Málsnúmer 202310141Vakta málsnúmer
Á 1086. fundi byggðaráðs þann 2. nóvember sl. var eftirfarandi bókað: "Tekið fyrir erindi frá sveitarstjóra, dagsett þann 31. október sl., þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2023 að upphæð kr. 3.300.000 án vsk. vegna úttektar á rekstri hafna Dalvíkurbyggðar í ljósi hallarekstur. Fyrir liggur samþykki frá sveitarstjórn á tillögu veitu- og hafnaráðs um að gerð verði úttekt á rekstri Hafnasjóðs. Með fundarboði fylgdi einnig verkefna tillaga frá KPMG varðandi útttektina.Niðurstaða:Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka vegna úttektar á rekstri Hafnasjóðs, viðauki nr. 36 við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 3.300.000 á lið 41210-4391 þannig að hann verði kr. 3.400.000 í stað kr. 100.000 og að honum verði mmætt með lækkun á handbæru fé. Vísað til umfjöllunar og afgreiðslu sveitarstjórnar. Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi verkefnatillögu frá KPMG." Leiðrétting á númeri viðauka - verður nr. 38 í stað nr. 36.
Á 362.fundi sveitarstjórnar þann 7.nóvember 2023 var eftirfarandi bókað:
Enginn tók til máls. Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með með 7 atkvæðum ofangreinda viðaukabeiðni, viðauki nr. 38 (leiðrétting á númeri) við fjárhagsáætlun 2023, að upphæð kr. 3.300.000 á lið 41210-4391 og að honum verði mætt með lækkun á handbæru fé. Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við meðfylgjandi verkefnatillögu frá KPMG.
Undir þessum lið kl. 9:15 komu til fundar Magnús Kristjánsson ráðgjafi frá KPMG, jafnframt hafnaverðirnir Björn Björnsson og Arnþór Hjörleifsson.
Silja Pálsdóttir lýsti yfir vanhæfi sínu undir 3.tl. mál 202403002 og 11.tl. mál 202402139 og þurfti að víkja af fundi. Af þeim sökum varð fundur ólögmætur þar sem einungis þrír fundarmenn mættu til fundar.