Langtímasamningur við UMSE

Málsnúmer 201504121

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og æskulýðsráð - 68. fundur - 05.05.2015

Tekið fyrir erindi frá UMSE dagsett 27. apríl 2015. Þar óskar UMSE eftir því við Dalvíkurbyggð að gerður verði langtímasamningur við UMSE, er þetta liður í því að UMSE sækist eftir gæðavottun frá ÍSÍ sem Fyrirmyndahérað ÍSÍ. UMSE hefur falið framkvæmdarstjóra að vera fulltrúi UMSE og er jafnframt óskað eftir því að fyrsti fundur varðandi viðræður fari fram fyrir lok maí. Einnig kemur fram í erindinu að UMSE hefur markað sér stefnu sem var samþykkt á síðasta ársþingi UMSE. Stefnan er einnig lögð fram til kynningar.



Íþrótta- og æskuýðsráð fagnar því að UMSE hafi lokið stefnumótunarvinnu og telur æskilegt að gera samning til 4 ára við UMSE líkt og við íþróttafélög í Dalvíkurbyggð. Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir að boða framkvæmdarstjóra á næsta fund ráðsins sem haldinn verður í byrjun júní. Íþrótta- og æskulýðsfulltrúa falið að vinna drög að samningi við UMSE í samráði við framkvæmdarstjóra UMSE.

Íþrótta- og æskulýðsráð - 69. fundur - 02.06.2015

Undir þessum lið sátu Þorsteinn Marinósson framkvæmdarstjóri UMSE og Bjarnveig Ingvadóttir, formaður UMSE fundinn.



Með fundarboði fylgdu drög að samningi á milli Dalvíkurbyggðar og UMSE ásamt ábendingum frá stjórn UMSE við drögin. Lagt er til að samningurinn verði til fjögurra ára eins og stefnt er á með íþróttafélögin í Dalvíkurbyggð. Á fundinum voru breytingar gerðar á samningsdrögunum út frá ábendingum frá stjórn UMSE og hugmyndum sem komu fram á fundinum.



Íþrótta- og æskulýðsráð samþykkir samninginn, með breytinum sem gerðar voru á fundinum og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.