Gjaldskrár umhverfis og tæknisvið 2016

Málsnúmer 201509077

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 268. fundur - 14.09.2015

Gjaldskrár umhverfis- og tæknisviðs 2016.
Tillaga sviðsstjóra um hækkun gjaldskráa umhverfis- og tæknisviðs samkvæmt þeim vísitölum sem viðkomandi gjaldskrár eru tengdar við samþykkt. Þær gjaldskrár sem ekki eru tengdar vísitölu hækka um 3 %.

Gjaldþátttaka íbúa er áfram 80% af kostnaði við almenna sorphirðu og gjald vegna dýrahræja hækkað úr 70% í 80% af kostnaði. Þar sem hækkun þessarar gjaldskrár er umfram hækkun vísitölu vill ráðið benda á að við gerð samnings um sorphirðu í Dalvíkurbyggð 1. september 2015 var þjónusta á gámasvæði aukin til muna, móttöku sorps frá sumarhúsum bætt við, og þjónusta við dreifbýli bætt. Ráðið vísar gjaldskrám sviðsins til staðfestingar í byggðarráði.

Byggðaráð - 746. fundur - 17.09.2015

Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tillaga sviðsstjóra um hækkun gjaldskráa umhverfis- og tæknisviðs samkvæmt þeim vísitölum sem viðkomandi gjaldskrár eru tengdar við samþykkt. Þær gjaldskrár sem ekki eru tengdar vísitölu hækka um 3 %. Gjaldþátttaka íbúa er áfram 80% af kostnaði við almenna sorphirðu og gjald vegna dýrahræja hækkað úr 70% í 80% af kostnaði. Þar sem hækkun þessarar gjaldskrár er umfram hækkun vísitölu vill ráðið benda á að við gerð samnings um sorphirðu í Dalvíkurbyggð 1. september 2015 var þjónusta á gámasvæði aukin til muna, móttöku sorps frá sumarhúsum bætt við, og þjónusta við dreifbýli bætt. Ráðið vísar gjaldskrám sviðsins til staðfestingar í byggðarráði."



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar.

Byggðaráð - 748. fundur - 01.10.2015

Á 746. fundi byggðaráðs þann 17. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september 2015 var eftirfarandi bókað: "Tillaga sviðsstjóra um hækkun gjaldskráa umhverfis- og tæknisviðs samkvæmt þeim vísitölum sem viðkomandi gjaldskrár eru tengdar við samþykkt. Þær gjaldskrár sem ekki eru tengdar vísitölu hækka um 3 %. Gjaldþátttaka íbúa er áfram 80% af kostnaði við almenna sorphirðu og gjald vegna dýrahræja hækkað úr 70% í 80% af kostnaði. Þar sem hækkun þessarar gjaldskrár er umfram hækkun vísitölu vill ráðið benda á að við gerð samnings um sorphirðu í Dalvíkurbyggð 1. september 2015 var þjónusta á gámasvæði aukin til muna, móttöku sorps frá sumarhúsum bætt við, og þjónusta við dreifbýli bætt. Ráðið vísar gjaldskrám sviðsins til staðfestingar í byggðarráði." Til umræðu ofangreint.

Byggðaráð frestar frekari umfjöllun og afgreiðslu til næsta fundar. "



Til umræðu ofangreint.
Lagt fram til kynningar en umhverfisráð mun fjalla um gjaldskrár umhverfis- og tæknisviðs á fundi sínum þann 2. október n.k.

Umhverfisráð - 270. fundur - 02.10.2015

Til endurskoðunar tillaga að gjaldskrá sorphirðu
Ráðið samþykkir að gjaldskrá fyrir sorphirðu 2016 þar sem lagt er til að sorphirðugjald verði kr 34.638 sem er um 8% hækkun frá fyrra ári.
Karl Ingi Atlason getur ekki fallist á hækkun á móttöku og förgun dýrahræja þar sem innheimta í öðrum sveitarfélögum er verlulega lægri.