Málsnúmer 201501155Vakta málsnúmer
Á 726. fundi byggðaráðs þann 12. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:
"201501155 - Frá 260. fundi umhverfisráðs; Hverfisnefndir í Dalvíkurbyggð, kl. 13:35.
Undir þessum lið komu á fund byggðarráðs kl. 13:53 Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri, og Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs.
Á 260. fundi umhverfisráðs þann 6. febrúar 2015 var eftirfarandi bókað:
"Umhverfisstjóri kynnir hugmynd að hverfanefndum í Dalvíkurbyggð.
Hlutverk hverfisnefnda er að vera vettvangur íbúanna til að hafa áhrif á næsta umhverfi sitt.
Umhverfisráði lýst vel á hugmyndina og vísar erindinu til afgreiðslu byggðarráðs og leggur einnig til að umhverfisstjóri kynni hana fyrir ráðinu."
Með fundarboðinu fylgdi drög að samþykkt fyrir hverfisnefndir í Dalvíkurbyggð.
Til umfjöllunar ofangreint.
Valur Þór og Börkur viku af fundi kl. 14:13.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindu til umræðu í framkvæmdastjórn og stjórnsýslunefnd."
Fundur stjórnsýslunefndar var haldinn 13. maí 2015.
Niðurstaða stjórnsýslunefndar er að leggja til við byggðaráð að setja ekki á laggirnar hverfisnefndir þar sem um mikla umsýslu og kostnað væri að ræða. Menn sjá heldur ekki þörfina í ekki stærra sveitarfélagi þar sem íbúar hafa gott aðgengi að kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélagsins til að koma hugðarefnum sínum á framfæri.
Lagt er til að haldnir verði a.m.k. einu sinni á ári opnir stjórnsýslunefndarfundir; 1 á Árskógsströnd, 1 í Svarfaðardal/Skíðadal og 1 á Dalvík.
Kristján Guðmundsson boðaði forföll og varamaður hans, Heiða Hilmarsdóttir, mætti í hans stað.
Guðmundur St. Jónsson boðaði forföll og varamaður hans, Valdís Guðbrandsdóttir, mætti í hans stað.