Tekið fyrir erindi frá Félagi kraftamanna, dagsett þann 22. febrúar 2024, þar sem fram kemur að ákveðið var á síðasta ári að gera breytingar á þann veg að sameina Vestfjarðavíkinginn, Austfjarðatröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót; VÍKINGURINN. Vilji er fyrir því að einbeita sér að einu stóru góðu móti til að fá lengri sýningar tíma hjá RÚV til að skila betri umfjöllun um stað, staðhætti, sögu, og annað menningarlegt. Ætlunin er að heimsækja 4 sveitarfélög og vera með 2 keppnisgreinar í hverju sveitarfélagi sem verður heimsótt.
Óskað er eftir stuðningi á svipuðum nótum og undanfarin ár í formi gistingar, eina máltíð og kr. 250.000 í styrk.