Byggðaráð

726. fundur 12. febrúar 2015 kl. 13:00 - 16:00 í Múla á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Frá Ungmennaráði; Hlutverk og starfsemi ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar, kl. 13:00.

Málsnúmer 201412078Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 13:00 fulltrúar úr Ungmennaráði, Patrekur Óli Gústafsson, Eiður Máni Júlíusson og Gísli Rúnar Gylfason, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi.

Á 4. fundi Ungmennaráðs þann 19. desember 2014 var samþykkt að óska eftir því að fá að kynna tilgang ráðsins inni hjá öðrum ráðum og nefndum Dalvíkurbyggðar.

Fulltrúar úr Ungmennaráði kynntu hlutverk og starf Ungmennaráðs.

Patrekur Óli, Eiður Máni og Gísli Rúnar viku af fundi kl. 13:52.
Lagt fram.

2.Trúnaðarmál

Málsnúmer 201405189Vakta málsnúmer

Bókað í trúnaðarmálabók.

3.Frá 260. fundi umhverfisráðs; Hverfisnefndir í Dalvíkurbyggð, kl. 13:35.

Málsnúmer 201501155Vakta málsnúmer

Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 13:53 Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.

Á 260. fundi umhverfisráðs þann 6. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisstjóri kynnir hugmynd að hverfanefndum í Dalvíkurbyggð.
Hlutverk hverfisnefnda er að vera vettvangur íbúanna til að hafa áhrif á næsta umhverfi sitt.

Umhverfisráði lýst vel á hugmyndina og vísar erindinu til afgreiðslu byggðarráðs og leggur einnig til að umhverfisstjóri kynni hana fyrir ráðinu."

Með fundarboðinu fylgdi drög að samþykkt fyrir hverfisnefndir í Dalvíkurbyggð.

Til umfjöllunar ofangreint.

Valur Þór og Börkur viku af fundi kl. 14:13.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umræðu í framkvæmdastjórn og stjórnsýslunefnd.

4.Íbúafundur. Kl. 13:55.

Málsnúmer 201501110Vakta málsnúmer

Á 725. fundi byggðarráðs þann 29. janúar s.l. var Upplýsingafulltrúa falið að koma með tillögu að uppsetningu á áformuðum íbúafundi sem og dagsetningu.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdi tillaga Upplýsingafulltrúa hvað varðar ofangreint.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela Upplýsingafulltrúa að leggja fyrir næsta fund byggðarráðs endanleg drög að dagskrá sem tekur mið að ofangreindu með nánari útfærslu. Gert er ráð fyrir að fundurinn yrði 12.mars n.k.
Byggðarráð vísar einnig ofangreindum drögum til umfjöllunar og upplýsingar í framkvæmdastjórn.

5.Upplýsingamiðstöð Dalvíkurbyggðar.

Málsnúmer 201407047Vakta málsnúmer

Á 722. fundi byggðarráðs þann 9. janúar 2015 var til umfjöllunar starfsemi Upplýsingamiðstöðvar Dalvíkurbyggðar í Bergi en samkvæmt starfs- og fjárhagsáætlun 2015 er gert ráð fyrir sama fyrirkomulagi og var árið 2014. Upplýsingafulltrúa var falið að ræða við forsvarsmenn Ferðatrölla í samræmi við umræður á fundinum. Í forföllum Upplýsingafulltrúa upplýsti sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs að Upplýsingafulltrúi hefur haft samband við formann Ferðatrölla.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs gerði grein fyrir þeim atriðum er varða starfssemi Upplýsingarmiðstöðvar sem fram komu á fundi Atvinnumála- og kynningarráðs þann 4. febrúar s.l. með aðilum er starfa í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að leggja til að bæta við einum mánuði hvað varðar opununartíma Upplýsingarmiðstöðvar þannig að gert verði ráð fyrir opnun júní - september og/eða eða í 4 mánuði og felur sviðsstjóra og Upplýsingafulltrúa að leggja fyrir byggðarráð útfærslu og beiðni um viðbótarheimild.

6.Frá 65. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs; Akstur barna í félagsmiðstöð er búa utan Dalvíkur.

Málsnúmer 201410298Vakta málsnúmer

Á 65. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið sat Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar.
Á 63. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs gerði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi grein fyrir fundi sam haldinn var með foreldrum barna er búa utan Dalvíkur. Afgreiðslu var frestað.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur ekki vera svigrúm innan núverandi fjárhagsáætlunar til að geta sinnt akstri fyrir börn er búa utan Dalvíkur.

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að gerð verði tilraun með akstur í 5 skipti nú í vor. Óskað er eftir aukafjárveitingu sem nemur 200.000 kr. og erindinu því vísað til Byggðaráðs.

Viktor Már Jónasson vék af fundi kl. 10:40. "
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og vísa ofangreindu til umfjöllunar í Stjórnsýslunefnd.

7.Drög að samningi við Norðurorku; Varðar beiðni um riftun samnings vegna jarðhitaréttinda í landi Syðri-Haga.

Málsnúmer 201409067Vakta málsnúmer

Á 721. fundi byggðarráðs þann 18. desember 2014 var eftirfarandi samþykkt:

"Byggðaráð samþykkir samhljóða að gangast fyrir því að samningi á milli sveitarfélagsins og eigenda Syðri-Haga verði rift að þeirra ósk enda muni Dalvíkurbyggð ná samkomulagi við Norðurorku um samstarfssamning sem tekur til m.a.:

1. -Samstarfi Hitaveitu Dalvíkur og Norðuorkur er varðar framtíðaröryggi hitaveitna við vestanverðan Eyjafjörð.
2. -Gagnkvæmrar upplýsingagjafar Hitaveitu Dalvíkur og Norðurorku um tæknileg úrlausnarefni og áform.
3. -Aðgengi starfsmanna Hitaveitu Dalvíkur að fræðslufundum á vegum Norðurorku."

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu drög að samkomulagi á milli Norðurorku hf. og Dalvíkurbyggðar um ýmsa þætti er varða jarðhita í sunnanverðri Dalvíkurbyggð, um samstarf og gagnkvæmda hagsmuni vegna reksturs hitaveitna á Eyjafjarðarsvæðinu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreindan samning með fyrirvara um samþykki veitu- og hafnaráðs og vísar ofngreindu til veitu- og hafnaráðs til umsagnar.

8.Innkaupareglur Dalvíkurbyggðar, endurskoðun.

Málsnúmer 201501109Vakta málsnúmer

Á 724. fundi byggðarráðs þann 22. janúar 2014 var eftirfarandi bókað:
"Með fundarboði byggðarráðs fylgdu gildandi Innkaupareglur Dalvíkurbyggðar. Til umræðu endurskoðun á reglunum og hvort ástæða sé til efnislegra breytinga.

Í starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs fyrir árið 2015 er gert ráð fyrir eftirfarandi: "Skoðað verði hvort forsendur eru fyrir sameiginlegum innkaupum á vöru og þjónustu stofnana og fyrirtækja meira en nú er."


Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til skoðunar í framkvæmdastjórn með ósk um að framkvæmdastjórn komi með tillögu um næstu skref.

Fram kom á fundinum að framkvæmdastjórn hefur lítillega fjallað um endurskoðun á innkaupareglunum sem og fundur allra stjórnenda er áformaður þar sem meðal annars verður fjallað um frekari forsendur fyrir sameiginlegum innkaupum.

Með fundarboði byggðarráðs fylgdu innkaupareglunum með nokkrum tillögum að breytingum og/eða ábendingum um atriði sem vert er að taka til endurskoðunar.
Lagt fram til kynningar og ofangreint verður áfram til umfjöllunar í byggðarráði.

9.Vátryggingar sveitarfélagsins.

Málsnúmer 201501058Vakta málsnúmer

Á 724. fundi byggðarráðs þann 22. janúar 2015 var eftirfarandi bókað:
"Á 723 fundi byggðarráðs þann 15. janúar s.l. var eftirfarandi bókað um ofangreint:
Til umræðu vátryggingar sveitarfélagsins og hugsanlegt útboð á árinu. Í gildi er samkomulag við Vátryggingarfélag Íslands, í kjölfars útboðs 2010, en samkvæmt 7. gr. samningsins er samningurinn frá 1. janúar 2011 til 4 ára. Eftir það tímabil framlengist samningurinn um eitt ár í senn, þó mest tvö ár, nema honum verði sagt upp skriflega með sex mánaðar fyrirvara miðað við 1. janúar.
Frekari umfjöllun og afgreiðslu frestað til næsta fundar."

Til umræðu ofangreint.

Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umfjöllunar og skoðunar í framkvæmdastjórn.

Upplýst var á fundinum að fjallað hefur verið um ofangreint á tveimur fundum í framkvæmdastjórn og er niðurstaðan að leggja til framlengja samkomulagið við VÍS um eitt ár sem er í samræmi við 7. gr. samningsins.
Afgreiðslu frestað. Byggðarráð felur sveitarstjóra að afla nánari upplýsinga í samræmi við umræður á fundinum.

10.Frá nefndasviði Alþingis; Frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455. mál.

Málsnúmer 201502055Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá nefndasviði Alþingis þar sem fram kemur að atvinnuveganefnd Alþings sendir til umsagnar frumvarp til laga um náttúrupassa(heildarlög), 455. mál. Óskað er eftir umsögn eigi síðar en 20. febrúar n.k.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sveitarstjóra að bregðast við ofangreindu.

11.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Leiðbeiningar um gerð siðareglana og hlutverk siðanefndar.

Málsnúmer 201501161Vakta málsnúmer

Tekið fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 30. janúar 2015, þar sem fram kemur að siðanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga sem starfar skv. 29. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 hefur útbúið meðfylgjandi fræðslurit um hvað sveitarstjórnir þurfa að hafa í huga við gerð og endurskoðun siðareglna. Vonast siðanefndin til þess að leiðbeiningarnar vekji upp jákvæða umræðu um siðamál og að hún nýtist kjörnum fulltrúum í sinni vinnu.
Lagt fram til kynningar og vísað til annarra fagráða.

12.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; Umsögn sambandsins - tillaga að landsskipulagsstefnu.

Málsnúmer 201501159Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 30. janúar 2015, þar sem kynnt er umsögn Sambandsins til Skipulagsstofnunar um tillögu að landsskipulagsstefnu 2015-2026.
Lagt fram til kynningar.

13.Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga; 824. fundur stjórnar Sambandsins.

Málsnúmer 201502032Vakta málsnúmer

Tekinn fyrir rafpóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettur þann 4. febrúar 2015, þar sem meðfylgjandi er 824. fundur stjórnar Sambandsins.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Nefndarmenn
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson Formaður
  • Kristján Guðmundsson Varaformaður
  • Guðmundur St. Jónsson Aðalmaður
  • Bjarni Theódór Bjarnason Sveitarstjóri
  • Guðrún Pálína Jóhannsdóttir Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún Pálína Jóhannsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs