Málsnúmer 201508096Vakta málsnúmer
Tekið fyrir erindið frá Friðrikku J. Jakobsdóttur og Dóróþeu Reimarsdóttur, f.h. íbúa í Túnahverfi, dagsett þann 31. ágúst 2015, sem vísað var til umhverfisráðs á 744. fundi byggðarráðs þar sem vísað er til umfjöllunar umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar frá fundi þann 11. mars 2006 um erindi dagsett þann 27. febrúar 2006 frá íbúum við Hringtún, Steintún og Miðtún um framkvæmdir við opin leiksvæði í Túnahverfi. Bókað var að það yrði tekið upp við gerð næstu fjárhags- og framkvæmdaráætlunar. Á fundi bæjarráðs þann 21. september 2006 var erindi íbúa í Túnahverfi tekið fyrir, bréf dagsett þann 11. september 2006, þar sem ýmsum hugmyndum og tillögum hvað varðar framkvæmdirnar var lýst og einnig var lýst yfir áhuga að taka þátt í ferlinu við gerð svæðisins. Erindinu var vísað frá bæjarráði til umhverfis- og tæknisviðs. Síðan þá hefur engin hreyfing verið á málinu. Íbúar Túnahverfis ítreka hér með þá ósk sína að hafist verði handa við frágang þessa svæðis þar sem níu ár eru liðin frá því að upphaflega var fjallað um erindið.