Íþrótta- og æskulýðsráð

68. fundur 05. maí 2015 kl. 14:30 - 18:00 í félagsheimilinu Árskógi
Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi
Dagskrá
Andrea Ragúels Víðisdóttir boðaði forföll og boðaði varamann í sinn stað en varamaðurinn forfallaðist jafnframt.

Íris Hauksdóttir mætti á fundinn klukkan 15:30

1.Samningar við íþróttafélög 2016-2018

Málsnúmer 201501151Vakta málsnúmer

Með fundarboði fylgdu drög að samningum við íþróttafélögin. Farið var yfir almennar kröfur samninganna og hvernig væri best að koma fyrir sérverkefnum sem greitt hefur verið séstaklega fyrir.



Ákveðið var að vinna fram að næsta fundi ráðins í samningunum í samræmi við umræður á fundinum.

2.Skýrsla vinnuhóps um uppbyggingu vallarsvæðis UMFS

Málsnúmer 201504122Vakta málsnúmer

Skýrsla vinnuhóps um uppbyggingu á vallarsvæði UMFS ásamt þriggja ára áætlun um endurbætur og viðhald var lögð fram. Í vinnuhópnum voru Björn Friðþjófsson, Ingibjörg María Ingvadóttir,Jónína Guðrún Jónsdóttir, Kristinn Ingi Valsson, Valdís Guðbrandsdóttir og Gísli Rúnar Gylfason.



Í skýrslunni er lagt til að UMFS fái kr. 1.000.000 til viðbótar við þær þrjár milljónir sem þegar hafa verið samþykktar aukalega í viðhald vallarins árið 2015. Í skýrslunni er einnig lagt til að fjármagn næstu tveggja ára verði um 7 milljónir á ári og í framhaldinu kr. 5.000.000. á ári.



Íþrótta- og æskulýðsráð þakkar fyrir skýrsluna og óskar eftir við byggðaráð aukafjárveitingu að upphæð kr. 1.000.00 í viðhald vallar árið 2015. Fjárþörf árin 2016 og 2017 er metin að upphæð kr. 7.000.000 á ári og 2018 og 2019 kr. 5.000.000 á ári er vísað til endurnýjunar á samningi við félagið og er því óskað eftir að byggðaráð taki tillit til þess við rammaúthlutun.

3.Langtímasamningur við UMSE

Málsnúmer 201504121Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá UMSE dagsett 27. apríl 2015. Þar óskar UMSE eftir því við Dalvíkurbyggð að gerður verði langtímasamningur við UMSE, er þetta liður í því að UMSE sækist eftir gæðavottun frá ÍSÍ sem Fyrirmyndahérað ÍSÍ. UMSE hefur falið framkvæmdarstjóra að vera fulltrúi UMSE og er jafnframt óskað eftir því að fyrsti fundur varðandi viðræður fari fram fyrir lok maí. Einnig kemur fram í erindinu að UMSE hefur markað sér stefnu sem var samþykkt á síðasta ársþingi UMSE. Stefnan er einnig lögð fram til kynningar.



Íþrótta- og æskuýðsráð fagnar því að UMSE hafi lokið stefnumótunarvinnu og telur æskilegt að gera samning til 4 ára við UMSE líkt og við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að boða framkvæmdarstjóra á næsta fund ráðsins sem haldinn verður í byrjun júní. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna drög að samningi við UMSE í samráði við framkvæmdarstjóra UMSE.

4.Reglur vinnuskóla um sérstök sumarstörf/verkefni

Málsnúmer 201505024Vakta málsnúmer

Íris Hauksdóttir kom á fundinn þegar þessi liður var rétt hafinn eða kl. 15:30 og sat fundinn til enda.



Fyrir fundinn lágu fyrir drög að reglum um sérstök sumarstörf á vegum Vinnuskóla Dalvíkurbyggðar. Markmiðið með þeim er að eiga möguleika á að koma til móts við afreksungmenni ef þau, íþróttar sinnar vegna, geta ekki sinnt almennri vinnu yfir sumartímann enda sé viðkomandi við keppni meirihluta sumars. Einnig fyir aðila sem taka þátt í menningar-, og æskulýðstengdum verkefnum eða þátttöku í öðrum afreksverkefnum, t.d. fyrir Íslands hönd.



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir reglurnar eins og þær liggja fyrir og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Laun nemenda vinnuskóla 2015

Málsnúmer 201505008Vakta málsnúmer

Á 7. fundi Ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar var lagt til við íþrótta- og æskulýðsráð að laun nemenda vinnuskóla verði hækkuð um a.m.k. 3% frá árinu 2014. Í máli íþrótta- og æskulýðsfulltrúa kom fram að hann telur hækkunina rúmast innan ramma vinnuskóla að öðru óbreyttu.



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir tillögu ungmennaráðs að laun fyrir nemendur vinnuskóla Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2015 muni hækka um 3% frá árinu 2014.

6.Vorfundur íþrótta- og æskulýðsráðs 2015

Málsnúmer 201504092Vakta málsnúmer

Undir þessum lið og það sem eftir var fundar komu eftirfarandi aðilar á fundinn til að kynna niðurstöður ársreiknings og skýrslu sem og til samráðs um aðra þætti:

Jónína H Gunnlaugsdóttir - Þorsteinn Svörfuður

Kristján Ólafsson - UMFS

Ingibjörg María Ingvadóttir -Frjálsíþróttadeild UMFS

Margrét Víkingsdóttir - Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS

Stefán Garðar Níelsson - Dalvík-Reynir

Bjarni Jóhann Valdimarsson -Golfklkúbburinn Hamar

Lilja Björk Reynisdóttir - Hestamannafélagið Hringur

Snæþór Arnþórsson -Skíðafélag Dalvíkur

Bjarnveig Ingvadóttir - UMSE

Þorsteinn Marinósson - UMSE

Marinó Þorsteinsson - Ungmennafélagið Reynir

Elín B Unnarsdóttir - Sundfélagið Rán



Formaður bauð fundarmenn velkomna og boðið var upp á kaffiveitingar. Kvenfélaginu Hvöt eru færðar bestu þakkir fyrir góðar veitingar.



Í framhaldinu var umræða um eftirfarandi þætti:



Nýjir samningar:

Farið var yfir stöðuna um endurnýjun samninga við íþróttafélögin. Rætt var um hver viðbrögð sveitarfélagsins eiga að vera ef ekki er unnið eftir samningnum og komu fram hugmyndir af leiðum.



Heiðurviðurkenning íþrótta- og æskulýðsráðs:

Rætt var um markmið með heiðursviðurkenningu ráðsins og bent á að íþrótta- og æskulýðsráð tekur við ábendingum um einstaklinga sem gætu átt þessa viðurkenningu skilið.



Staða á siðareglum félaganna:

Farið var yfir hvaða félög eru búin að setja sér siðareglur, en samkvæmt samningi eiga öll íþróttafélögin að vera búin að setja sér siðareglur fyrir árslok. Sundfélagið Rán og Hestamannafélagið Hringur hafa sent afrit af reglunum til sveitarfélagsins. Óskað var eftir því við þau félög sem ekki höfðu sent reglurnar til Dalvíkurbyggðar, að gera það.



Sameiginlegur búningur fyrir íþróttafélög í Dalvíkurbyggð:

Farið var yfir stöðuna á samieginlegum búningamálum fyrir íþróttafélög í Dalvíkurbyggð. Miklar umræður urðu um með hvaða hætti væri best að koma á sameiginlegum búningum fyrir öll félög í Dalvíkurbyggð. Ekki varð nein niðurstaða á þessum fundi, en aðilar voru sammála um að skemmtilegt væri ef félögin gætu t.d. komið sér saman um einn sameiginlegan lit eða eitthvað eitt sem gæti verið tákn allra þeirra sem iðka íþrótt með íþróttafélagi í Dalvíkurbyggð.



ÆskuRækt:

Íþrótta- og æskuýðsfulltrúi minnti félögin að skila inn skráningu vegna komandi tímabils. Farið var yfir ýmsa þætti og möguleika sem æskuræktin hefur upp á að bjóða. s.s. beina skráningnu í Felix og mikilvægi þess að skrá inn alla iðkendur enda munu fjárveitingar mögulega taka mið af fjölda iðkenda.



Ekki komu fulltrúar frá frá Körfuknattleiksdeild UMFS. Einnig mættu ekki fulltrúar frá Blakfélaginu Rimum, en vegna mistaka í fundarboðun fengu fullrúar Rima ekki fundarboð.

7.Ársskýrslur félaga 2014

Málsnúmer 201502231Vakta málsnúmer

Gerðu fulltrúar íþróttafélaganna grein fyrir helstu verkefnum og lykiltölum í ársreikningum félaganna.

Skíðafélag Dalvíkur skilaði ekki inn ársreikningum fyrir fundinn, en Snæþór Arnþórsson, formaður Skíðafélagsins gerði grein fyrir lykiltölum í ársreikningi, sem hefur ekki enn verið samþykktur af aðalfundi félagsins.



Almennt er blómlegt starf í öllum félögunum en fjárhagsleg staða þeirra misjöfn. Formaður íþrótta- og æskulýðsráðs þakkaði fundarmönnum kærlega fyrir fundinn og ítrekaðu hveru dýrmætt það væri fyrir félögin að hafa sjálfboðaliða að störfum sem margir hverjir leggja afar mikið á sig fyrir félögin.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Nefndarmenn
  • Kristinn Ingi Valsson Formaður
  • Jón Ingi Sveinsson Varaformaður
  • Íris Hauksdóttir Aðalmaður
  • Þórunn Andrésdóttir Aðalmaður
Starfsmenn
  • Hildur Ösp Gylfadóttir Sviðstjóri
  • Gísli Rúnar Gylfason Starfsmaður
Fundargerð ritaði: Hildur Ösp Gylfadóttir sviðsstjóri og Gísli Rúnar Gylfason Íþrótta- og æskulýðsfulltrúi