Byggðaráð

1100. fundur 13. mars 2024 kl. 13:15 - 15:30 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá

1.2024013915 - umsagnarbeiðni rekstrarleyfi veitinga. Skíðafélag Dalvíkur, Brekkusel

Málsnúmer 202402096Vakta málsnúmer

Hörður Finnbogason, framkvæmdarstjóri Skíðafélags Dalvíkur og Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs mættu til fundar kl. 13:15.

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, dagsett þann 20. febrúar sl., þar sem óskað er umsagnar vegna umsóknar um rekstrarleyfi veitinga í flokki III frá Skíðafélagi Dalvíkur vegna Brekkusels. Fram kemur að til staðar er rekstrarleyfi í flokki III en hér er sótt um veitingaleyfi með áfengisveitingum. Hámarksgestafjöldi: 65 gestir og 150 gestir í útisvæði

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi jákvæð umsögn slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa.

Með vísan til 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 26. og 27. gr. reglugerðar nr. 1277/2016 er óskað eftir umsögnum umsagnaraðila. Sérstaklega er óskað eftir afstöðu slökkviliðs ogheilbrigðiseftirlits til leyfilegs gestafjölda.

Á 1098.fundi tók byggðaráð erindið til afgreiðslu og eftirfarandi var bókað:
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta frekari umfjöllun og afgreiðslu og óskar eftir að fá framkvæmdastjóra Skíðafélags Dalvíkur og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa á fund byggðaráðs.
Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra þar sem óskað er umsagnar um umsókn um rekstrarleyfi veitinga í flokki II frá Skíðafélagi Dalvíkur vegna Brekkusels. Fyrir liggur jákvæð umsögn frá slökkviliðsstjóra og skipulagsfulltrúa Dalvíkurbyggðar.

Hörður Finnbogason, vék af fundi kl. 13:35.

Helgi Einarsson situr hjá, Freyr Antonsson greiðir atkvæði með umsókninni og Lilja Guðnadóttir greiðir atkvæði gegn henni.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Morgunmatur í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202311011Vakta málsnúmer

Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

Á 290. fundi fræðsluráðs þann 14. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Friðrik Arnarson, skólastjóri Árskógar - og Dalvíkurskóla, fór yfir niðurstöðu á könnun sem lögð var fyrir foreldra varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla.Niðurstaða:Fræðsluráð leggur til að tilraun varðandi morgunmat verði gjaldfrjáls. Kostnaðargreining sýndi að viðbótarkostnaður, nema matarkostnaður rúmast innan fjárhagsáætlunar. "

Á 366.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Helgi Enarsson, sem gerði grein fyrir vanhæfi sínu og vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu kl. 16:28. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 6 atkvæðum ofangreinda tillögu fræðsluráðs um að tilraun varðandi morgunmat í Dalvíkurskóla í apríl og maí 2024 verði gjaldfrjáls með því skilyrði að kostnaðurinn, fyrir utan matarkostnað, rúmist innan heimildar í fjárhagsramma Dalvíkurskóla. Sveitarstjórn samþykkir jafnframt með 6 atkvæðum að fela sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs að koma með viðaukabeiðni fyrir matarkostnaði í byggðaráð fyrir næsta fund sveitarstjórnar. Helgi Einarsson tekur ekki þátt í umfjöllun og atkvæðagreiðslu vegna vanhæfis.
Helgi Einarsson vék af fundi kl. 13:36.

Lagt er til af Gísla Bjarnasyni forstöðumanni fræðslu- og menningarsviðs að afgreiðslu málsins sé frestað.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum að fresta morgunmat í Dalvíkurskóla.

3.Ósk um niðurgreiðslu á árskortum í líkamsrækt.

Málsnúmer 202403001Vakta málsnúmer

Helgi Einarsson kemur aftur inn á fundinn k. 13:45.
Gísli Bjarnason sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs sat fundinn undir þessum lið.

Fyrir liggur tillaga frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs Dalvikurbyggðar og deildarstjóra fræðslu-, frístunda- og menningarmála, til byggðaráðs Dalvíkurbyggðar og bæjarráðs Fjallabyggðar um niðurgreiðslu á árskortum í líkamsrækt fyrir starfandi lögreglumenn á Tröllaskaga þannig að þeir geti notað árskortið í báðum sveitarfélögum. Tillagan er framkomin í kjölfar erindis frá aðalvarðstjóra . Þau leggja til nýja gjaldskrá sem lögð verði fyrir Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð til samþykktar í bæjar- og sveitarstjórn.
Fyrir liggur að búið er að samþykkja beiðnina í bæjarráði Fjallabyggðar. Sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs falið að koma með tillögu að uppfærðri gjaldskrá. Byggðaráðs samþykki samhljóða með 3 atkvæðum.

Gísli Bjarnason vék af fundi kl. 13:55

4.Minnisvarði um True detective

Málsnúmer 202401069Vakta málsnúmer

Friðjón Árni Sigurvinsson, þjónustu- og upplýsingafulltrúi mætti til fundar kl. 14:00.

Á 1096.fundi byggðaráðs þann 18.janúar sl. var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela upplýsingafulltrúa að vinna áfram að málinu.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi minnisblað, dagsett þann 12. mars 2024, þar sem gert er grein fyrir vinnu upplýsingafulltrúa og hugmyndum að 3 leiðum varðandi minnisvarðann.
Byggðaráð þakka Friðjóni fyrir komuna.
Friðjón Árni vék af fundi kl. 14:15
Lagt fram til kynningar.

5.Beiðni um viðauka vegna lofræstingar í Dalvíkurskóla

Málsnúmer 202403066Vakta málsnúmer

Erindi frá deildarstjóra Eigna- og framkvæmdadeildar sem óskar eftir því að fá viðauka vegna uppsetningar loftræstikerfa á kennarastofum Dalvíkurskóla.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni við fjárhagsáætlun 2024, viðauki nr. 13, að upphæð kr. 2.850.000.- á lið 31160-4610 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar; KPMG

Málsnúmer 202310141Vakta málsnúmer

Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 31. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 3.300.000 án vsk. vegna úttektar á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar í ljósi hallarekstur. Fyrir liggur samþykki frá sveitarstjórn á tillögu veitu- og hafnaráðs um að gerð verði úttekt á rekstri Hafnasjóðs. Með fundarboði fylgdi einnig verkefna tillaga frá KPMG varðandi útttektina.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka vegna úttektar á rekstri Hafnasjóðs, viðauki nr. 36 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 3.300.000 á lið 41210-4391 þannig að hann verði kr. 3.400.000 í stað kr. 100.000 og að honum verði mmætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi verkefnatillögu frá KPMG." Leiðrétting á númeri viðauka - verður nr. 38 í stað nr. 36.

Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 38 (leiðrétting á númeri) við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 3.300.000 á lið 41210-4391 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi verkefnatillögu frá KPMG.

Á 133. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kl. 9:15 komu til fundar Magnús Kristjánsson ráðgjafi frá KPMG, jafnframt hafnaverðirnir Björn Björnsson og Arnþór Hjörleifsson.
Magnús Kristjánsson fór yfir drög að úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar.

Magnús, Björn og Arnþór viku að fundi kl. 10:40

Ábendingar fundarmanna, ef einhverjar, berist til sveitarstjóra fram til hádegis föstudaginn 8.mars. Vísað til byggðaráðs til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa úttektinni til sveitarstjórnar til umfjöllunnar.

7.Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal

Málsnúmer 202401017Vakta málsnúmer

Á 1095. fundi byggðaráðs þann 8. febrúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Jón Jónsson, lögmaður frá lögmannsstofunni Sókn fyrir hönd Arctic Hydro hf., kl. 13:15 í gegnum TEAMS. Á 1094. fundi byggðaráðs þann 25. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Á 1093. fundi byggðaráðs þann 18. janúar sl. var eftirfarandi bókað: "Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Snævar Örn Georgsson frá EFLU, Skírnir Sigurbjörnsson, Sigurbjörn Skírnisson og Eiður Pétursson frá Artic Hydro hf., kl. 13.15, og sveitarstjórnarfulltrúarnir Freyr Antonsson í gegnum TEAMS, Gunnar Guðmundsson, Katrín Sif Ingvarsdóttir, Monika Margrét Sigurðardóttir. Ennig sat fundinn Halla Dögg Káradóttir, veitustjóri. Tekið fyrir erindi frá Arctic Hydro hf., dagsett þann 21. desember 2023, þar sem óskað er eftir því að fá kynningarfund með Dalvíkurbyggð þar sem kynnt verða áform um fyrirhugaða Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal. Í kynningunni verður farið yfir tilhögun virkjunarinnar, þá forhönnun og samráð sem hefur átt sér stað, skipulagsmál, framkvæmdaraðila, reynslu af sambærilegum verkum og helstu umhverfisáhrif. Forsvarsmenn Arctic Hydro hf. kynntu ofangreind áform. Gunnar Guðmundsson vék af fundi kl. 14:10. Snævar Örn, Skírnir, Sigurbjörn og Eiður viku af fundi kl. 14:30. Katrín Sif, Monika og Freyr viku af fundi kl. 14:35.Niðurstaða:Lagt fram til kynningar. Byggðaráð þakkar fyrir góða kynningu og yfirferð." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi erindi frá Sókn lögmannsstofu fyrir hönd Arctic Hydro hf., dagsett þann 19. janúar sl., þar sem óskað er eftir sérstökum fundi til að fara yfir meðfylgjandi gögn og jafnframt kynna málið vegna samningaviðræðna um jarðir í eigu Dalvíkurbyggðar vegna mögulegrar virkjunar Þorvaldsár í Þorvaldsdal. Dalvíkurbyggð er eigandi jarðanna Grundar og Hrafnagils, en eignarhald vatnsréttinda tengdum jörðunum er hjá íslenska ríkinu.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að boða til fundar með Sókn lögmannsstofu til þess að fara yfir gögn málsins vegna samningaviðræðna um jarðir í eigu sveitarfélagsins. " Til umræðu meðfylgjandi gögn vegna samningaviðræðna á milli Dalvíkurbyggðar og Arctic Hydro hf. um jarðir í eigu sveitarfélagsins vegna áforma um Árkógsvirkjun í Þorvaldsdal. Jón vék af fundi kl. 13:52.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að hlutast til um að kjörnir fulltrúar í veitu- og hafnaráði, skipulagsráði og umhverfis-og dreifbýlisráði fái sameiginlega kynningu á ofangreindu fyrir fund byggðaráðs í næstu viku."

Á 366.fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Til máls tók: Freyr Antonsson, forseti sveitarstjórnar, sem leggur til að Dalvíkurbyggð fari í samningaviðræður við Arctic Hydro hf. um jarðar í eigu sveitarfélagsins vegna áforma um Árskógsvirkjun í Þorvaldsdal. Jafnframt að sveitarstjóra verði falið að fylgja málinu eftir fyrir hönd Dalvíkurbyggðar. Fleiri tóku ekki til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda tillögu forseta sveitarstjórnar.
Lagt fram til kynningar

8.Áskorun til sveitarfélaga vegna yfirlýsingar í tengslum við kjarasamninga.

Málsnúmer 202403065Vakta málsnúmer

Tekið fyrir bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga sem inniheldur áskorun vegna yfirlýsingar til sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi bókun:

"Sveitarstjórn Dalvíkurbygðar taldi við samþykkt fjárhagsáætlunar að mikilvægt væri að horft væri til samstillts átaks til að ná niður verðbólgu og vöxtum. Komi til þess þá væri Dalvíkurbyggð tilbúið til að koma að slíku átaki.


Byggðaráð fagnar því gerð kjarasamnings til fjögurra ára á almennum markaði. Með von um að skrifað verði undir sambærilega samninga hjá öðrum aðilum á vinnumarkaði.

Dalvíkurbyggð mun nú hefja endurskoðun gjaldskrárhækkana umfram 3,5% sem snúa að íbúum, börnum og barnafjölskyldum. Flestar gjaldskrár voru hækkaðar um 4,9%.


Dalvíkurbyggð hefur brúað bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla í yfir 20 ár. Á  þessu ári er tekið á móti börnum frá 12 mánaða aldri.


Dalvíkurbyggð vinnur nú að deiliskipulagi fyrir íbúðabyggð á Árskógssandi, á Dalvík ofan Böggvisbrautar, suðurbæ, kringum Dalbæ og Sandskeið. Áður var lokið við deiliskipulag á Hauganesi. Á næstu árum mun því verða stóraukið lóðaframboð. 

Byggðaráð hefur óskað eftir inngöngu í Brák íbúðafélag hses. sem er húsnæðissjálfseignarstofnun sem stofnuð var árið 2022 af sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum húsnæðissjálfseignastofnunum með fáar íbúðir í rekstri. Brák er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum aðgengi að íbúðum í langtímaleigu með því að kaupa eða byggja og hafa umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna.

Viðræður eru einnig hafnar við leigufélagið Bríeti þar sem einstaklingum og fjölskyldum gefst kostur á að leigja íbúðir til lengri tíma. Bríet kaupir eða byggir íbúðir og hefur umsjón með rekstri og viðhaldi íbúðanna.


Ríki og sveitarfélög munu útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir í sameiningu fyrir lok maí 2024. Dalvíkurbyggð mun kynna sína aðkomu þegar útfærslan liggur fyrir. "

9.Fundargerðir Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

Málsnúmer 202401087Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga nr. 944.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Nefndarmenn
  • Helgi Einarsson formaður
  • Freyr Antonsson varaformaður
  • Lilja Guðnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri