Byggðaráð

744. fundur 03. september 2015 kl. 13:00 - 15:49 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og Heiða Hilmarsdóttir mætti á fundinn í hans stað.

1.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2015.

Málsnúmer 201509003Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 1. september 2015, er varðar fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 2015 og skráningu á ráðstefnuna sem verður haldin 24. og 25. september n.k. á Hilton Reykjavík Nordica hótelinu.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að byggðaráð, sveitarstjóri og sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs sæki ráðstefnuna sem fyrr.

2.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu.

Málsnúmer 201508095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 18. júní 2016, er varðar ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu - 2. útgáfa.



Upplýst var á fundinum að ofangreint verður á dagskrá á næsta fundi umhverfisráðs.
Lagt fram til kynningar.

3.Fjárhagsáætlun 2016; Frá Sævaldi Jens Gunnarssyni; - fasteignagjöld

Málsnúmer 201507003Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sævaldi Jens Gunnarssyni, dagsett þann 26. júní 2015, er varðar álagningu fasteignagjalda í Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkir að vísa ofangreindu til veitu- og hafnaráðs og umhverfisráð til skoðunar, eftir því sem við á, í tengslum við endurskoðun á gjaldskrám fyrir árið 2016.

4.Fjárhagsáætlun 2016; Frá Leikfélagi Dalvíkur - Ungó.

Málsnúmer 201507046Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur, ódagsett en móttekið þann 15. júlí 2015, er varðar neðri hæðina í Ungó.LD leggur til við Dalvíkurbyggð að félagsmenn leikfélagsins taki á sig alla vinnu við að gera upp neðri hæðina og Dalvíkurbyggð myndi greiða efniskostnaðinn.
Byggðaráð samþykkir samhjóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar hjá menningaráði og umhverfisráði í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019.

5.Fjárhagsáætlun 2016; Frá íbúasamtökunum á Árskógssandi - styrkur vegna leiksvæðis.

Málsnúmer 201508049Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Erlu Eiríksdóttur, f.h. íbúasamtakanna á Árskógssandi, dagsett þann 14. ágúst 2015, þar sem fram kemur að íbúar á Árskógssandi sækja um styrk til að koma leiksvæðinu á staðnum i viðunandi horf.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umhverfis- og tæknisviðs til skoðunar í tengslum við gerð starfs- og fjárhagsáætlunar 2016-2019.



Byggðaráð ítrekar fyrri ósk um greinargerð um stöðu mála hvað varðar leikvelli og leiktæki almennt á ábyrgð sveitarfélagsins.

6.Fjárhagsáætlun 2016; Frá Gittu Unn Ármannsdóttur - varðar herferð gegn ágengum plöntum.

Málsnúmer 201508092Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Gittu Unn Ármannsdóttur, dagsett þann 30. ágúst 2015, þar fram kemur að bréfritari fagnar mjög boðaðri herferð gegn ágengum plötnum en vill vekja athygli á að kerfill hefur náð sér verulega á strik nyrst í Hörgárbyggð. Lagt er til að Dalvíkurbyggð bæti við svæðinu meðfram þjóðvegi frá mörkum Hörgárbyggðar og Dalvíkurbyggðar að Dalvík og að jafnframt verði skoðuð samvinna á milli Hörgárbyggðar og Dalvíkurbyggðar hvað þetta varðar þannig að kerfill berist ekki á milli sveitarfélaganna.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umhverfis - og tæknisviðs til skoðunar í tengslum við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019 sem og í tengslum við mál 201403037 um lúpínu og kerfil.



Þann 18. júní 2015 var eftirfarandi bókað:

"Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að óska eftir kostnaðaráætlun og að skýrt liggi fyrir hver aðkoma Dalvíkurbyggðar á að vera.

Byggðaráð óskar eftir að umhverfisstjóri komi á fund byggðaráðs í aðdraganda vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019."

7.Fjárhagsáætlun 2016; Frá íbúum í Túnahverfi - Umhverfismál í hverfinu.

Málsnúmer 201508096Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindið frá Friðrikku J. Jakobsdóttur og Dóróþeu Reimarsdóttur, f.h. íbúa í Túnahverfi, dagsett þann 31. ágúst 2015, þar sem vísað er til umfjöllunar umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar frá fundi þann 11. mars 2006 um erindi dagsett þann 27. febrúar 2006 frá íbúum við Hringtún, Steintún og Miðtún um framkvæmdir við opin leiksvæði í Túnahverfi. Bókað var að það yrði tekið upp við gerð næstu fjárhags- og framkvæmdaráætlunar. Á fundi bæjarráðs þann 21. september 2006 var erindi íbúa í Túnahverfi tekið fyrir, bréf dagsett þann 11. september 2006, þar sem ýmsum hugmyndum og tillögum hvað varðar framkvæmdirnar var lýst og einnig var lýst yfir áhuga að taka þátt í ferlinu við gerð svæðisins. Erindinu var vísað frá bæjarráði til umhverfis- og tæknisviðs. Síðan þá hefur engin hreyfing verið á málinu. Íbúar Túnahverfis ítreka hér með þá ósk sína að hafist verði handa við frágang þessa svæðis þar sem níu ár eru liðin frá því að upphaflega var fjallað um erindið.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar í umhverfisráði í tengslum við starfs- og fjárhagsáætlunar og að ofangreindu erindi verði svarað skilmerkilega.

8.Fjárhagsáætlun 2016; Frá Magnúsi Ásgeiri Magnússyni; úrbætur í vegamálum ábúenda í Svæði

Málsnúmer 201509028Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá ábúendum í Svæði, Magnúsi Á. Magnýssyni og Heiðu Hringsdóttur, bréf dagsett þann 1. september 2015, þar sem þau fara þess á leit við Dalvíkurbyggð að sveitarfélagið lagi heimreiðina að bænum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til umfjöllunar umhverfisráðs í tengslum við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019.

9.Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur - a) stýrihópur og b)rýnihópur.

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Á 743. fundi byggðaráðs þann 27. ágúst 2015 var fjallað um tilnefndinar í stýrihóp og rýnihóp vegna framkvæmda og viðhalds við Sundlaug Dalvíkur, sbr. fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar. Afgreiðslu frestað.



Fyrir fundinum liggur eftirfarandi tillaga:

Stýrihópur:

Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Þórunn Andrésdóttir, aðalmaður í íþrótta- og æskulýðsráði

Gunnþór E. Gunnþórsson, formaður byggðaráðs.

Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.



Rýnihópur:

-Fulltrúi eldri borgara (Gísli Rúnar mun finna fulltrúa eldri borgara og tilkynna til byggðaráðs)

-Frá sundfélagi: Hólmfríður Amalía Gísladóttir

-Starfsmaður sundlaugar: Viðar Kristmundsson

-Frá íbúum almennt: Valdís Guðbrandsdóttir.

-Fulltrúi ungmennaráðs: (Gísli Rúnar mun finna fulltrúa ungmennaráðs og tilkynna til byggðaráðs)

-Sundkennari: (Gísli Rúnar mun finna fulltrúa sundkennara og tilkynna til byggðaráðs)



Lagt er til að sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs sjái um að kalla stýrihóp saman til funda. Stýrihópur fundar með rýnihópnum og sér sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs um að kalla rýnihópinn til fundar með stýrihópnum þegar við á.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu um skipun fulltrúa.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fulltrúar í stýrihóp sem ekki sitja sem starfsmenn fái greiddar fundaþóknanir. Kostnaður bókist á málaflokk 06.

10.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Reglur Dalvíkurbyggðar um töku orlofs.

Málsnúmer 201505140Vakta málsnúmer

Á 743. fundi byggðaráðs þann 27. ágúst 2015 var eftirfarandi bókað:

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá fjármála- og stjórnsýslusviði hvað varðar vinnureglur um töku orlofs. Tillagan hefur fengið umfjöllun á nokkrum fundum framkvæmdastjórnar. Afgreiðslu frestað.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar reglur eins og þær liggja fyrir og þær verði þá teknar til endurskoðunar þegar reynsla verður komin á.

11.Stöðumat janúar - júlí 2015 - beiðni leikskólastjóra Kátakots og Krílakots um viðauka.

Málsnúmer 201508030Vakta málsnúmer

Á 743. fundi byggðaráðs þann 27. ágúst 2015 var eftirfarandi bókað í tengslum við stöðumat stjórnend fyrir janúar - júlí 2015 og beiðni leikskólastjóra Kátakots og Krílakots um viðauka:

b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti erindi frá leikskólastjóra Kátakots og Krílakots, dagsett þann 24. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir eftirtöldum viðaukum við fjárhagsáætlun 2015: 1. vegna veikinda starfsmanna á Krílakoti, kr. 1.892.000. 2. kr. 300.000 vegna ræstinga á Kátakoti og vegna ræstinga á Krílakoti kr. 203.000. Um er að ræða hækkun á þjónustusamningi við verktaka í kjölfar hækkana í kjarasamningum. 3. vegna snjómokstur kr. 130.000 vegna Kátakots og kr. 200.000 vegna Krílakots. Alls kr. 2.725.000.



Afgreiðslu frestað.



Fyrir fundi byggðaráðs lágu umbeðnar viðbótarupplýsingar frá leikskólastjóra hvað ofangreint varðar.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu um viðauka til næsta stöðumats.

12.Frá Eyþingi; Aðalfundur Eyþings 2015.

Málsnúmer 201508100Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Eyþingi, dagsettur þann 31. ágúst 2015, þar sem upplýst er að aðalfundur Eyþings verður haldinn í Félagsheimilinu Hlíðarbæ, Hörgársveit dagana 9. og 10. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:49.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs