Veitu- og hafnaráð

133. fundur 06. mars 2024 kl. 08:15 - 11:40 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
Dagskrá
Taka þurfti tvö mál af boðaðri dagskrá fundar.
Silja Pálsdóttir lýsti yfir vanhæfi sínu undir 3.tl. mál 202403002 og 11.tl. mál 202402139 og þurfti að víkja af fundi. Af þeim sökum varð fundur ólögmætur þar sem einungis þrír fundarmenn mættu til fundar.

1.Mánaðarlegar skýrslur 2024

Málsnúmer 202402018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit reksturs hafna Dalvíkurbyggðar í janúar.
Sveitarstjóri fór yfir rekstur hafna Dalvíkurbyggðar í janúar.
Lagt fram til kynningar.

2.Mánaðarlegar skýrslur 2023

Málsnúmer 202303028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit reksturs hafna Dalvíkurbyggðar í janúar.
Sveitarstjóri fór yfir rekstur hafna Dalvíkurbyggðar á árinu 2023. LJóst er að rekstur hafnarinnar á árinu 2023 er mun betri en útkomuspá ársins gerði ráð fyrir.
Lagt fram til kynningar.

3.Þrýstingur á köldu vatni Árskógssandur

Málsnúmer 202402156Vakta málsnúmer

Veitustjóri fór yfir stöðu mála varðandi kalt vatn á Árskógssandi.
Lagt fram til kynningar.

4.Ferli lokunar á heitu vatni vegna vanskila

Málsnúmer 202402155Vakta málsnúmer

Veitustjóri fór yfir ferli lokunar á heitu vatni vegna vanskila. Lagt fram til kynningar.

5.Úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar; KPMG

Málsnúmer 202310141Vakta málsnúmer

Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 31. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 3.300.000 án vsk. vegna úttektar á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar í ljósi hallarekstur. Fyrir liggur samþykki frá sveitarstjórn á tillögu veitu- og hafnaráðs um að gerð verði úttekt á rekstri Hafnasjóðs. Með fundarboði fylgdi einnig verkefna tillaga frá KPMG varðandi útttektina.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka vegna úttektar á rekstri Hafnasjóðs, viðauki nr. 36 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 3.300.000 á lið 41210-4391 þannig að hann verði kr. 3.400.000 í stað kr. 100.000 og að honum verði mmætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi verkefnatillögu frá KPMG." Leiðrétting á númeri viðauka - verður nr. 38 í stað nr. 36.


Á 362.fundi sveitarstjórnar þann 7.nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 38 (leiðrétting á númeri) við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 3.300.000 á lið 41210-4391 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi verkefnatillögu frá KPMG.

Undir þessum lið kl. 9:15 komu til fundar Magnús Kristjánsson ráðgjafi frá KPMG, jafnframt hafnaverðirnir Björn Björnsson og Arnþór Hjörleifsson.
Magnús Kristjánsson fór yfir drög að úttekt á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar.

Magnús, Björn og Arnþór viku að fundi kl. 10:40

Ábendingar fundarmanna, ef einhverjar, berist til sveitarstjóra fram til hádegis föstudaginn 8.mars. Vísað til byggðaráðs til afgreiðslu.
Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

6.Eftirlit - hreinsistöðvar

Málsnúmer 202402154Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að ganga til samninga við verktaka vegna eftirlits við hreinsistöðvar. Veitustjóra falið að leggja drög að samningi fyrir næsta fund veitu- og hafnaráðs. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

7.Eftirlit - rafstöðvar, dælustöðvar og borholur - KV

Málsnúmer 202402153Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að ganga til samninga við verktaka vegna eftirlits við raf- dælustöðvar og borholur vatnsveitu. Veitustjóra falið að leggja drög að samningi fyrir næsta fund veitu- og hafnaráðs. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

8.Eftirlit - rafstöðvar, dælustöðvar og borholur - HV

Málsnúmer 202402152Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða að ganga til samninga við verktaka vegna eftirlits við raf-, dælustöðvar og borholur við Hitaveitu Dalvíkur. Veitustjóra falið að leggja drög að samningi fyrir næsta fund veitu- og hafnaráðs. Samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum.

9.Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501114Vakta málsnúmer

Endurskoðun umferðaröryggisáætlunar Dalvíkurbyggðar hófst árið 2019 en var aldrei lokið.
Veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að hafin verði endurskoðun á umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022, sem samþykkt var í desember 2017. Jafnframt leggur veitu- og hafnaráðs áherslu á að greindar verði hættur á höfnum Dalvíkurbyggðar og tekið verði tillit til þeirra við endurskoðun áætlunarinnar. Samþykkt samhljóða með 3 atkævðum.

10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024

Málsnúmer 202401133Vakta málsnúmer

Fundargerð stjórnar Hafnasambands Íslands af 461.fundi þann 16.febrúar sl. til umræðu.

11.Dreifibréf í hús, fráveita

Málsnúmer 202403050Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð felur veitustjóra að útbúa dreifibréf með leiðbeiningum fyrir heimili og fyrirtæki sem útlista hvað á ekki að fara í salerni á heimilum og fyrirtækjum.

Fundi slitið - kl. 11:40.

Nefndarmenn
  • Sigmar Örn Harðarson formaður
  • Benedikt Snær Magnússon varaformaður
  • Silja Pálsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri
  • Halla Dögg Káradóttir deildarstjóri
Fundargerð ritaði: Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir sveitarstjóri