að þau verði vitni að áfengisneyslu á staðnum.

Helgi Einarsson.
Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn hafnar tillögu forseta sveitarstjórnar með 5 atkvæðum, Sigríður Jódís Gunnarsdóttir situr hjá og Freyr Antonsson greiðir atkvæði með tillögunni.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu Lilju Guðnadóttur um að hafna umbeðnu leyfi með 5 atkvæðum, Sigríður Jódís Gunnarsdóttir og Freyr Antonsson sitja hjá.

20.Frá 1099. fundi byggðaráðs þann 07.03.2024; 2024014947 - umsagnarbeiðni rekstrarleyfi gistingar. Fjallkonan - Húsabakka

Málsnúmer 202402141Vakta málsnúmer

Á 1099. fundi byggðaráðs þann 7. mars 2024 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 27. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar um rekstrarleyfi gistingar í flokki IV frá Fjallkonunni ehf. vegna Húsabakka. Niðurstaða:Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við að leyfið sé veitt með fyrirvara um umsagnir byggingafulltrúa, slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs með fyrirvara um umsagnir byggingafulltrúa, slökkviliðsstjóra og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra.

21.Frá 1098. fundi byggðaráðs þann 29.02.2024; Víkingurinn 2024

Málsnúmer 202402108Vakta málsnúmer

Á 1098. fundi byggðaráðs þann 29. febrúar sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá Félagi kraftamanna, dagsett þann 22. febrúar 2024, þar sem fram kemur að ákveðið var á síðasta ári að gera breytingar á þann veg að sameina Vestfjarðavíkinginn, Austfjarðatröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót; VÍKINGURINN. Vilji er fyrir því að einbeita sér að einu stóru góðu móti til að fá lengri sýningar tíma hjá RÚV til að skila betri umfjöllun um stað, staðhætti, sögu, og annað menningarlegt. Ætlunin er að heimsækja 4 sveitarfélög og vera með 2 keppnisgreinar í hverju sveitarfélagi sem verður heimsótt. Óskað er eftir stuðningi á svipuðum nótum og undanfarin ár í formi gistingar, eina máltíð og kr. 250.000 í styrk. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna erindinu."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og hafnar erindi frá Félagi kraftamanna um stuðning vegna Víkingssins 2024.

22.Frá 1099. fundi byggðaráðs þann 07.03.2024; Íslandsmeistaramót í Snocross 23. mars á Dalvík

Málsnúmer 202403002Vakta málsnúmer

Á 1099. fundi byggðaráðs þann 7. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið vék Freyr Antonsson af fundi kl. 16:31 vegna vanhæfis og tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu. Tekið fyrir erindi frá Frey Antonssyni, dagsett þann 29. febrúar sl, þar sem sótt er um í nafni Miðgarðs Aktursíþróttafélags, KKA Akstursíþróttafélags og MSÍ Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands um formlegt leyfi til að halda Íslandsmeistrarmót í Snocross á Dalvík 23. mars fyrir norðan fiskvinnsluhús Samherja. Svæðið er á hafnarsvæðinu og er merkt með grænu á meðfylgjandi mynd.Í undirbúningi og meðan á keppni stendur verður snjó safnað á svæðið og úr honum dreift til að mynda keppnishring. Áhorfendasvæði verða sett upp og öryggissvæði skilgreint samkvæmt Snocross reglum MSÍ sem eru meðfylgjandi. Leitað verður samráðs og sótt um leyfi til lóðarhafa á svæðinu. Sveitarstjóri upplýsti að erindið var á dagskrá veitu- og hafnaráðs sl. miðvikudag til umsagnar en það þurfti að taka málið af dagskrá þar sem 3 kjörnir fulltrúar af 5 mættu á fundinn, einn af þeim var vanhæfur í málinu og því var fundurinn orðinn ólögmætur til að fjalla um og afgreiða málið.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að leggja til við sveitarstjórn að umbeðið leyfi sé veitt með því skilyrði að mótshaldarar gangi vel um, gangi frá svæðinu að móti loknu og sæki um öll viðeigandi leyfi."
Til máls tóku:

Freyr Antonsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínum og vék af fundi kl. 16:50.
1. varaforseti, Lilja Guðnadóttir, tók við fundarstjórn.

Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitastjórn samþykkir samljóða með 6 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og veitir umbeðið leyfi með því skilyrði að mótshaldarar gangi vel um, gangi frá svæðinu að móti loknu og sæki um öll viðeigandi leyfi. Sveitarstjórn fagnar því að þessi viðburður verði í Dalvíkurbyggð.
Freyr Antonsson tekur ekki þátt í atkvæðagreiðslu og umfjöllun vegna vanhæfis.

23.Frá 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 08.03.2024; Sláttur og umhirða opinna svæða 2024

Málsnúmer 202403054Vakta málsnúmer

Freyr Antonsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:52 og tók við fundarstjórn.

Á 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Verksamningur við EB ehf. um slátt og hirðingu opinna svæða í Dalvíkurbyggð rann út á síðasta ári. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að vegna tímaskorts verði Framkvæmdasviði falið að semja við núverandi verktaka á grundvelli eldri samnings fyrir sumarið 2024. Ráðið leggur til að verkið verði boðið út næsta haust og að við gerð nýs útboðs verði meiri áhersla lögð á umhirðu beða og gróðurs samhliða slætti á opnum svæðum. Smþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs og þá tillögu að samið verði við núverandi verktaka á grundvelli eldri samnings fyrir sumarið 2024 en verkið verði boðið út haustið 2024.

24.Frá 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 08.03.2024; Styrktarsamningur við Björgunarsveitina Dalvík

Málsnúmer 202403057Vakta málsnúmer

Á 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Fyrir fundinum lágu drög að samningi við Björgunarsveitina á Dalvík 2024-2027. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð gerir ekki atugasemdir við framlögð drög. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Til máls tók:
Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessum lið verði vísað til umfjöllunar í byggðaráði.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

25.Frá 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 08.03.2024; Leiksvæði á opnum svæðum í Dalvíkurbyggð - viðhald og endurnýjun

Málsnúmer 202403056Vakta málsnúmer

Á 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. mars 2024 var eftirfarandi bókað.
"Farið yfir ástand þeirra fimm leiksvæða sem eru á opnum svæðum í Dalvíkurbyggð. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð leggur til að sérstök áhersla verði lögð á endurnýjun leiktækja í Skógarhólum sumarið 2024. Ráðið felur deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar að vinna endurnýjunar- og kostnaðaráætlun fyrir leiksvæði á opnum svæðum sem nýtist við gerð fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu og áherslu umhverfis- og dreifbýlisráðs á endurnýjun leiktækja í Skógarhólum sumarið 2024.

26.Frá 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 08.03.2024; Styrkvegir, umsókn um styrk til samgönguleiðar

Málsnúmer 202402138Vakta málsnúmer

Á 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Vegagerðin auglýsir eftir umsóknum í Styrkvegasjóð sinn. Umsóknarfrestur er til 22. mars nk.Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð felur Framkvæmdasviði að sækja um í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar fyrir viðhaldi og gerð göngubrúa fremst í Svarfaðar- og Skíðadal, viðhald á vegi fram Þorvaldsdal, fram í Stekkjarhús og upp á Helju. Smþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að sótt verði í styrkvegasjóð Vegagerðarinnar vegna viðhalds og gerð göngubrúa fremst í Svarfaðar- og Skíðadal, viðhald á vegi fram Þorvaldsdal, fram í Stekkjarhús og upp á Helju.

27.Frá 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 08.03.2024; Tillaga um samstarf um meðhöndlun textíls

Málsnúmer 202402052Vakta málsnúmer

Á 18. fundi umhverfis- og dreifbýlisráðs þann 8. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Með erindi, dagsettu 8. febrúar 2024, óskar Ingibjörg Elín Halldórsdóttir fyrir hönd Rauða krossins við Eyjafjörð eftir samstarfi við Dalvíkurbyggð við meðhöndlun textíls, en forsendubreyting hefur orðið á verkefninu við breytingar á lögum um meðhöndlun úrgangs. Niðurstaða:Umhverfis- og dreifbýlisráð samþykkir að halda áfram samstarfi við Rauða krossinn í Eyjafirði um söfnun textíls. Ráðið leggur til að starfsmenn Framkvæmdasviðs leiti leiða til að koma þeim textíl sem ekki nýtist Rauða krossinum í förgunarfarveg í samvinnu við Akureyrarbæ. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu umhverfis- og dreifbýlisráðs um að halda áfram samstarfi við Rauða Krossinn í Eyjafirði um söfnun textíls. Jafnframt samþykkir sveitarstjórn þá tillögu ráðsins að leitað verði leiða til að koma þeim textíl sem ekki nýtist Rauða krossinum í förgunarfarveg í samvinnu við Akureyrarbæ.

28.Frá 18. fundi skipulagsráðs þann 13.03.2024; Skógarhólar - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202402087Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram lýsing, unnin af Teikna - Teiknistofu arkitekta, fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis vegna áforma um stækkun íbúðarbyggðar ÍB-314. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki lýsinguna og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum fyrirliggjandi lýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 og deiliskipulagi Hóla- og Túnahverfis vegna áforma um stækkun íbúðarbyggðar ÍB-314 og að hún verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

29.Frá 18. fundi skipulagsráðs þann 13.03.2024; Miðsvæði Dalvíkur - breyting á aðalskipulagi

Málsnúmer 202401062Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæðum ÍB-302 og ÍB-303, unnin af Teikna - Teiknistofu arkitekta. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 til samræmis við erindið. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum tillögu skipulagsráðs um að gerð verði breyting á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008 - 2020 til samræmis við erindið og fyrirliggjandi tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Dalvíkurbyggðar 2008-2020 vegna stækkunar á íbúðarsvæðum ÍB-302 og ÍB-303.

30.Frá 18. fundi skipulagsráðs þann 13.03.2024; Dalvík miðsvæði - nýtt deiliskipulag

Málsnúmer 202202043Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á fundi skipulagsráðs þann 14. febrúar sl. var ákveðið að breyta forsendum fyrir vinnu við nýtt deiliskipulag fyrir miðsvæði Dalvíkur. Deiliskipulagsvinnu við miðsvæði verður frestað og í stað þess verður lögð áhersla á að ljúka deiliskipulagsvinnu fyrir íbúðarlóðir í nágrenni við Dalbæ. Í samræmi við það eru nú lögð fram drög að tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg, unnin af Form ráðgjöf ehf. Tillagan gerir ráð fyrir stækkun skipulagssvæðisins til vesturs að Karlsrauðatorgi, breytingum á afmörkun lóða og vegtengingum auk þess sem skilgreindar verða þrjár nýjar lóðir fyrir parhús, raðhús og fjölbýlishús fyrir íbúa 60 ára og eldri. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi íbúðarsvæðis við Kirkjuveg og að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

31.Frá 18. fundi skipulagsráðs þann 13.03.2024; Aðalgata 11 Hauganesi - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202403052Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 4. mars 2024 þar sem Arnar Már Snorrason sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 11 við Aðalgötu á Hauganesi. Breytingin felur í sér stækkun á byggingarreit ásamt því að nýtingarhlutfall hækkar úr 0,1 í 0,2. Meðfylgjandi eru skýringaruppdrættir.Niðurstaða:Gunnþór Sveinbjörnsson D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls. Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hauganess skv. til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalgötu 13 og 15 og Nesvegi 2. Er afgreiðslan með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands um byggingaráform á lóð Aðalgötu 11. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Hauganess til samræmis við erindið. Breytingin er óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44 gr. laganna. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt þá tillögu að grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalgötu 13 og 15 og Nesvegi 2.
Afgreiðsla sveitarstjórnar er með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands um byggingaráform á lóð Aðalgötu 11.

32.Frá 18. fundi skipulagsráðs þann 13.03.2024; Gullbringa - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 202402037Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars 2024 var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 7. febrúar 2024 þar sem Stefán Örn Stefánsson sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Gullbringuland í Svarfaðardal. Breytingin felst í eftirfarandi: - Stækkun byggingarreits á lóð Bringu. - Skiptingu lóðarinnar Gullbringu í tvær lóðir sem fá staðföngin Gullbringa og Efri Gullbringa. Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki að gerð verði breyting á deiliskipulagi Gullbringu til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu skv. 44. gr. laganna. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi Gullbringu til samræmis við erindið. Breytingin er óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

33.Frá 18. fundi skipulagsráðs þann 13.03.2024; Skíðabraut 7b - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 202403051Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 5. mars 2024 þar sem Kristín Helga Gunnarsdóttir óskar eftir heimild fyrir tveimur bílastæðum framan við hús nr. 7B við Skíðabraut. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu. Niðurstaða:Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Til máls tók:
Lilja Guðnadóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu um heimild fyrir tveimur bílastæðum framan við hús nr. 7B við Skíðabraut.

34.Frá 18. fundi skipulagsráðs þann 13.03.2024; Dalvíkurlína 2 - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 202309083Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13.mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 16. janúar 2024 þar sem Landsnet hf. sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Dalvíkurlínu 2. Meðfylgjandi eru framkvæmdalýsing og yfirlitsmynd.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki útgáfu framkvæmdaleyfis þegar öll tilskilin gögn hafa borist. Er afgreiðslan með fyrirvara um jákvæðar umsagnir umsagnaraðila. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu skipulagsráðs og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir lagningu Dalvíkurlínu 2 þegar öll tilskilin gögn hafa borist, með fyrirvara um jákvæðar umsagnir umsagnaraðila.

35.Frá 18. fundi skipulagsráðs þann 13.03.2024; Umsókn um byggingaleyfi við Hringtún 10, Hafþór Helgason

Málsnúmer 202308109Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 1. mars 2024 þar sem Hafþór Helgason óskar eftir niðurfellingu á gatnagerðargjöldum fyrir lóð nr. 10 við Hringtún. Niðurstaða:Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindi um niðurfellingu á gatnagerðargjöldum fyrir lóð nr. 10 við Hringtún.

36.Frá 18. fundi skipulagsráðs þann 13.03.2024; Hella - umsókn um breytingu á staðfangi

Málsnúmer 202311046Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Erindi dagsett 7. desember 2023 þar sem Ævar Bóasson sækir um breytingu á staðfanginu Hella land í Hella.Niðurstaða:Emil Júlíus Einarsson K-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls. Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til sveitarstjórnar til staðfestingar. Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir umsókn um breytingu á staðfanginu Hella land í Hella.

37.Frá 18. fundi skipulagsráðs þann 13.03.2024; Almennir byggingarskilmálar fyrir lóðir sem Dalvíkurbyggð úthlutar

Málsnúmer 201806122Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að uppfærslu á Almennum byggingarskilmálum fyrir lóðir sem Dalvíkurbyggð úthlutar. Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu skipulagsráðs og samþykkir fyrirliggjandi tillögu á Almennum byggingarskilmálum fyrir lóðir sem Dalvíkurbyggð úthlutar.

38.Frá 18. fundi skipulagsráðs þann 13.03.2024; Erindisbréf Skipulagsráðs - heimildir frá sveitarstjórn til fullnaðarafgreiðslu

Málsnúmer 202212017Vakta málsnúmer

Á 18. fundi skipulagsráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Lögð fram tillaga að breytingum á erindisbréfi skipulagsráðs þar sem m.a. er gert ráð fyrir auknum heimildum til fullnaðarafgreiðslu mála. Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 14. febrúar sl.Niðurstaða:Skipulagsráð leggur til við sveitarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingum á erindisbréfi skipulagsráðs í því skyni að efla skilvirkni stjórnsýslu, auka málshraða og stytta fundartíma. Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum. "
Til máls tóku:

Forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessu máli verði vísað til byggðaráðs til umfjöllunar.

Monika Margrét Stefánsdóttir.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta.

39.Frá 1099. fundi byggðaráðs þann 07.03.2024; Selárland - uppbyggingarsvæði

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 1099. fundi byggðaráðs þann 7. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1098. fundi byggðaráðs þann 29. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1097. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað: "Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um stöðu mála hvað varðar drögin að viljayfirlýsingunni. Ábendingar og athugasemdir hafa komið frá forsvarsmönnum Ektabaða ehf. og það eru nokkur atriði sem þarf að fara í gegnum og ræða.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið að málinu." Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að ofangreindri viljayfirlýsingu með breytingartillögum frá forsvarsmönnum Ektabað ehf. Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundi með bæjarlögmmani þar sem farið var þær breytingar sem lagðar eru til ásamt yfirferð skipulagsfulltrúa. Á fundinum var farið yfir drög að viljayfirlýsingunni með tillögum Dalvíkurbyggðar að breytingum við tillögum forsvarsmanna Ektabaða ehf. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að senda forsvarsmönnum Ektaböðum ehf. viljayfirlýsinguna til yfirferðar eins og hún liggur fyrir með ábendingum sem komu fram á fundi byggðaráðs. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Ektabaða ehf. þar sem farið verði yfir viljayfirlýsinguna í sameiningu." Á fundinum var kynntur rafpóstur frá Helga Jóhannessyni, lögmanni fyrir hönd Ektabaða ehf., dagsettur þann 6 mars sl., þar sem meðfylgjandi er ofangreind viljayfirlýsingu með breytingartillögum Ektabaða ehf. Ektaböð ehf. sjá fyrir sér að næstu skref ættu að vera sameiginlegur fundur framkvæmdaaðila og Dalvíkurbyggðar til að fínpússa viljayfirlýsinguna.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að finna fundartíma í næstu viku."
Til máls tók:

Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að þessu máli verði áfram vísað til byggðaráðs til frekari vinnslu og með heimild til fullnaðarafgreiðslu

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

40.Frá 1100. fundi byggðaráðs þann 13.03.2024; Úttekt á rekstri Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 202310141Vakta málsnúmer

Á 1100. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 31. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 3.300.000 án vsk. vegna úttektar á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar í ljósi hallarekstur. Fyrir liggur samþykki frá sveitarstjórn á tillögu veitu- og hafnaráðs um að gerð verði úttekt á rekstri Hafnasjóðs. Með fundarboði fylgdi einnig verkefna tillaga frá KPMG varðandi útttektina.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka vegna úttektar á rekstri Hafnasjóðs, viðauki nr. 36 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 3.300.000 á lið 41210-4391 þannig að hann verði kr. 3.400.000 í stað kr. 100.000 og að honum verði mmætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi verkefnatillögu frá KPMG." Leiðrétting á númeri viðauka - verður nr. 38 í stað nr. 36. Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 38 (leiðrétting á númeri) við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 3.300.000 á lið 41210-4391 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi verkefnatillögu frá KPMG. Á 133. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. mars sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið kl. 9:15 komu til fundar Magnús Kristjánsson ráðgjafi frá KPMG, jafnframt hafnaverðirnir Björn Björnsson og Arnþór Hjörleifsson. Magnús Kristjánsson fór yfir drög að úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar. Magnús, Björn og Arnþór viku að fundi kl. 10:40 Ábendingar fundarmanna, ef einhverjar, berist til sveitarstjóra fram til hádegis föstudaginn 8.mars. Vísað til byggðaráðs til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum." Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa úttektinni til sveitarstjórnar til umfjöllunnar. "
Til máls tóku:
Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að KPMG verði falið að klára greiningu á rekstri Hafnasjóðs er varðar 2023.

Monika Margrét Stefánsdóttir.
Helgi Einarsson.

Fleiri tóku ekki til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.

41.Frá 1100. fundi byggðaráðs þann 13.03.2024; Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar í tengslum við kjarasamninga.

Málsnúmer 202403065Vakta málsnúmer

Á 1100. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga sem inniheldur áskorun vegna yfirlýsingar til sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga. Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi bókun: "Sveitarstjórn Dalvíkurbygðar taldi við samþykkt fjárhagsáætlunar að mikilvægt væri að horft væri til samstillts átaks til að ná niður verðbólgu og vöxtum. Komi til þess þá væri Dalvíkurbyggð tilbúið til að koma að slíku átaki. Byggðaráð fagnar því gerð kjarasamnings til fjögurra ára á almennum markaði. Með von um að skrifað verði undir sambærilega samninga hjá öðrum aðilum á vinnumarkaði. Dalvíkurbyggð mun nú hefja endurskoðun gjaldskrárhækkana umfram 3,5% sem snúa að íbúum, börnum og barnafjölskyldum. Flestar gjaldskrár voru hækkaðar um 4,9%. Dalvíkurbyggð hefur brúað bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla í yfir 20 ár. Á þessu ári er tekið á móti börnum frá 12 mánaða aldri. Dalvíkurbyggð vinnur nú að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð á Árskógssandi, á Dalvík ofan Böggvisbrautar, suðurbæ, kringum Dalbæ og Sandskeið. Áður var lokið við deiliskipulag á Hauganesi. Á næstu árum mun því verða stóraukið lóðaframboð. Byggðaráð hefur óskað eftir inngöngu í Brák íbúðafélag hses. sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2022 af sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum húsnæðissjálfseignastofnunum með fáar íbúðir í rekstri. Brák er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna. Viðræður eru einnig hafnar við leigufélagið Bríeti þar sem einstaklingum og fjölskyldum gefst kostur á að leigja íbúðir til lengri tíma. Bríet kaupir eða byggir íbúðir og hefur umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna. Ríki og sveitarfélög munu útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í sameiningu fyrir lok maí 2024. Dalvíkurbyggð mun kynna sína aðkomu þegar útfærslan liggur fyrir. "
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda bókun byggðaráðs og gerir hana að sinni.


42.Frá stjórn Dalbæjar; Fundargerðir stjórnar frá 21.02.2024

Málsnúmer 202402083Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Dalbæjar frá 21. febrúar sl.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:39.

Nefndarmenn
  • Freyr Antonsson aðalmaður
  • Sigríður Jódís Gunnarsdóttir aðalmaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
  • Katrín Sif Ingvarsdóttir aðalmaður
  • Helgi Einarsson aðalmaður
  • Gunnar Kristinn Guðmundsson aðalmaður
  • Monika Margrét Stefánsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs