Innkaupareglur, endurskoðun.

Málsnúmer 201501109

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 724. fundur - 22.01.2015

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi Innkaupareglur Dalvíkurbyggðar. Til umræðu endurskoðun á reglunum og hvort ástæða sé til efnislegra breytinga.

Í starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir eftirfarandi: "Skoðað verði hvort forsendur eru fyrir sameiginlegum innkaupum á vöru og þjónustu stofnana og fyrirtækja meira en nú er."

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar í framkvæmdastjórn með ósk um að framkvæmdastjórn komi með tillögu um næstu skref.

Byggðaráð - 726. fundur - 12.02.2015

Á 724. fundi byggðarráðs þann 22. janúar 2014 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi Innkaupareglur Dalvíkurbyggðar. Til umræðu endurskoðun á reglunum og hvort ástæða sé til efnislegra breytinga.

Í starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir eftirfarandi: "Skoðað verði hvort forsendur eru fyrir sameiginlegum innkaupum á vöru og þjónustu stofnana og fyrirtækja meira en nú er."


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar í framkvæmdastjórn með ósk um að framkvæmdastjórn komi með tillögu um næstu skref.

Fram kom á fundinum að framkvæmdastjórn hefur lítillega fjallað um endurskoðun á innkaupareglunum sem og fundur allra stjórnenda er áformaður þar sem meðal annars verður fjallað um frekari forsendur fyrir sameiginlegum innkaupum.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu innkaupareglunum með nokkrum tillögum að breytingum og/eða ábendingum um atriði sem vert er að taka til endurskoðunar.
Lagt fram til kynningar og ofangreint verður áfram til umfjöllunar í byggðarráði.

Byggðaráð - 727. fundur - 26.02.2015

Á 726. fundi byggðarráðs þann 12. febrúar s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðarráðs fylgdu innkaupareglunum með nokkrum tillögum að breytingum og/eða ábendingum um atriði sem vert er að taka til endurskoðunar.

Lagt fram til kynningar og ofangreint verður áfram til umfjöllunar í byggðarráði."

Til umræðu ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fyrir byggðarráð tillögu að breytingum á innkaupareglunum í samræmi við það sem um hefur verið rætt.

Byggðaráð - 732. fundur - 22.04.2015

Á 727. fundi byggðaráðs þann 26. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:

"Á 726. fundi byggðarráðs þann 12. febrúar s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað:

'Með fundarboði byggðarráðs fylgdu innkaupareglunum með nokkrum tillögum að breytingum og/eða ábendingum um atriði sem vert er að taka til endurskoðunar.



Lagt fram til kynningar og ofangreint verður áfram til umfjöllunar í byggðarráði.'



Til umræðu ofangreint.



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fyrir byggðarráð tillögu að breytingum á innkaupareglunum í samræmi við það sem um hefur verið rætt."



Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að endurskoðunum innkaupreglum fyrir Dalvíkurbyggð til umræðu í byggðaráði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að ofangreindum drögum og meðal annars fá umsögn framkvæmdastjórnar.

Byggðaráð - 743. fundur - 27.08.2015

Á 732. fundi byggðaráðs þann 22. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:

"727. fundi byggðaráðs þann 26. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað: "Á 726. fundi byggðarráðs þann 12. febrúar s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað: 'Með fundarboði byggðarráðs fylgdu innkaupareglunum með nokkrum tillögum að breytingum og/eða ábendingum um atriði sem vert er að taka til endurskoðunar. Lagt fram til kynningar og ofangreint verður áfram til umfjöllunar í byggðarráði.' Til umræðu ofangreint. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fyrir byggðarráð tillögu að breytingum á innkaupareglunum í samræmi við það sem um hefur verið rætt." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að endurskoðunum innkaupreglum fyrir Dalvíkurbyggð til umræðu í byggðaráði.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að ofangreindum drögum og meðal annars fá umsögn framkvæmdastjórnar. "



Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að endurskoðun innkaupareglna Dalvíkurbyggðar ásamt hugmyndum að viðmiðunarfjárhæðum, annars vegar vegna útboða og hins vegar vegna verðfyrirspurna.

Endurskoðun á reglunum hefur verið til umræðu í framkvæmdastjórn á nokkrum fundum.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindar reglur eins og þær liggja fyrir með smá breytingum á fjárhæðum (rúnun) vegna útboða.