Á 726. fundi byggðaráðs þann 12. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:
"201410298 - Frá 65. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs; Akstur barna í félagsmiðstöð er búa utan Dalvíkur.
Á 65. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 3. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið sat Viktor Már Jónasson forstöðumaður Víkurrastar.
Á 63. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs gerði íþrótta- og æskulýðsfulltrúi grein fyrir fundi sam haldinn var með foreldrum barna er búa utan Dalvíkur. Afgreiðslu var frestað.
Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi telur ekki vera svigrúm innan núverandi fjárhagsáætlunar til að geta sinnt akstri fyrir börn er búa utan Dalvíkur.
Íþrótta- og æskulýðsráð leggur til að gerð verði tilraun með akstur í 5 skipti nú í vor. Óskað er eftir aukafjárveitingu sem nemur 200.000 kr. og erindinu því vísað til Byggðaráðs.
Viktor Már Jónasson vék af fundi kl. 10:40. "
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fresta afgreiðslu og vísa ofangreindu til umfjöllunar í Stjórnsýslunefnd."
Fundur stjórnsýslunefndar var haldinn 13. maí 2015.
Niðurstaða stjórnsýslunefndar er að leggja til við byggðaráð að hafnað verði því að bjóða upp á akstur, hvort sem það er til reynslu eða framtíðar.
Aðalrökin sem komu fram að með því væri sett fordæmi fyrir því að sveitarfélagið kosti akstur í aðra tómstunda- og íþróttaiðkun ungmenna.
Lagt er til að skoðað verði hvort ekki sé hægt að bæta þessu við hvatagreiðslur í ÆskuRækt þannig að hægt verði að sækja um niðurgreiðslu á móti kostnaði foreldra vegna aksturs í félagsmiðstöð.
Tekið var fyrir erindi frá Valgerði Hrönn Ingvarsdóttur sem barst íþrótta- og æskulýðsfulltrúa með rafpósti 23.10.2014. Óskar hún fyrir hönd foreldra barna sem búa á Árskógströnd eftir umræðu og ákvörðun um það hvort Dalvíkurbyggð geti komið til móts við þau varðandi akstur barna í félagsmiðstöðina Tý á Dalvík. Félagsmiðstöðin er opin á mánudags- og miðvikudagskvöldum og annað hvert föstudagskvöld.
Forstöðumanni Víkurrastar og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa er falið að funda með foreldrum barna sem búa utan þéttbýlis í sveitarfélaginu.
Þórunn Andresdóttir kom á fundinn aftur kl. 9:00.
Viktor vék af fundi kl. 9:00.