Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 31. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 3.300.000 án vsk. vegna úttektar á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar í ljósi hallarekstur. Fyrir liggur samþykki frá sveitarstjórn á tillögu veitu- og hafnaráðs um að gerð verði úttekt á rekstri Hafnasjóðs. Með fundarboði fylgdi einnig verkefna tillaga frá KPMG varðandi útttektina.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka vegna úttektar á rekstri Hafnasjóðs, viðauki nr. 36 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 3.300.000 á lið 41210-4391 þannig að hann verði kr. 3.400.000 í stað kr. 100.000 og að honum verði mmætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi verkefnatillögu frá KPMG." Leiðrétting á númeri viðauka - verður nr. 38 í stað nr. 36.
Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 38 (leiðrétting á númeri) við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 3.300.000 á lið 41210-4391 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi verkefnatillögu frá KPMG.
Á 133. fundi veitu- og hafnaráðs þann 6. mars sl. var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið kl. 9:15 komu til fundar Magnús Kristjánsson ráðgjafi frá KPMG, jafnframt hafnaverðirnir Björn Björnsson og Arnþór Hjörleifsson.
Magnús Kristjánsson fór yfir drög að úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar.
Magnús, Björn og Arnþór viku að fundi kl. 10:40
Ábendingar fundarmanna, ef einhverjar, berist til sveitarstjóra fram til hádegis föstudaginn 8.mars. Vísað til byggðaráðs til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum."
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi verkefnatillögu frá KPMG.