Fjárhagsáætlun 2016; Frá Sævaldi Jens Gunnarssyni; - fasteignagjöld

Málsnúmer 201507003

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 744. fundur - 03.09.2015

Tekið fyrir erindi frá Sævaldi Jens Gunnarssyni, dagsett þann 26. júní 2015, er varðar álagningu fasteignagjalda í Dalvíkurbyggð.
Byggðaráð samþykkir að vísa ofangreindu til veitu- og hafnaráðs og umhverfisráð til skoðunar, eftir því sem við á, í tengslum við endurskoðun á gjaldskrám fyrir árið 2016.

Umhverfisráð - 268. fundur - 14.09.2015

Tekið fyrir erindi frá Sævaldi Jens Gunnarssyni, dagsett þann 26. júní 2015, er varðar álagningu fasteignagjalda í Dalvíkurbyggð sem vísað var til umhverfisráðs á 744. fundi byggðarráðs.
Umhverfisráð hefur kynnt sér málið og frestar afgreiðslu þar til niðurstaða fæst úr úttekt og samanburði á tekjum og þjónustu sveitarfélaga, sem ákveðið var af byggðarráði að láta vinna fyrir sveitarfélagið.

Byggðaráð - 746. fundur - 17.09.2015

Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Umhverfisráð hefur kynnt sér málið og frestar afgreiðslu þar til niðurstaða fæst úr úttekt og samanburði á tekjum og þjónustu sveitarfélaga, sem ákveðið var af byggðarráði að láta vinna fyrir sveitarfélagið."



Á 37. fundi veitu- og hafnaráðs þann 9. september s.l. var eftirfarandi bókað:

"Erindi frá 744. fundi byggðarráðs. Umræður urðu um erindið. Lagt fram til kynningar."
Lagt fram til kynningar.

Veitu- og hafnaráð - 39. fundur - 23.09.2015

Á 37. fundi veitu- og hafnaráðs var tekið fyrir erindi sem vísað var til ráðsins frá 744. fundi byggðarráðs. Á fundinum kynntu ráðsmenn sér erindið og var formlegri afgreiðslu erindisins frestað.
Byggðarráð hefur ákveðið að fá KPMG til að framkvæma úttekt á tekjum Dalvíkurbyggðar og þeirri þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu í samanburði við önnur sveitafélög. Að framansögðu þá frestar veitu- og hafnaráð afgreiðslu erindisins þangað til ráðið hefur kynnt sér þann samanburð.

Veitu- og hafnaráð - 44. fundur - 17.02.2016

Á 39. fundi veitu- og hafnaráðs var umrætt mál tekið fyrir og var eftirfarandi fært til bókar:

"Á 37. fundi veitu- og hafnaráðs var tekið fyrir erindi sem vísað var til ráðsins frá 744. fundi byggðarráðs. Á fundinum kynntu ráðsmenn sér erindið og var formlegri afgreiðslu erindisins frestað.

Byggðarráð hefur ákveðið að fá KPMG til að framkvæma úttekt á tekjum Dalvíkurbyggðar og þeirri þjónustu sem veitt er í sveitarfélaginu í samanburði við önnur sveitafélög. Að framansögðu þá frestar veitu- og hafnaráð afgreiðslu erindisins þangað til ráðið hefur kynnt sér þann samanburð."



Nú liggur fyrir sá samanburður á milli sveitafélaga sem um er rætt hér að ofan og er hann opinn öllum til skoðunar á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Auk þess var haldinn íbúafundur þar sem skýrsla KPMG var kynnt.

Veitu- og hafnaráð hvetur málsaðila til þess að kynna sér umrædda skýrslu KPMG og er það trú ráðsins að hún svari ýmsum þeim spurningum sem fram hafa komið frá málsaðila varðandi þetta mál.