Á 68. fundi íþrótta- og æskulýðsráðs þann 5. maí 2015 var eftirfarandi bókað:
"2. 201504122 - Skýrsla vinnuhóps um uppbyggingu vallarsvæðis UMFS
Skýrsla vinnuhóps um uppbyggingu á vallarsvæði UMFS ásamt þriggja ára áætlun um endurbætur og viðhald var lögð fram. Í vinnuhópnum voru Björn Friðþjófsson, Ingibjörg María Ingvadóttir,Jónína Guðrún Jónsdóttir, Kristinn Ingi Valsson, Valdís Guðbrandsdóttir og Gísli Rúnar Gylfason.
Í skýrslunni er lagt til að UMFS fái kr. 1.000.000 til viðbótar við þær þrjár milljónir sem þegar hafa verið samþykktar aukalega í viðhald vallarins árið 2015. Í skýrslunni er einnig lagt til að fjármagn næstu tveggja ára verði um 7 milljónir á ári og í framhaldinu kr. 5.000.000. á ári.
Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir skýrsluna og óskar eftir við byggðaráð aukafjárveitingu að upphæð kr. 1.000.00 í viðhald vallar árið 2015. Fjárþörf árin 2016 og 2017 er metin að upphæð kr. 7.000.000 á ári og 2018 og 2019 kr. 5.000.000 á ári er vísað til endurnýjunar á samningi við félagið og er því óskað eftir að byggðaráð taki tillit til þess við rammaúthlutun."
Í skýrslunni er lagt til að UMFS fái kr. 1.000.000 til viðbótar við þær þrjár milljónir sem þegar hafa verið samþykktar aukalega í viðhald vallarins árið 2015. Í skýrslunni er einnig lagt til að fjármagn næstu tveggja ára verði um 7 milljónir á ári og í framhaldinu kr. 5.000.000. á ári.
Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir skýrsluna og óskar eftir við byggðaráð aukafjárveitingu að upphæð kr. 1.000.00 í viðhald vallar árið 2015. Fjárþörf árin 2016 og 2017 er metin að upphæð kr. 7.000.000 á ári og 2018 og 2019 kr. 5.000.000 á ári er vísað til endurnýjunar á samningi við félagið og er því óskað eftir að byggðaráð taki tillit til þess við rammaúthlutun.