Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer
Valdís Guðbrandsdóttir vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa, kl. 10:28.
Á 741. fundi byggðaráðs þann 6. ágúst 2015 var eftirfarandi bókað:
"Lagt fram tilboð frá Píp sf. í framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur. Tilboð útboðsins voru opnuð þann 9.júlí og barst aðeins eitt tilboð sem reyndist vera 44,2% yfir kostnaðaráætlun. Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við sundlaug og felur sviðsstjóra að undirbúa nýtt útboð sem haldið yrði fyrir vorið 2016. Byggðaráð felur jafnframt sviðsstjóra að upplýsa tilboðsgjafa um að tilboði hans sem er 44,2% yfir kostnaðaráætlun sé hafnað. Byggðaráð setur saman vinnuhóp (bygginganefnd)sem fyrst, sem undirbýr málið og setur hönnun 2. áfanga af stað. Stefnt er að því að bjóða út 1. og 2. áfanga sameiginlega með það að markmiði að framkvæmdir við 1. áfanga geti hafist vorið 2016. "
Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir að skipun vinnuhópa sé með eftirfarandi hætti:
d) Vinnuhópar vegna nýframkvæmda og endurbóta.
Þegar ákveðið er að fara af stað með nýframkvæmd og /eða verulegar endurbætur á fasteign
og/eða öðrum fastafjármunum skal setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp sem er þannig
samansettur:
d.1. Stýrihópur verkefnis (4-5) : Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs þegar það á við,
formaður fagráðs eða 1 aðalmaður fagráðs, sveitarstjóri eða 1 aðalmaður úr byggðaráði,
sviðsstjóri fagsviðs og/eða viðkomandi stjórnandi.
d.2. Rýnihópur verkefnis (5-7): Hafa skal virkt samráð við starfsmenn eða aðra
hagsmunaaðila sem koma til með að starfa í og/eða nýta viðkomandi fasteign eða
fastafjármun.
Skrá skal fundargerðir og þær settar sem mál á dagskrá í viðkomandi fagráðum.
Byggðarráð tekur ákvörðun um hvort ástæða sé til þess að skipa vinnuhópa og samsetningu
vinnuhópa. Ákvörðun um skipun vinnuhóps þarf að liggja fyrir samhliða ákvörðun um
fjárfestingar og framkvæmdir í fjárhagsáætlun. Jafnframt þarf að liggja fyrir hvort vinnuhópar
séu launaðir.
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans Heiða Hilmarsdóttir, mætti á fundinn í hans stað.