Byggðaráð

743. fundur 27. ágúst 2015 kl. 08:15 - 11:08 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdís Guðbrandsdóttir, mætti á fundinn í hans stað.
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans Heiða Hilmarsdóttir, mætti á fundinn í hans stað.

1.Frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra; Umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu á gistingu

Málsnúmer 201508051Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, bréf dagsett þann 20. ágúst 2015, þar sem Unnur E. Hafstað Ármannsdóttir, kt. 220275-5669, Böggvisstöðum, 621. Dalvík, sækir um nýtt rekstrarleyfi til sölu heimagistingar að Böggvisstöðum, 621. Dalvík, Flokkur I.

Óskað er umsagnar sveitarstjórnar um umsókn þessa.
Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.

2.Frá PACTA; Lögfræðiþjónusta fyrir Dalvíkurbyggð.

Málsnúmer 201408018Vakta málsnúmer

Á 704. fundi byggðaráðs þann 21. ágúst 2014 var eftirfarandi bókað:

Tekið fyrir erindi frá Lögheimtunni ehf. / PACTA lögmönnum, bréf dagsett þann 11. ágúst 2014, þar sem fram kemur að PACTA lögmenn hafa áhuga á því að bjóða Dalvíkurbyggð lögmannsþjónustu.



Á 701. fundi byggðarráðs þann 26. júní 2014 var samþykkt samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að kanna mögulega samstarfsaðila um lögfræðiþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð.



Lagt fram til kynningar.



Málefni mögulegra samstarfsaðila um lögfræðiþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð er enn til skoðunar hjá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.



Á 738. fundi byggðaráðs þann 18. júní 2015 var eftirfarandi bókað undir máli 201409059:

"Á 707. fundi byggðaráðs þann 11. september 2014 var eftirfarandi bókað í tengslum við erindi frá Sókn lögmannastofu en í erindi þeirra frá 2. september 2014 er óskað eftir því að Sókn lögmannsstofa fái að gera sveitarfélaginu tilboð. Sambærileg erindi hafa borist frá

Pétri Einarssyni (201406099), LEX (201406107), Lögmál ehf. (201407036), PACTA (201408018).



'Lagt fram til kynningar.



Málefni mögulegra samstarfsaðila um lögfræðiþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð er enn til skoðunar hjá sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs.'



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir verðum í lögmannaþjónustu frá PACTA"



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að tilhögun lögmannaþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð, dagsett þann 19. ágúst 2015, frá PACTA lögmönnum á Akureyri.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að gengið verði til samninga við PACTA lögmenn um lögmannaþjónustu fyrir Dalvíkurbyggð á grundvelli ofangreindar tillögu.

Byggðaráð felur sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs ofangreint verkefni.

3.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði; Innkaupareglur Dalvíkurbyggðar, endurskoðun

Málsnúmer 201501109Vakta málsnúmer

Á 732. fundi byggðaráðs þann 22. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"727. fundi byggðaráðs þann 26. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað: "Á 726. fundi byggðarráðs þann 12. febrúar s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað: 'Með fundarboði byggðarráðs fylgdu innkaupareglunum með nokkrum tillögum að breytingum og/eða ábendingum um atriði sem vert er að taka til endurskoðunar. Lagt fram til kynningar og ofangreint verður áfram til umfjöllunar í byggðarráði.' Til umræðu ofangreint. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fyrir byggðarráð tillögu að breytingum á innkaupareglunum í samræmi við það sem um hefur verið rætt." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að endurskoðunum innkaupreglum fyrir Dalvíkurbyggð til umræðu í byggðaráði.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að ofangreindum drögum og meðal annars fá umsögn framkvæmdastjórnar. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að endurskoðun innkaupareglna Dalvíkurbyggðar ásamt hugmyndum að viðmiðunarfjárhæðum, annars vegar vegna útboða og hins vegar vegna verðfyrirspurna.

Endurskoðun á reglunum hefur verið til umræðu í framkvæmdastjórn á nokkrum fundum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar reglur eins og þær liggja fyrir með smá breytingum á fjárhæðum (rúnun) vegna útboða.

4.Frá fjármála- og stjórnsýslusviði og Héraðsskjalasafni; Reglur Dalvíkurbyggðar um flokkun, skráningu og geymslu ljósmynda. Tillaga.

Málsnúmer 201412132Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að reglum Dalvíkurbyggðar um meðferð og skráningu ljósmynda sem unnið hefur verið af fjármála- og stjórnsýslusviði og Héraðsskjalasafni Svarfdæla í samvinnu við stjórnendur sveitarfélagsins.



Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar reglur eins og þær liggja fyrir.

5.Frá Fjármála- og stjórnsýslusviði; Reglur Dalvíkurbyggðar um töku orlofs. Tillaga.

Málsnúmer 201505140Vakta málsnúmer

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga frá fjármála- og stjórnsýslusviði hvað varðar vinnureglur um töku orlofs. Tillagan hefur fengið umfjöllun á nokkrum fundum framkvæmdastjórnar.
Afgreiðslu frestað.

6.Starfs- og fjárhagsáætlun 2015; Stöðumat janúar - júlí 2015. Skil frá stjórnendum.

Málsnúmer 201508030Vakta málsnúmer

a) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti stöðumat stjórnenda Dalvíkurbyggðar fyrir janúar - júlí 2015 hvað varðar starfs- og fjárhagsáætlun 2015.

Almennt er staðan metin í lagi með nokkrum undantekningum.





b) Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti erindi frá leikskólastjóra Kátakots og Krílakots, dagsett þann 24. ágúst 2015, þar sem óskað er eftir eftirtöldum viðaukum við fjárhagsáætlun 2015:

1. vegna veikinda starfsmanna á Krílakoti, kr. 1.892.000.

2. kr. 300.000 vegna ræstinga á Kátakoti og vegna ræstinga á Krílakoti kr. 203.000. Um er að ræða hækkun á þjónustusamningi við verktaka í kjölfar hækkana í kjarasamningum.

3. vegna snjómokstur kr. 130.000 vegna Kátakots og kr. 200.000 vegna Krílakots.



Alls kr. 2.725.000.
a) Lagt fram til kynningar.

b) Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

7.Framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur. Tilnefning í vinnuhóp skv. fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201408097Vakta málsnúmer

Valdís Guðbrandsdóttir vék af fundi undir þessum lið til annarra starfa, kl. 10:28.



Á 741. fundi byggðaráðs þann 6. ágúst 2015 var eftirfarandi bókað:

"Lagt fram tilboð frá Píp sf. í framkvæmdir og viðhald við sundlaug Dalvíkur. Tilboð útboðsins voru opnuð þann 9.júlí og barst aðeins eitt tilboð sem reyndist vera 44,2% yfir kostnaðaráætlun. Byggðaráð samþykkir með 3 atkvæðum að fresta framkvæmdum við sundlaug og felur sviðsstjóra að undirbúa nýtt útboð sem haldið yrði fyrir vorið 2016. Byggðaráð felur jafnframt sviðsstjóra að upplýsa tilboðsgjafa um að tilboði hans sem er 44,2% yfir kostnaðaráætlun sé hafnað. Byggðaráð setur saman vinnuhóp (bygginganefnd)sem fyrst, sem undirbýr málið og setur hönnun 2. áfanga af stað. Stefnt er að því að bjóða út 1. og 2. áfanga sameiginlega með það að markmiði að framkvæmdir við 1. áfanga geti hafist vorið 2016. "



Samkvæmt fjárhagsáætlunarferli Dalvíkurbyggðar er gert ráð fyrir að skipun vinnuhópa sé með eftirfarandi hætti:

d) Vinnuhópar vegna nýframkvæmda og endurbóta.

Þegar ákveðið er að fara af stað með nýframkvæmd og /eða verulegar endurbætur á fasteign

og/eða öðrum fastafjármunum skal setja á laggirnar sérstakan vinnuhóp sem er þannig

samansettur:

d.1. Stýrihópur verkefnis (4-5) : Sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs þegar það á við,

formaður fagráðs eða 1 aðalmaður fagráðs, sveitarstjóri eða 1 aðalmaður úr byggðaráði,

sviðsstjóri fagsviðs og/eða viðkomandi stjórnandi.

d.2. Rýnihópur verkefnis (5-7): Hafa skal virkt samráð við starfsmenn eða aðra

hagsmunaaðila sem koma til með að starfa í og/eða nýta viðkomandi fasteign eða

fastafjármun.

Skrá skal fundargerðir og þær settar sem mál á dagskrá í viðkomandi fagráðum.

Byggðarráð tekur ákvörðun um hvort ástæða sé til þess að skipa vinnuhópa og samsetningu

vinnuhópa. Ákvörðun um skipun vinnuhóps þarf að liggja fyrir samhliða ákvörðun um

fjárfestingar og framkvæmdir í fjárhagsáætlun. Jafnframt þarf að liggja fyrir hvort vinnuhópar

séu launaðir.
Til umræðu skipun í ofangreinda hópa. Afgreiðslu frestað.

8.Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 35, frá 19. ágúst 2015.

Málsnúmer 1508003Vakta málsnúmer

Til afgreiðslu:

Liður 1.

Liður 2.

  • 8.1 201508036 Hafnafundur 2015
    Stjórn Hafnasambands Íslands boðar til 7. hafnafundar, sem haldinn verður í Hafnarfirði, föstudaginn 28. ágúst nk. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 35 Veitu- og hafnaráð samþykkir að Bjarna Th. Bjarnason, sveitarstjóri og Gunnþór Sveinbjörnsson, yfirhafnavörður verði fulltrúar Hafnasjóðs Dalvíkurbyggðar á fundinum. Bókun fundar Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
  • Síðla sumars 2014 ákvað sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar að láta vinna úttekt á möguleikum til virkjunar vatnsfalla í sveitarfélaginu. Tilgangurinn var að gera grófa könnun á hvaða möguleikar væru á smávirkjunum af ýmsum stærðum, ekki síst virkjunum sem gætu selt rafmagn inn á dreifikerfið og stuðlað að atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.
    Hluti af þessari úttekt er að framkvæma mælingar á vatnafari í Dalvíkurbyggð. Hér er til kynningar fyrsta skýrsla þess efnis.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 35 Veitu- og hafnaráð samþykkir að skýrsla um smávirkjanir í Dalvíkurbyggð verði kynnt opinberlega við fyrstu hentugleika og felur sveitarstjóra að finna hentugan tíma til þess. Lagt er einnig til að framangreind skýrsla verði birt á heimasíðu Dalvíkurbyggðar fyrir fundinn. Bókun fundar Til máls tóku:
    Heiða Hilmarsdóttir
    Bjarni Th. Bjarnason.

    Byggðaráð samþykkir samhljóða með 2 atkvæðum afgreiðslu veitu- og hafnaráðs.
  • Á fund sveitarstjóra kom Garðar Lárusson, frá Íslenskri Vatnsorku ehf, hann kynnti fyrirtækið áhuga þess að koma að byggingu vatnsaflsvirkjunar í Brimnesá.
    Fyrir fundinum liggja drög að viljayfirlýsingu um framangreinda framkvæmd.
    Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 35 Afgreiðslu erindisins frestað. Bókun fundar Til máls tóku:
    Bjarni Th. Bjarnason
    Heiða Hilmardóttir
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
  • Bjarni Th. átti fund með fulltrúum EAB á skrifstofu Fallorku þann 12.júní 2015. Fundur haldinn af tilstuðlan Andra Teitssonar frmkv.stj. Fallorku sem skrifaði nýverið undir viljayfirlýsingu á milli Fallorku og EAB á aðalfundi AFE þann 20.maí 2015. Fulltrúar EAB sendu drög að viljayfirlýsingu til Dalvíkurbyggðar í framhaldinu til skoðunar. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 35 Afgreiðslu erindisins frestað. Bókun fundar Til máls tóku:
    Bjarni Th. Bjarnason
    Heiða Hilmardóttir
    Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson.
  • 8.5 201501131 Vatnssýni 2015
    Við hefðbundið eftirlit Heilbrigðiseftirlits kom í ljós að vatnsýni úr lagnakefi Vatnsveitunnar úr Krossafjalli reyndist ekki í lagi. Brugðist var við með því að loka fyrir eitt brunnsvæðið í fjallinu og sýni sem tekið var 4. ágúst sl. reyndist í lagi. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 35 Lagt fram til kynningar.
  • Til upplýsingar var fjárhagsrammi fyrir árið 2016 kynntur auk hans var tímarammi vegna starfs- og fjárhagsáætlunar lagður fram. Veitu- og hafnaráð Dalvíkurbyggðar - 35 Veitu- og hafnaráð stefnir að halda fund um starfs- og fjárhagsáætlun 2016 miðvikudaginn 2. september n.k.. Bókun fundar Fleiri tóku ekki til máls um fundargerðina og annað þarfnast ekki afgreiðslu.

Fundi slitið - kl. 11:08.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Valdís Guðbrandsdóttir Varamaður
  • Heiða Hilmarsdóttir Varamaður
Starfsmenn
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs