Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri, kl. 14:48.
Á 746. fundi byggðaráðs þann 17. september 2015 var eftirfarandi bókað:
"Kristján Guðmundsson kom á fundinn að nýju undir þessum lið kl. 13:40. Á 268. fundi umhverfisráðs var meðal annars eftirfarandi bókað: "Umhverfisráð getur ekki fallist á að veita styrk til íbúasamtaka á Árskógsströnd vegna endurbóta á leiksvæði. Ráðið leggur þó áherslu á að þetta svæði verði ofarlega á verkefnalista næsta árs, og verði þær endurbætur gerðar í samráði við íbúasamtökin. Umhverfisráð vill þó taka fram að ráðið harmar hvernig staðið var að lagfæringum síðastliðið sumar og biðst afsökunar á seinaganginum." Með fundarboði byggðaráðs fylgdi greinargerð frá umhverfisstjóra um leiksvæði í Dalvíkurbyggð, sem byggðaráð óskaði eftir. Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir kostnaðaráætlun frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóra ef sett yrði upp nýtt einfalt leiksvæði á Árskógssandi sem og kostnaðaráætlun yfir önnur atriði sem þarf að koma í lag á öðrum leikvöllum, sem eru á ábyrgð sveitarfélagsins, í Dalvíkurbyggð. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi:
Úttekt á opnum leiksvæðum á Hauganesi og Árskógssandi 2015, unnið af Þórey Agnarsdóttur, heilbrigðisfulltrúa, en gerð var rekstrarskoðun þann 10. september s.l. með umhverfisstjóra Dalvíkurbyggðar.
Kostnaðaráætlun frá umhverfis- og tæknisviði hvað varðar viðhald á leiksvæði á Hauganesi, viðhald á leiksvæði á Árskógssandi og viðhald á leiksvæði í Skógarhólum.
Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð ítrekar fyrri ósk um greinargerð um stöðu mála hvað varðar leikvelli og leiktæki almennt á ábyrgð sveitarfélagsins.