Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu.

Málsnúmer 201508095

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 744. fundur - 03.09.2015

Tekið fyrir minnisblað frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 18. júní 2016, er varðar ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu - 2. útgáfa.



Upplýst var á fundinum að ofangreint verður á dagskrá á næsta fundi umhverfisráðs.
Lagt fram til kynningar.

Umhverfisráð - 267. fundur - 04.09.2015

Til umræðu ábending frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd

ferðaþjónustu.
Frestað.

Umhverfisráð - 271. fundur - 11.11.2015

Tekið fyrir minnisblað frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 18. júní 2016, er varðar ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu - 2. útgáfa.
Frestað til næsta fundar.

Umhverfisráð - 272. fundur - 04.12.2015

Tekið fyrir minnisblað frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 18. júní 2015, er varðar ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu - 2. útgáfa.
Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs verði falið að senda bréf á þá aðila sem standa að rekstri sem fallið gæti í C- flokk álagningu fasteignagjalda.

Byggðaráð - 761. fundur - 10.12.2015

Á 272. fundi umhverfisráðs þann 4. desember 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir minnisblað frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 18. júní 2015, er varðar ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu - 2. útgáfa.

Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs verði falið að senda bréf á þá aðila sem standa að rekstri sem fallið gæti í C- flokk álagningu fasteignagjalda."

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu umhverfisráðs.