Akstur barna í félagsmiðstöð er búa á Árskógsströnd

Málsnúmer 201410298

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 62. fundur - 11.11.2014

Þórunn Andresdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Tekið var fyrir erindi frá Valgerði Hrönn Ingvarsdóttur sem barst íþrótta- og æskulýðsfulltrúa með rafpósti 23.10.2014. Óskar hún fyrir hönd foreldra barna sem búa á Árskógströnd eftir umræðu og ákvörðun um það hvort Dalvíkurbyggð geti komið til móts við þau varðandi akstur barna í félagsmiðstöðina Tý á Dalvík. Félagsmiðstöðin er opin á mánudags- og miðvikudagskvöldum og annað hvert föstudagskvöld.

Forstöðumanni Víkurrastar og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að funda með foreldrum barna sem búa utan þéttbýlis í sveitarfélaginu.
Þórunn Andresdóttir kom á fundinn aftur kl. 9:00.
Viktor vék af fundi kl. 9:00.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 63. fundur - 09.12.2014

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi gerði grein fyrir fundi með foreldrum mánudaginn 8. desember. Þar kom fram vilji til að boðið yrði upp á akstur, þó það væri ekki nema í litlu magni. Ef velja þyrfti daga, væri væri það síst föstudagar sem kæmu til greina, frekar mánudaga eða miðvikudaga. Ekki var áhugi fyrir því að foreldrar myndu sjálfir sjá um akstur, þó það væri með fjárstuðningi sveitarfélagsins. Foreldrar tóku jákvætt í að greiða nokkur hundruð krónur fyrir ferðina ef hún yrði í boði.

Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 65. fundur - 03.02.2015

Undir þessum lið sat Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar.
Á 63. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs gerði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi grein fyrir fundi sam haldinn var með foreldrum barna er búa utan Dalvíkur. Afgreiðslu var frestað.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur ekki vera svigrúm innan núverandi fjárhagsáætlunar til að geta sinnt akstri fyrir börn er búa utan Dalvíkur.

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að gerð verði tilraun með akstur í 5 skipti nú í vor. Óskað er eftir aukafjárveitingu sem nemur 200.000 kr. og erindinu því vísað til Byggðaráðs.

Viktor Már Jónasson vék af fundi kl. 10:40.

Byggðaráð - 726. fundur - 12.02.2015

Á 65. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið sat Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar.
Á 63. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs gerði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi grein fyrir fundi sam haldinn var með foreldrum barna er búa utan Dalvíkur. Afgreiðslu var frestað.

Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur ekki vera svigrúm innan núverandi fjárhagsáætlunar til að geta sinnt akstri fyrir börn er búa utan Dalvíkur.

Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að gerð verði tilraun með akstur í 5 skipti nú í vor. Óskað er eftir aukafjárveitingu sem nemur 200.000 kr. og erindinu því vísað til Byggðaráðs.

Viktor Már Jónasson vék af fundi kl. 10:40. "
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og vísa ofangreindu til umfjöllunar í Stjórnsýslunefnd.

Byggðaráð - 735. fundur - 21.05.2015

Á 726. fundi byggðaráðs þann 12. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:

"201410298 - Frá 65. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs; Akstur barna í félagsmiðstöð er búa utan Dalvíkur.



Á 65. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:

"Undir þessum lið sat Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar.

Á 63. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs gerði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi grein fyrir fundi sam haldinn var með foreldrum barna er búa utan Dalvíkur. Afgreiðslu var frestað.



Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur ekki vera svigrúm innan núverandi fjárhagsáætlunar til að geta sinnt akstri fyrir börn er búa utan Dalvíkur.



Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að gerð verði tilraun með akstur í 5 skipti nú í vor. Óskað er eftir aukafjárveitingu sem nemur 200.000 kr. og erindinu því vísað til Byggðaráðs.



Viktor Már Jónasson vék af fundi kl. 10:40. "



Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og vísa ofangreindu til umfjöllunar í Stjórnsýslunefnd."



Fundur stjórnsýslunefndar var haldinn 13. maí 2015.



Niðurstaða stjórnsýslunefndar er að leggja til við byggðaráð að hafnað verði því að bjóða upp á akstur, hvort sem það er til reynslu eða framtíðar.

Aðalrökin sem komu fram að með því væri sett fordæmi fyrir því að sveitarfélagið kosti akstur í aðra tómstunda- og íþróttaiðkun ungmenna.

Lagt er til að skoðað verði hvort ekki sé hægt að bæta þessu við hvatagreiðslur í ÆskuRækt þannig að hægt verði að sækja um niðurgreiðslu á móti kostnaði foreldra vegna aksturs í félagsmiðstöð.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að taka undir með niðurstöðu stjórnsýslunefndar en þó þannig að byggðaráð hvetur til að farin verði sú leið að bjóða upp á hvatagreiðslur í gegnum ÆskuRækt, vísað til íþrótta- og æskulýðsfulltrúa til úrvinnslu.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 69. fundur - 02.06.2015

Á 63. og 65. fundi íþrótta- og æksulýðsráðs var erindi um akstur barna til félagsstarfa til umræðu.

í framhaldinu var málinu vísað til meðferðar hjá Stjórnsýslunefnd sveitarfélagsins en hún fundaði 13. maí 2015.

Niðurstaða stjórnsýslunefndar var að leggja til við byggðaráð að hafnað verði því að bjóða upp á akstur, hvort sem það er til reynslu eða framtíðar.

Aðalrökin sem komu fram að með því væri sett fordæmi fyrir því að sveitarfélagið kosti akstur í aðra tómstunda- og íþróttaiðkun ungmenna.

Lagt er til að skoðað verði hvort ekki sé hægt að bæta þessu við hvatagreiðslur í ÆskuRækt þannig að hægt verði að sækja um niðurgreiðslu á móti kostnaði foreldra vegna aksturs í félagsmiðstöð.



Byggðaráð vísaði málinu til úrvinnslu hjá íþrótta- og æskulýðsfulltrúa sem ræddi ýmsar úrfærslur og álitamál við ráðið.



Íþrótta- og æskulýðsráð felur íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.