a) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðumat stjórnenda Dalvíkurbyggðar fyrir janúar - júlí 2015 hvað varðar starfs- og fjárhagsáætlun 2015.
Almennt er staðan metin í lagi með nokkrum undantekningum.
b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti erindi frá leikskólastjóra Kátakots og Krílakots, dagsett þann 24. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir eftirtöldum viðaukum við fjárhagsáætlun 2015:
1. vegna veikinda starfsmanna á Krílakoti, kr. 1.892.000.
2. kr. 300.000 vegna ræstinga á Kátakoti og vegna ræstinga á Krílakoti kr. 203.000. Um er að ræða hækkun á þjónustusamningi við verktaka í kjölfar hækkana í kjarasamningum.
3. vegna snjómokstur kr. 130.000 vegna Kátakots og kr. 200.000 vegna Krílakots.
Alls kr. 2.725.000.
b) Afgreiðslu frestað til næsta fundar.