Helgi Einarsson kom inn á fundinn að nýju kl. 16:32.
Á 1100. fundi byggðaráðs þann 13. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Hörður Finnbogason, framkvæmdarstjóri Skíðafélags Dalvíkur og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs mættu til fundar kl. 13:15. Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 20. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi veitinga í flokki III frá Skíðafélagi Dalvíkur vegna Brekkusels. Fram kemur að til staðar er rekstrarleyfi í flokki III en hér er sótt um veitingaleyfi með áfengisveitingum. Hámarksgestafjöldi: 65 gestir og 150 gestir í útisvæði Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa. Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 er óskað eftir umsögnum umsagnaraðila. Sérstaklega er óskað eftir afstöðu slökkviliðs ogheilbrigðiseftirlits til leyfilegs gestafjölda. Á 1098.fundi tók byggðaráð erindið til afgreiðslu og eftirfarandi var bókað: Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta frekari umfjöllun og afgreiðslu og óskar eftir að fá framkvæmdastjóra Skíðafélags Dalvíkur og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á fund byggðaráðs.Niðurstaða:Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi veitinga í flokki II frá Skíðafélagi Dalvíkur vegna Brekkusels. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa Dalvíkurbyggðar. Hörður Finnbogason, vék af fundi kl. 13:35. Helgi Einarsson situr hjá, Freyr Antonsson greiðir atkvæði með umsókninni og Lilja Guðnadóttir greiðir atkvæði gegn henni. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar."