Á 732. fundi byggðaráðs þann 22. apríl 2015 var eftirfarandi bókað:
"727. fundi byggðaráðs þann 26. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað: "Á 726. fundi byggðarráðs þann 12. febrúar s.l. var meðal annars eftirfarandi bókað: 'Með fundarboði byggðarráðs fylgdu innkaupareglunum með nokkrum tillögum að breytingum og/eða ábendingum um atriði sem vert er að taka til endurskoðunar. Lagt fram til kynningar og ofangreint verður áfram til umfjöllunar í byggðarráði.' Til umræðu ofangreint. Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að leggja fyrir byggðarráð tillögu að breytingum á innkaupareglunum í samræmi við það sem um hefur verið rætt." Með fundarboði byggðaráðs fylgdu drög að endurskoðunum innkaupreglum fyrir Dalvíkurbyggð til umræðu í byggðaráði.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að vinna áfram að ofangreindum drögum og meðal annars fá umsögn framkvæmdastjórnar. "
Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga að endurskoðun innkaupareglna Dalvíkurbyggðar ásamt hugmyndum að viðmiðunarfjárhæðum, annars vegar vegna útboða og hins vegar vegna verðfyrirspurna.
Endurskoðun á reglunum hefur verið til umræðu í framkvæmdastjórn á nokkrum fundum.