Undir þessum lið og það sem eftir var fundar komu eftirfarandi aðilar á fundinn til að kynna niðurstöður ársreiknings og skýrslu sem og til samráðs um aðra þætti:
Jónína H Gunnlaugsdóttir - Þorsteinn Svörfuður
Kristján Ólafsson - UMFS
Ingibjörg María Ingvadóttir -Frjálsíþróttadeild UMFS
Margrét Víkingsdóttir - Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar UMFS
Stefán Garðar Níelsson - Dalvík-Reynir
Bjarni Jóhann Valdimarsson -Golfklkúbburinn Hamar
Lilja Björk Reynisdóttir - Hestamannafélagið Hringur
Snæþór Arnþórsson -Skíðafélag Dalvíkur
Bjarnveig Ingvadóttir - UMSE
Þorsteinn Marinósson - UMSE
Marinó Þorsteinsson - Ungmennafélagið Reynir
Elín B Unnarsdóttir - Sundfélagið Rán
Formaður bauð fundarmenn velkomna og boðið var upp á kaffiveitingar. Kvenfélaginu Hvöt eru færðar bestu þakkir fyrir góðar veitingar.
Í framhaldinu var umræða um eftirfarandi þætti:
Nýjir samningar:
Farið var yfir stöðuna um endurnýjun samninga við íþróttafélögin. Rætt var um hver viðbrögð sveitarfélagsins eiga að vera ef ekki er unnið eftir samningnum og komu fram hugmyndir af leiðum.
Heiðurviðurkenning íþrótta- og æskulýðsráðs:
Rætt var um markmið með heiðursviðurkenningu ráðsins og bent á að íþrótta- og æskulýðsráð tekur við ábendingum um einstaklinga sem gætu átt þessa viðurkenningu skilið.
Staða á siðareglum félaganna:
Farið var yfir hvaða félög eru búin að setja sér siðareglur, en samkvæmt samningi eiga öll íþróttafélögin að vera búin að setja sér siðareglur fyrir árslok. Sundfélagið Rán og Hestamannafélagið Hringur hafa sent afrit af reglunum til sveitarfélagsins. Óskað var eftir því við þau félög sem ekki höfðu sent reglurnar til Dalvíkurbyggðar, að gera það.
Sameiginlegur búningur fyrir íþróttafélög í Dalvíkurbyggð:
Farið var yfir stöðuna á samieginlegum búningamálum fyrir íþróttafélög í Dalvíkurbyggð. Miklar umræður urðu um með hvaða hætti væri best að koma á sameiginlegum búningum fyrir öll félög í Dalvíkurbyggð. Ekki varð nein niðurstaða á þessum fundi, en aðilar voru sammála um að skemmtilegt væri ef félögin gætu t.d. komið sér saman um einn sameiginlegan lit eða eitthvað eitt sem gæti verið tákn allra þeirra sem iðka íþrótt með íþróttafélagi í Dalvíkurbyggð.
ÆskuRækt:
Íþrótta- og æskuýðsfulltrúi minnti félögin að skila inn skráningu vegna komandi tímabils. Farið var yfir ýmsa þætti og möguleika sem æskuræktin hefur upp á að bjóða. s.s. beina skráningnu í Felix og mikilvægi þess að skrá inn alla iðkendur enda munu fjárveitingar mögulega taka mið af fjölda iðkenda.
Ekki komu fulltrúar frá frá Körfuknattleiksdeild UMFS. Einnig mættu ekki fulltrúar frá Blakfélaginu Rimum, en vegna mistaka í fundarboðun fengu fullrúar Rima ekki fundarboð.