Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501114

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 260. fundur - 06.02.2015

Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri kynnir vinnu við umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar.
Umhverfisráð þakkar umhverfisstjóra ýtarlega yfirferð á stöðu verkefnisins.
Tímaáætlun verkefnisins gerir ráð fyrir að því ljúki í október 2015.

Umhverfisráð - 267. fundur - 04.09.2015

Til umræðu umferðaöryggisáætlun ásamt stöðu umhverfismála almennt.

Valur Þór Hilmarsson situr fundinn undir þessum lið.
Ráðið leggur ásherslu á að vinnu þessarar nefndar verði komið í farveg. Haukur Arnar óskaði eftir að víkja úr nefndinni og í hans stað var skipuð Guðrún Anna Óskarsdóttir. Umhverfisstjóra falið að boða til fundar seinnipart september.



Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skyldu allar hraðahindranir farið upp sem gert var ráð fyrir að settar væru upp í vor. Ráðið felur umferðaröryggisáætlunarnefnd að sjá til þess að þær verði settar upp tímanlega næsta vor.

Umhverfisráð - 287. fundur - 03.02.2017

Til umræðu vinna við umferðaöryggisáætlun ásamt stöðu umhverfismála almennt.

Valur Þór Hilmarsson Umhverfisstjóri kom inn á fundinn undir þessum lið kl. 08:15.



Valur Þór fór yfir stöðu verkefnisins. Í stað Helgu Írisar Ingólfsdóttur kom Friðrik Vilhelmsson inn í nefndina.

Ráðið leggur til að fenginn verði ráðgjafi til aðstoðar nefndinni til að klára áætlunina fyrir sumarið 2017.

Ákveðið að nefndin komi saman í febrúar.



Nefndina skipa eftirfarandi.

Friðrik Vilhelmsson

Guðrún Anna Óskarsdóttir

Valur Þór Hilmarsson

og Börkur Þór Ottósson



Valur Þór vék af fundi kl. 08:35

Umhverfisráð - 297. fundur - 07.11.2017

Til umræðu og afgreiðslu umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar
Valur Þór Hilmarsson koma inn á fundinn undir þessum lið kl 08:20
Ráðið þakkar fyrir vel unnin störf og felur umhverfisstjóra að gera þær lagfæringar sem bent var á á fundinum.
Valur Þór vék af fundi kl. 08:50

Umhverfisráð - 299. fundur - 18.12.2017

Til afgreiðslu umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

Valur Þór Hilmarsson koma inn á fundinn undir þessum lið kl 16:15.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að leita umsagna Vegagerðarinnar og Lögreglu og að því loknu að halda opin íbúafund þar sem áætlunin verður kynnt.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Valur Þór vék af fundi kl. 16:40

Umhverfisráð - 304. fundur - 12.04.2018

Til umræðu og afgreiðslu umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022 ásamt umsögnum.
Umhverfisráð leggur til að Umferðaöryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022 verði samþykkt.

Samþykkt með fimm atkvæðum.

Sveitarstjórn - 302. fundur - 17.04.2018

Á 304. fundi umhverfisráðs þann 12. apríl 2018 var eftirfarandi bókað:
"Til umræðu og afgreiðslu umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022 ásamt umsögnum.
Umhverfisráð leggur til að Umferðaöryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022 verði samþykkt. Samþykkt með fimm atkvæðum. "

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018 - 2022 eins og hún liggur fyrir.

Umhverfisráð - 314. fundur - 11.01.2019

Til umræðu staðsetning á fyrirhuguðu strætóskýli, gangbraut við Hafnarbraut 1 (gamla frystihúsið), gatnamót Skíðabrautar, Hafnarbrautar og Grundargötu og göngustígur frá Olís að Árgerði.
Umhverfisráð leggur til að fyrirhugað strætóskýli verði staðsett á móts við Kjörbúðina. Sviðsstjóra falið að ræða við lóðarhafa.
Fyrirhuguð staðsetning á gangbraut við Hafnarbraut verði sunnan gatnamóta Karlsrauðatorgs og Hafnarbrautar.
Ráðið bíður eftir endanlegri tillögu frá Vegagerðinni að breytingu gatnamóta Skíðabrautar,Grundargötu og Hafnarbrautar.

Umhverfisráð - 325. fundur - 13.08.2019

Til umræðu endurskoðun á umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að uppfæra umferðaröryggisáætlunina samkvæmt þeim tillögum að breytingum sem gerðar voru á fundinum.

Samþykkt samhljóða með fimm atkvæðum.

Veitu- og hafnaráð - 133. fundur - 06.03.2024

Endurskoðun umferðaröryggisáætlunar Dalvíkurbyggðar hófst árið 2019 en var aldrei lokið.
Veitu- og hafnaráð leggur áherslu á að hafin verði endurskoðun á umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar 2018-2022, sem samþykkt var í desember 2017. Jafnframt leggur veitu- og hafnaráðs áherslu á að greindar verði hættur á höfnum Dalvíkurbyggðar og tekið verði tillit til þeirra við endurskoðun áætlunarinnar. Samþykkt samhljóða með 3 atkævðum.