Byggðaráð

1098. fundur 29. febrúar 2024 kl. 13:15 - 15:21 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Kynning frá Leigufélaginu Bríet ehf.

Málsnúmer 202402137Vakta málsnúmer

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Helgi Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Leigufélagsins Bríetar ehf., kl. 13:15 í gegnum TEAMS.

Helgi Haukur kynnti starfsemi félagsins.

https://briet.is/

Helgi Haukur vék af fundi kl. 13:42.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir viðræðum við Leigufélagið Bríet ehf.

2.Selárland - uppbyggingarsvæði; viljayfirlýsing við Ektaböð ehf.

Málsnúmer 202308038Vakta málsnúmer

Á 1097. fundi byggðaráðs þann 22. febrúar sl. var m.a. eftirfarandi bókað:
"Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsti um stöðu mála hvað varðar drögin að viljayfirlýsingunni. Ábendingar og athugasemdir hafa komið frá forsvarsmönnum Ektabaða ehf. og það eru nokkur atriði sem þarf að fara í gegnum og ræða.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar og áfram verður unnið að málinu."

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að ofangreindri viljayfirlýsingu með breytingartillögum frá forsvarsmönnum Ektabað ehf.

Sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerðu grein fyrir fundi með bæjarlögmmani þar sem farið var þær breytingar sem lagðar eru til ásamt yfirferð skipulagsfulltrúa.

Á fundinum var farið yfir drög að viljayfirlýsingunni með tillögum Dalvíkurbyggðar að breytingum við tillögum forsvarsmanna Ektabaða ehf.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að senda forsvarsmönnum Ektaböðum ehf. viljayfirlýsinguna til yfirferðar eins og hún liggur fyrir með ábendingum sem komu fram á fundi byggðaráðs.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir fundi með forsvarsmönnum Ektabaða ehf. þar sem farið verði yfir viljayfirlýsinguna í sameiningu.

3.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna loftræstingar og loftaklæðningar í Íþróttamiðstöð

Málsnúmer 202402127Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 26. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna ófyrirséðrar bilunar á loftræstibunaði í sturtuklefum og rakaskemmda á loftaklæðingu í kjölfarið.

Fram kemur að í lok ársins 2023 bilaði loftræstibúnaður í fataklefum á neðri hæð Íþróttamiðstöðvar og ekki hefur tekist að gera við hann. Búnaðurinn er 13 ára gamall og er ekki framleiddur lengur. Hann er farinn að þarfnast mikils viðhalds og varahlutir fást ekki. Lagt er til að endurnýjun á loftræstingu í klefunum verði sett á viðhaldsáætlun 2025 þar sem það mun alltaf taka nokkra mánuði að fá nýjan búnað og setja hann upp. Þangað til verði brugðist við með því að koma eldri búnaðinum í gang til að halda uppi loftskiptum án mikillar hitastýringar og er áætlaður kostnaður kr. 700.000.

Meðan loftræstingin virkaði ekki var loftið í sturtuklefunum það rakamettað að loftaplötur í báðum sturtuklefunum skemmdust og þarfnast endurnýjunar. Áætlaður kostnaður við kaup á nýjum loftaplötum og uppsentingu er kr. 1.500.000.

Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 2.200.000 á lið 31240-4610 við fjárhagsáætlun 2024.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 2.200.000 á lið 31240-4610, viðauki nr. 10, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu í sveitarstjórn.

4.Frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar; Beiðni um viðauka vegna klórstöðva í Sundlaug Dalvíkur

Málsnúmer 202402126Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar, dagsett þann 26. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 vegna klórstöðva í Sundlaug Dalvíkur að upphæð kr. 1.150.100. Í fjárhagáætlun 2024 er gert ráð fyrir kr. 6.000.000 vegna kaupa og uppsetningar á sex klórstöðvum en ljóst er að kostnaður verður aðeins hærri eða kr. 7.150.000. Þær klórstöðvar sem fyrir eru eru komnar til ára sinna og voru ekki endurnýjaðar þegar farið varið í endurnýjun á kerfinu árið 2017. Vonir eru bundnar við það að með endurnýjun núna náist meira jafnvægi á kerfi Sundlaugarinnar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 11 við fjárhagsáætlun 2024 að upphæð kr. 1.150.100 á lið 31240-4610, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202402089Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðaukabeiðni frá leikskólastjóra Krílakots að upphæð kr. 3.003.505, viðauki nr. 9 við fjárhagsáætlun 2024, á deild 04140 - laun, og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; 2024013915 - umsagnarbeiðni rekstrarleyfi veitinga. Skíðafélag Dalvíkur, Brekkusel

Málsnúmer 202402096Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 20. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi veitinga í flokki III frá Skíðafélagi Dalvíkur vegna Brekkusels. Fram kemur að til staðar er rekstrarleyfi í flokki III en hér er sótt um veitingaleyfi með áfengisveitingum. Hámarksgestafjöldi: 65 gestir og 150 gestir í útisvæði

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 er óskað eftir umsögnum umsagnaraðila. Sérstaklega er óskað eftir afstöðu slökkviliðs ogheilbrigðiseftirlits til leyfilegs gestafjölda
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta frekari umfjöllun og afgreiðslu og óskar eftir að fá framkvæmdastjóra Skíðafélags Dalvíkur og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á fund byggðaráðs.

7.Frá Félagi kraftamanna; Víkingurinn 2024

Málsnúmer 202402108Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Félagi kraftamanna, dagsett þann 22. febrúar 2024, þar sem fram kemur að ákveðið var á síðasta ári að gera breytingar á þann veg að sameina Vestfjarðavíkinginn, Austfjarðatröllið og Norðurlands Jakann í eitt mót; VÍKINGURINN. Vilji er fyrir því að einbeita sér að einu stóru góðu móti til að fá lengri sýningar tíma hjá RÚV til að skila betri umfjöllun um stað, staðhætti, sögu, og annað menningarlegt. Ætlunin er að heimsækja 4 sveitarfélög og vera með 2 keppnisgreinar í hverju sveitarfélagi sem verður heimsótt.

Óskað er eftir stuðningi á svipuðum nótum og undanfarin ár í formi gistingar, eina máltíð og kr. 250.000 í styrk.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að hafna erindinu.

8.Frá innviðaráðuneytinu; Drög að borgarstefnu í samráðsgátt

Málsnúmer 202402107Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá Innviðaráðuneytinu, dagsettur þann 22. febrúar sl., þar sem ráðuneytið vekur athygli á því að drög að fyrstu borgarstefnu fyrir Ísland hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í drögum að borgarstefnu er lagður grunnur að umræðu um núverandi stöðu, lykilviðfangsefni og framtíðarsýn fyrir borgarsvæðin. Mikilvægt er að fá fram skoðanir og álit almennings og annarra hagaðila.
Frestur til að skila umsögn er til og með 22. mars nk
Frestað frekari umfjöllunar og afgreiðslu.

9.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fundargerð stjórnar.

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 943.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:21.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs