Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs kl. 13:00 Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og Valur Þór Hilmarsson, umhverfisstjóri.
Á 761. fundi byggðaráðs þann 10. desember 2015 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 8. desember 2015, þar sem fram kemur að samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja má gera ráð fyrir að þeir fjármunir sem eftir eru á fjárhagsáætlun 2015 til snjómoksturs séu nánast uppurnir. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 10.000.000 á 10600-4948 vegna snjómoksturs í desember.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofagreinda beiðni um viðauka að upphæð kr. 10.000.000, vísað á lið 10600-4948 og til lækkunar á handbæru fé. Byggðaráð óskar eftir greiningu og stöðu á kostnaði ársins 2015 vegna snjómoksturs fyrir næsta fund byggðaráðs. "
Á fundinum fóru sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs og umhverfisstjóri yfir greiningu þeirra og stöðu á kostnaði ársins 2015 vegna snjómoksturs og hálkuvarna.
Til umræðu ofangreint.
Valur vék af fundi kl. 13:40.