Umhverfisráð

272. fundur 04. desember 2015 kl. 09:00 - 11:15 í Upsa á 3. hæð í Ráðhúsi Dalvíkur
Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs
Dagskrá
Kristín Dögg Jónsdóttir boðaði forföll og í hennar stað sat Marínó Þorsteinsson fundinn.

1.Ræsi í Brimnesá

Málsnúmer 201509027Vakta málsnúmer

Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna vegar og ræsis yfir Brimnesá.
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina og felur sviðsstjóra að veita umbeðið leyfi.

2.Ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu.

Málsnúmer 201508095Vakta málsnúmer

Tekið fyrir minnisblað frá lögfræði- og velferðarsviði Sambands íslenskra sveitarfélaga, dagsett þann 18. júní 2015, er varðar ábendingar til sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu - 2. útgáfa.
Umhverfisráð leggur til við byggðarráð að sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs verði falið að senda bréf á þá aðila sem standa að rekstri sem fallið gæti í C- flokk álagningu fasteignagjalda.

3.Deiliskipulag Dysnesi, Hörgársveit.

Málsnúmer 201511075Vakta málsnúmer

Til umsagnar tillaga að deiliskipulagi fyrir hafnar-, athafna- og iðnaðarsvæði á Dysnesi, Hörgársveit.

Tillagan fellur undir lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 og fylgir henni umhverfisskýrsla.

Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu athafna- og iðnaðarsvæðis auk hafnar og hafnsækinnar starfsemi. Aðkoma að svæðinu er frá Bakkavegi og liggur safngata fyrir miðju svæði niður að hafnarbakka. Gert er ráð fyrir um 16,5 ha landfyllingu með viðlegukanti fyrir stór skip og athafnasvæði hafnar með fjölbreyttum og sveigjanlegum nýtingarmöguleikum.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar hefur kynnt sér framlagðar tillögur og gerir ekki athugasemdir við tillögu að deiliskipulagi fyrir hafnar-, athafna- og iðnaðarsvæði á Dysnesi, Hörgársveit.

4.Fundargerðir 2015

Málsnúmer 201501129Vakta málsnúmer

Til kynningar fundagerðið Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra frá 177. fundi sem haldin var þann 4. nóvember síðastliðinn.
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar gerir ekki athugasemdir við fundagerðina.

5.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026

Málsnúmer 201511076Vakta málsnúmer

Til kynningar svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Norðurlandi 2015-2026.

Sveitarstjórn beindi því til umhverfisráðs að taka ofangreinda svæðisáætlun til umfjöllunar á 274.fundi sínum þann 24.11.2015.
Umhverfisráð felur sviðsstjóra að koma á framfæri ábendingum samkvæmt umræðum á fundinum.

6.Yfirferð og endurskoðun á erindisbréfum fagráða

Málsnúmer 201511132Vakta málsnúmer

Til yfirferðar og endurskoðunar erindisbréf umhverfisráðs Dalvíkurbyggðar
Umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við framlagt erindisbréf, en vill árétta að skipulagsmál sveitarfélagsins eru á forræði umhverfisráðs.

7.Umsókn um stækkun á lóð Sandskeið 31, Dalvík

Málsnúmer 201511128Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 10. nóvember 2015 óskar Hallgrímur Hreinsson, fyrir hönd Dalverks ehf, eftir lóðarstækkun við Sandskeið 31, Dalvík samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Umhverfisráð frestar afgreiðslu þar sem öll gögn liggja ekki fyrir.

8.Skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag Dalvíkurhafnar

Málsnúmer 201511062Vakta málsnúmer

Til umræðu umsagnir á skipulagslýsingar vegna breyting á aðalskipulagi og nýju deiliskipulagi Dalvíkurhafnar
Umhverfisráð þakkar innsendar umsagnir.

Umsagnir gefa tilefni til frekari umræðu sem teknar verða fyrir á næsta fundi ráðsins.

9.Snjómokstur 2015

Málsnúmer 201505077Vakta málsnúmer

Til umræðu snjómokstur og gildandi samkomulag við Vegagerðina vegna helminga moksturs í sveitarfélaginu
Umhverfisráð áréttar að mikilvægt sé að endurskoða verklagsreglur Vegagerðarinnar "Framkvæmd vetrarþjónustu á helmingamoksturs vegum í Dalvíkurbyggð" og almenna skilgreiningu á flokkun vega 805-02 og 807-02 vegna breytinga á búsetu og aukins umferðarþunga.

Ráðið óskar eftir að fulltrúi Vegagerðarinnar verði boðaður á næsta fund ráðsins.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Nefndarmenn
  • Haukur Gunnarsson Formaður
  • Helga Íris Ingólfsdóttir Varaformaður
  • Karl Ingi Atlason Aðalmaður
  • Guðrún Anna Óskarsdóttir Aðalmaður
  • Marinó Þorsteinsson varamaður
Starfsmenn
  • Börkur Þór Ottósson Sviðstjóri
Fundargerð ritaði: Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri Umhverfis- og tæknisviðs