Umhverfisráð

267. fundur 04. september 2015 kl. 09:00 - 11:00 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Karl Ingi Atlason boðaði forföll og í hans stað mætti til fundar Friðrik Vilhelmsson.

1.Umferðaröryggisáætlun Dalvíkurbyggðar

Málsnúmer 201501114Vakta málsnúmer

Til umræðu umferðaöryggisáætlun ásamt stöðu umhverfismála almennt.

Valur Þór Hilmarsson situr fundinn undir þessum lið.
Ráðið leggur ásherslu á að vinnu þessarar nefndar verði komið í farveg. Haukur Arnar óskaði eftir að víkja úr nefndinni og í hans stað var skipuð Guðrún Anna Óskarsdóttir. Umhverfisstjóra falið að boða til fundar seinnipart september.



Ráðið lýsir yfir vonbrigðum með að ekki skyldu allar hraðahindranir farið upp sem gert var ráð fyrir að settar væru upp í vor. Ráðið felur umferðaröryggisáætlunarnefnd að sjá til þess að þær verði settar upp tímanlega næsta vor.
Undir þessum lið sat Valur Þór Hilmarsson umhverfisstjóri

2.Ábendingar og kvartanir vegna þjónustu

Málsnúmer 201508063Vakta málsnúmer

Til umræðu ábending frá íbúa vegna umhirðu opinna svæða á Dalvík.
Umhverfisráð felur umhverfisstjóra að ræða nánar við bréfritarar.
Valur vék af fundi kl 09:45

3.Fundarboð: Verndar- og stjórnaráætlun Friðlands Svarfdæla

Málsnúmer 201506047Vakta málsnúmer

Sviðsstjóri upplýsir ráðið um fundinn þar sem hann mætti fyrir hönd sveitarfélagsins.
Ráðið fagnar því að þessi vinna sé farin í gang.

4.Umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu á gistingu

Málsnúmer 201508051Vakta málsnúmer

Til kynningar umsögn vegna umsóknar Unnar E. Hafstað Ármannsdóttur, kt. 220275-5669, Böggvisstaðir, 621 Dalvík, um nýtt rekstrarleyfi til sölu heimagistingar að Böggvisstöðum, 621 Dalvík.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsögnina.

5.Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu.

Málsnúmer 201508095Vakta málsnúmer

Til umræðu ábending frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd

ferðaþjónustu.
Frestað.

6.Stöðumat jan-júní 2015

Málsnúmer 201508073Vakta málsnúmer

Til kynningar stöðumat jan-júlí 2015.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagt stöðumat jan-júlí 2015.

7.Ósk um þáttöku Vegargerðarinnar í lengingu á sjóvarnargarði í Dalvíkíkurbyggð

Málsnúmer 201410178Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu ósk Vegagerðarinna um framkvæmdarleyfi vegna sjóvarna á Árskógsströnd samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfiráð felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

8.Umsókn um lóð

Málsnúmer 201508067Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu umsókn um lóð við Ránarbraut, Dalvík.
Umhverfiráð tekur vel í umsóknina og vísar henni til vinnu við deiliskipulags svæðisins.

9.Réttindi reykkafara í Dalvíkurbyggð 2015

Málsnúmer 201508048Vakta málsnúmer

Bréf frá Mannvirkjastofnun vegna réttinda reykkafara í Dalvíkurbyggð.
Lagt fram til kynningar.

10.Drög að samningi við Mótorsportfélag Dalvíkur um svæði fyrir félagið.

Málsnúmer 201509021Vakta málsnúmer

Til kynningar drög að samningi við Mótorsportfélag Dalvíkur um svæði fyrir félagið á Hrísamóum.
Ráðið felur sviðsstjóra að kynna Mótorsporfélagi Dalvíkur umræddan samning og önnur gögn ásamt því að segja upp gildandi samningi frá 2010.

11.Umsókn um byggingarleyfi fyrir hönd eiganda Skáldlækjar-ytri

Málsnúmer 201509022Vakta málsnúmer

Fyrir hönd eiganda Skáldlækjar ytri óskar Kristján E Hjartarsson eftir byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Ráðið felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

12.Umsókn um byggingarleyfi fyrir hönd eigenda Karlsrauðatorgs 18, Dalvík

Málsnúmer 201509023Vakta málsnúmer

Fyrir hönd eiganda Karlsrauðatorgs 18, Dalvík óskar Kristján E. Hjartarsson eftir byggingarleyfi samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Ráðið felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi með fyrirvara um samþykki næstu nágranna í Karlsrauðatorgi 16 og 20.

13.Framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsframkvæmda við bílastæði norðan Dalvíkurkirkju,

Málsnúmer 201509024Vakta málsnúmer

Kristján E. Hjartarsson óskar fyrir hönd Dalvíkurkirkju eftir framkvæmdarleyfi vegna jarðvegsframkvæmda við bílastæði norðan kirkjunnar.
Ráðið felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi og ganga frá nýjum lóðarleigusamningum fyrir þessar tvær lóðir.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Kristín Dögg Jónsdóttir Aðalmaður
  • Friðrik Vilhelmsson Varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs