Fjárhagsáætlun 2016; Frá Leikfélagi Dalvíkur - Ungó.

Málsnúmer 201507046

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 744. fundur - 03.09.2015

Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur, ódagsett en móttekið þann 15. júlí 2015, er varðar neðri hæðina í Ungó.LD leggur til við Dalvíkurbyggð að félagsmenn leikfélagsins taki á sig alla vinnu við að gera upp neðri hæðina og Dalvíkurbyggð myndi greiða efniskostnaðinn.
Byggðaráð samþykkir samhjóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu erindi til skoðunar hjá menningaráði og umhverfisráði í tengslum við vinnu við starfs- og fjárhagsáætlun 2016-2019.

Menningarráð - 53. fundur - 07.09.2015

Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur vegna viðhalds á kjallara ungó. Leikfélagið hefur boðist til að leggja fram vinnu við endurbæturnar og lýsir menningarráð ánægju sinni yfir því. Eins og fram kom í skýrslu og tillögum vinnuhóps um Ungó þá er mjög aðkallandi að laga kjallarann.

Menningarráð telur mikilvægt að farið verði í að koma kjallara Ungó í ásættanlegt horf og óskar eftir að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlunargerð eignasjóðs 2016.

Umhverfisráð - 268. fundur - 14.09.2015

Tekið fyrir erindi sem vísað var til umhverfisráðs á 744. fundi byggðarráðs frá Leikfélagi Dalvíkur, ódagsett en móttekið þann 15. júlí 2015, er varðar neðri hæðina í Ungó. LD leggur til við Dalvíkurbyggð að félagsmenn leikfélagsins taki á sig alla vinnu við að gera upp neðri hæðina og Dalvíkurbyggð myndi greiða efniskostnaðinn.
Umhverfisráð leggur til að kostnaður við efniskaup vegna viðhalds á kjallara Ungó verði greiddur af eignasjóði ( 31). Sviðsstjóra falið að hafa umsjón og eftirlit með verkinu.

Byggðaráð - 746. fundur - 17.09.2015

Kristján Guðmundsson vék af fundi undir þessum lið kl. 13:05 vegna vanhæfis.



Á 53. fundi menningaráðs þann 7. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi frá Leikfélagi Dalvíkur vegna viðhalds á kjallara ungó. Leikfélagið hefur boðist til að leggja fram vinnu við endurbæturnar og lýsir menningarráð ánægju sinni yfir því. Eins og fram kom í skýrslu og tillögum vinnuhóps um Ungó þá er mjög aðkallandi að laga kjallarann. Menningarráð telur mikilvægt að farið verði í að koma kjallara Ungó í ásættanlegt horf og óskar eftir að gert verði ráð fyrir því í fjárhagsáætlunargerð eignasjóðs 2016."



Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september 2015 var meðal annars eftirfarandi bókað:

"Umhverfisráð leggur til að kostnaður við efniskaup vegna viðhalds á kjallara Ungó verði greiddur af eignasjóði ( 31). Sviðsstjóra falið að hafa umsjón og eftirlit með verkinu. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi kostnaðaráætlun frá AVH varðandi endurnýjunar kjallara, snyrtingar, eldhúskróks og búningsherbergja að upphæð kr. 10.544.695 með vsk.



Kristján Guðmundsson kom á fundinn f.h. Leikfélags Dalvíkur sem gestur kl. 13:22.



Til umræðu ofangreint.



Kristján vék af fundi kl. 13:35.
Lagt fram til kynningar og byggðaráð óskar eftir upplýsingum og sundurliðun frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs hvað ofangreint varðar; þ.e. annars vegar efniskostnaður og hins vegar vinnukostnaður.

Byggðaráð - 750. fundur - 08.10.2015

Undir þessum lið sat fundinn Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.



Kristján Guðmundsson vék af fundi kl. 15:55 vegna vanhæfis.



Á 268. fundi umhverfisráðs þann 14. september 2015 var eftirfarandi bókað:

"Tekið fyrir erindi sem vísað var til umhverfisráðs á 744. fundi byggðarráðs frá Leikfélagi Dalvíkur, ódagsett en móttekið þann 15. júlí 2015, er varðar neðri hæðina í Ungó. LD leggur til við Dalvíkurbyggð að félagsmenn leikfélagsins taki á sig alla vinnu við að gera upp neðri hæðina og Dalvíkurbyggð myndi greiða efniskostnaðinn.

Umhverfisráð leggur til að kostnaður við efniskaup vegna viðhalds á kjallara Ungó verði greiddur af eignasjóði ( 31). Sviðsstjóra falið að hafa umsjón og eftirlit með verkinu."



Fyrir liggur gróf kostnaðaráætlun frá AVH að upphæð kr. 10.544.695 vegna vinnu og efnis vegna endurnýjunar kjallara, snyrtingar, eldhúskróks og búningsherbergis.

Gróf skipting annars vegar á efniskostnaði og vinnukostnaði hins vegar er 48% / 52%,þ.e. efni áætlað kr. 5.061.454.



Kristján kom inn á fundinn að nýju kl. 15:59.



Börkur Þór vék af fundi kl. 16:00
Lagt fram til kynningar.